Frjáls verslun - 01.07.1979, Blaðsíða 78
vörur, þjónusta
Litað tectyl í stað málningar
Tectyl notað á báru-
járnsþök til lausnar á
sígildu vandamáli.
Heildverzlunin G. Hinriksson hf.
er gamalgróið innflutningsfyrir-
tæki hér í borg, en í ársbyrjun
1978 var það gert að hlutafélagi.
Aðaleigendur eru þeir Gylfi Hin-
riksson og Sigurður Kr. Sigurðs-
son, og var sá síðarnefndi tekinn
tali fyrir skömmu og spurður um
helztu umsvif fyrirtækisins.
— Innflutningurinn á Tectyl
ryðvarnarefni er annar tveggja
meginþátta í okkar verzlun, sagði
Sigurður. — Og á ég við innflutn-
ing á ,,hinu eina og sanna" Tectyl
efni, en ekki einhver önnur ryð-
varnarefni sem svo gjarnan eru öll
kölluð tectyl manna á milli. Við
viljum endilega gera skýran mun á
Tectyli og öðrum ryðvarnarefnum
og teljum að sjálfsögðu að fram-
leiðsla þeirra hjá Valvoline Oil
Corp sé af hæsta gæðaflokki sem
þekkist enn sem komið er. Reynd-
ar virðast menn almennt vera þess
meövitandi, því t.d. hér á landi á
Tectyl skv. okkar kokkabókum um
95% af markaönum og sviþaö
hlutfall má finna víða erlendis.
— Og Tectyl má nota víðar en
við ryðvörn bíla?
— Já, þeir framleiða fjölmörg
efni til ólíklegustu nota og núna
síðast fundu þeir upp bráðsnjalla
lausn á sígildu vandamáli með
bárujárnsþök og í rauninni allt járn
sem stendur úti í veðrum og vind-
um. Hér er um að ræða litað Tect-
yl, sem þornar á tiltölulega
skömmum tíma og á að koma í
stað málningar á húsþök og fleira.
Efninu er skellt beint á járnið, án
ITACHI
Litsjónvarpstaekfð
sem
fagmennirnir
mæla
með__________
Vilbcrg& Þorsteínn
Laugavegi 80 símar 10259 -12622
78