Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1979, Blaðsíða 58

Frjáls verslun - 01.07.1979, Blaðsíða 58
skodun Um innlenda gjaldeyrisreikninga á íslandi Grein eftir Geir Haarde, hag- fræðing, starfsmann alþjóða- deildar Seðlabanka íslands. I árslok 1977 var íslenzkum aðilum í fyrsta sinn heimilað að opna og eiga reikninga í erlendum gjaldeyri við innlenda gjaldeyrisviðskiptabanka. Var með þessari ráðstöfun stigið nokkurt skref í átt tíl aukins frjálsræðis í gjaldeyrismálum, en reglur um þau mál höfðu verið óbreyttar í öllum meginatriðum frá árinu 1960, þegar almennt innflutningsfrelsi var tekið upp. Óhætt er að segja, að almenningur hafi tekið þess- ari nýbreytni mjög vel og í Ijós hefur komiö að þörf var fyrir bankaþjónustu í þessu formi. Hefur komið á daginn, eins og margan hafði grunað, að almenning- ur í landinu hefur í fórum sínum drjúgan skilding er- lends gjaldeyris, sem komizt hefur verið yfir með full- komlega löglegum hætti, en ekki hefur verið talin ástæða til að skila til gjaldeyrisbanka. Má gera ráð fyrir að þær ströngu reglur, sem gilt hafa um ferða- mannayfirfærslur til almennings og einnig almenn verðtryggingarsjónarmið hafi komið þar við sögu. í lok júní sl. hafði jafnvirði 2 milljarða króna verið lagt inn á rúmlega 4000 gjaldeyrisreikninga í gjald- eyrisviöskiptabönkunum tveim, Landsbanka (slands og Útvegsbanka íslands. Samtals er þetta rétt innan við 1% af samtölu peningamagns og sparifjár, M3, og hefur stöðugt farið vaxandi. Má líklegt telja, að lítið af þessu fé hefði komizt til skila í íslenzka banka með öðrum hætti en á þessa gjaldeyrisreikninga. Líklegt má einnig telja, að töluverðar fjárhæðir séu enn á lausu meðal almennings, þar sem reikningarnir eru enn tiltölulega nýir af nálinni og ekki örgrannt á að almenningur telji sig hafa ástæður til nokkurrar tor- tryggni í garð stjórnvalda í þessum efnum. Frjálslegar reglur Áður en lengra er haldið er rétt að lýsa íslenzku gjaldeyrisreikningunum ögn nánar og greina frá þeim reglum, sem um þá gilda. Gjaldeyrisreikninga má sem stendur opna í fjórum gjaldmiðlum, bandarískum dollurum, sterlingspund- um, þýzkum mörkum og dönskum krónum, en rætt hefur verið um að fjölga þessum gjaldmiðlum þegar meiri reynsla er fengin. Flestir reikninganna eru í mörkum og dollurum, en færri í hinum gjaldmiðlun- um. Heimild til að opna reikninga hafa allir þeir sem undanþegnir eru söluskyldu gjaldeyris, þ.m.t. þeir sem eiga erlend vinnulaun eða þóknanir, þeir sem eiga afgang af áhafna- og ferðagjaldeyri, þeir sem taka arf erlendis frá og þeir sem flytja með sér fé viö búferlaflutning til landsins. Eigendum flutningatækja í millilandaviðskiptum, eigendum fyrirtækja erlendis, svo og vátryggingarfélögum í erlendum viðskiptum er einnig heimilt að leggja tekjur í gjaldeyri á gjaldeyris- reikninga og er heimilt að nota þær tekjur til að standa straum af tilteknum útgjöldum í gjaldeyri. Umboðs- launatekjur, sem nota má til innflutnings á frílistavör- um, má einnig leggja á gjaldeyrisreikninga. Vert er að benda sérstaklega á, að vöruútflytjendur og þeir sem veita þjónustu viö erlend skip, flugvélar og ferðamenn eru ekki undanþegnir söluskyldu og hafa því ekki heimild til að opna gjaldeyrisreikninga. Um útborganir af gjaldeyrisreikningum gilda þær reglur, að frjálst er að taka út af reikningunum allt að 5000 dollurum eða jafnvirði þess á ári og ráðstafa má því fé án takmarkana til greiðslu á hvers kyns vöru eða þjónustu, sem heimilt er að flytja til landsins. Heimila má úttektir umfram 5000 dollara á ári t.d. til greiðslu á arfi, vegna búferlaflutninga eða langdvalar erlendis, eða annarra eðlilegra þarfa hins almenna borgara. 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.