Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1979, Blaðsíða 57

Frjáls verslun - 01.07.1979, Blaðsíða 57
herbergi fylgja hverju gistiher- bergi. Á Konover Apartments og Flamingo Club búa gestir hins vegar í íbúðum og hafa eldhúsaðstöðu til að sjá um sig sjálfir í fæði. Öll aðföng eru mjög auðveld, því að matvöru- verzlanir eru skammt undan og verðlag í þeim mjög hagstætt miðað við það sem íslendingar eiga að venjast við matarinn- kaup. íbúðirnar eru allar með dagstofu, svefnherbergi og baði auk eldhúss. Litsjón- varpstæki eru í þeim öllum. íbúðirnar eru misjafnlega stór- ar, með einu tveimur eða jafn- vel þremursvefnherbergjum og fylgir þá baðherbergi hverju þeirra. Samningar við fleiri hót- el eru til athugunar og getur því framboð á gistirými í ferðum Flugleiða orðið enn meira og fjölbreyttara áður en langt um líður. Allir gististaðirnir, sem viðskiptavinir félagsins búa nú á suóur í Miami og þeir sem til greina koma í framtíðinni standa á sjálfum sjávarkambin- um svo aldrei þarf að fara yfir götu til að komast á baöströnd. Afhverju Miami? Og hvað er það svo, sem gerir Miami svona eftirsóknar- verðan hvíldar- og skemmti- stað? Jú, í fyrsta lagi afskap- lega ákjósanleg veðurskilyrði, sól og hiti á öllum árstímum. Miami er elzti sólar- og bað- staður í Bandaríkjunum og sennilega þó víðar væri leitaö. Hann er opinn allt árið og hitinn tryggur jafnt vetur sem sumar. Á Miami þarf enginn að fá leið á tilbreytingarleysi í sólar- landaferðinni eins og íslenzkir ferðamenn hafa upplifað sums staðar annars staðar. Á Stór- Miami svæðinu er ótrúlegt framboð margs konar mögu- leika til dægrastyttingar, fþróttaiðkana og skemmtunar. Þar er aragrúi leikhúsa, hljóm- leikasala og kvikmyndahúsa, þar sem margar nýjar myndir eru frumsýndar. Á næstu grös- um eru svo skeiðvellir, sem kunnir eru um öll Bandaríkin og sömuleiðis einn bezti íþrótta- völlur landsins. Ekki má heldur gleyma golfvöllunum, sjóskíð- um og sjóstangaveiðinni. Veit- ingastaðir eru fleiri og fjöl- breyttari en víðast annars stað- ar í heiminum og frægir lista- menn frá New York, Hollywood og víðar að komnir stytta gest- um stundir á hinum ýmsu skemmtistöðum. En það er ým- islegt fleira við að vera í Miami og nærliggjandi svæðum app- elsínulandsins á Floridaskag- anum. Látum ferðalanginn, sem hefur kynnzt ævintýrinu af eigin raun segja okkur álit sitt. „Verður varla lýst með orðum“ Fyrir nokkru birti dagblaðið Vísir viðtal við hjónin Þröst Sigurðsson og Auði Skafta- dóttur, sem unnu þriggja vikna Miamiferð í ferðagetraun Vísis. ,,Við notfærðum okkur nokkrar af skoðunarferðunum, sem Flugleiðir hafa skipulagt fyrir íslenzka ferðamenn", sagði Þröstur, ,,og vil ég þótt seint sé nota tækifærið til að þakka Birni Stefánssyni farar- stjóra og konu hans Hrefnu fyrir ákaflega skemmtilega og lipra fararstjórn. Til dæmis fór- um við með þeim í eins dags ferð í mikinn dýragarð sem komið hefur verið á fót. I þess- um garði er að finna mikinn fjölda villtra dýra, sem leitazt hefur verið við að búa sem eölilegust lífsskilyrði." ,,Til að sjá dýrin er mönnum ekið um garðinn í lokuðum bíl- um og uppálagt að vera ekki að skrúfa niður rúðurnar í óþarfa. Því villtum rándýrum mun víst flest annað í blóð borið en mannkærleikur og þegar þannig liggur á þeim geta þau verið býsna snör í snúningum." ,,Það verður varla skilizt við þessa frásögn að maður minn- ist ekki á ferð, sem við fórum í hið fræga Disneyland en hins- vegar er sá Ijóður á, að því sem við sáum þar verður varla lýst með orðum. Allt það hugvit, sem liggur að baki sýningarat- riðum og skipulagi garðsins er með ólíkindum og ég get að- eins bent þeim, sem eru á þessum slóðum á að láta þennan staö alls ekki fram hjá sér fara." Staður fyrir alla fjölskylduna Dagsferðirnar í Lion Country Safari, sem Þröstur lýsti, eða tveggja daga ferðin til Disney World í undraheim kvikmynda- framleiðandans Walt Disney eru ofarlega á óskalista ís- lenzkra ferðamanna í Miami. Dagsferðir í sædýrasafnið Mi- ami Seaquarium njóta líka mikilla vinsælda en þar eru m.a. höfrungar og háhyrningar, sem leika ótrúlegar listir. Ferðin í páfagaukagarðinn, apagaröinn eða kvöldsigling með hjóla- skipinu Jungle Queen verður öllum ógleymanleg. Fjöldi ann- arra ferða, skemmri og lengri, eru skipulagðar frá Miami til hinna ýmsu staða í Florida, sem með árunum hefur orðið eins og einn samfelldur leikvangur fyrir fólk í fríi, ekki sízt fjöl- skyldur með börn á ýmsum aldri, sem þurfa að fá vissa fjölbreytni í tilveruna í útlönd- um. Hvað er notalegra en til- hugsunin um veður með ein- dæmum þægilegt allt árið um kring, hægan andvara eða golu af hafi til að draga úr lofthita og hitastig sjávar, sem aldrei er undir 20 gráðum — Miami?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.