Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1979, Blaðsíða 47

Frjáls verslun - 01.07.1979, Blaðsíða 47
BRANO KASHRUT & OUALITV Packed for SEASON PRODUCTS CORP. A/S Stavanger - Nonway Erlend merki á íslenzku hráefni. Þannig eru síldarflakadósirnar frá Noröurstjörnunni merktar fyrir Sea- son-fyrirtækið í Bandaríkjunum. vöru hér. Til viöbótar koma svo ýmsar aðrar vörur í minna mæli, sem seldar eru hér sem sérstakt Ijúfmeti og eru ekki útbreiddar í sölu. Þar á meðal er kavíar, þorsk- hrogn, og lifur. Þær vörur er að- eins að finna í sérverzlunum eða sérdeildum í stærri matvöruverzl- unum. Salan á kavíar fer sífellt vaxandi því að verðið er miklu hagstæðara en á írönskum eða rússneskum kavíar. Ég vænti þess, að í framtíðinni verði kavíar undir okkar merki í hillum venju- legra matvöruverzlana hér í Bandaríkjunum, þar sem kavíar hefur ekki verið á boðstólum hingað til. — Hvernig finnst þér sam- bandinu við framleiðendur á ís- landi vera háttað og hvert orð fer af íslenzku verksmiðjunum á þessum markaði? — Því miður hefur þetta ekki gengið átakalaust. Menn verða að minnast þess, að hér í Bandaríkj- unum eru viðhafðar nýstárlegustu markaðsaðferðir. Norska fyrirtæk- ið, sem ég vann fyrir áður, hafði verið vel búið undir að hasla sér völl hér, m.a. með nýtízku umbúö- um, merkingum og sölutækni. ís- land var eftirbátur að þessu leyti og er það enn. Þó að menn á ís- landi séu samvinnuliprir og allir af vilja gerðir, hefur ekki tekizt að gera kraftaverk á einni nóttu þegar önnur fyrirtæki og önnur lönd hafa verið að vinna að markaðsöflun og þróa hjá sér árum saman. Svo ég orði það mildilega þá má segja að málin séu enn voöalega flókin og mikið verk óunnið. -— Á hvaða sviðum verður þessa helzt vart? — Með einni eða tveimur und- antekningum er búnaður í lagmet- isverksmiðjum á íslandi úreltur í samanburði viö það sem gerist annars staðar í heiminum. Sölu- stofnun lagmetis í Reykjavík hefur staðið í ströngu að fá verksmiðj- urnar til að framkvæma nauðsyn- legar úrbætur, sem við höfum beðið um. Það má ef til vill kenna okkur um, og þá sérstaklega skrif- stofu sölustofnunarinnar í Reykja- vík, að ekki hefur tekizt betur til, því að hún á að fylgja þessum málum eftir. Við værum komnir miklu lengra á þessu sviði, ef rétt hefði verið að málum staðið. Samt vil ég segja, að nú þegar hafi náðst talsverður árangur, sem ég er ánægður með. En við gætum staðið enn betur að vígi. — Hafið þið heyrt einhver við- brögð hjá kaupendum um það hvernig þeim líkar íslenzka lag- metið? — Verzlanakeðjurnar eru mjög móttækilegar fyrir íslenzku vör- unni vegna þess að ísland nýtur hér mikils álits sem fiskframleið- andi. Aftur á móti þurfum við að einbeita okkur að neytendunum og kenna þeim að meta vörurnar. Viö höfum,hins vegar ekki ráð á að verja þeim milljónum dollara til upplýsingastarfsemi gagnvart neytendum, sem bandarísk eða erlend stórfyrirtæki myndu telja nauðsynlegt til að komast inn á þennan markað. — Hvernig kynnið þið ykkar vörur? — Við gerum allt sem við getum til að fá söluaðilana sjálfa til að kynna vörurnar. Það takmarkaða svigrúm, sem við höfum til kynn- ingar, kemur helzt fram í því að við veitum kaupendum afslátt af kaupverði ef þeir auglýsa vörur okkar í dagblöðum eða setja þær sérstaklega upp til sýningar í verzlunum. — Hver er að þínum dómi framtíðin í þessum viðskiptum? — Með góðu samstarfi og nægri framleiðslu lofar framtíðin góðu. Viö fáum aftur á móti aldrei nægilegt magn af vörum. Það má framleiða nýjar vörutegundir og vinna þeim markað hér. Hráefnið, sem íslendingar hafa til að vinna úr, er afbragðsgott. Það ættu að vera skilyrði til að margfalda söluna, ef allir leggja sig fram. Á þessum þremur árum, sem liðin eru síðan við hófum starfsemi okkar, höfum við gert hvorki meira né minna en við lof- uðum. Ég hafði eins og áður segir unnið mikið fyrir norska aöila og fannst því spennandi að taka að mér verkefni fyrir ísland. Það hefur þó gengið skrykkjóttar en ég átti von á. Með góðu samstarfi má koma á nauðsynlegum endurbót- um, sem gera leiöina til banda- rískra neytenda greiðfærari. 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.