Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1979, Blaðsíða 52

Frjáls verslun - 01.07.1979, Blaðsíða 52
Fáar borgir heims bjóða upp á eins miklar andstæður og New York. Þetta er einn stór suðupott- ur sem inniheldur allt það sem hægt er að hrífast af, verða hissa yfir eða hata, allt eftir því hvar drepið er niður og með hvaða hugarfari maður kemur til borgar- innar. Hér í New York er það fólk sam- an komið sem ræður yfir mestum auðæfum heimsins, og sést það bæði í klæðaburði, bústöðum og bílum. Leikhús og listir blómstra, en eftir aðeins stuttan spöl með neðanjarðarlest er maður kominn í hverfi með húsum í niðurníðslu, subbulegum verzlunum, vafasöm- um atvinnurekstri og glæpum í öllum myndum. Það er kannski þetta sem er hrífandi við borgina, — að geta séð mannlífið í öllum þess afbrigðum. En þessi fjöl- þreytni gerir það líka erfitt að skrifa um borgina. Ég hef aldrei staðið skjálfandi af kulda á Ellis Island með aðeins þunnan frakka yfir mig og með dæmigerða pappaferða- tösku innflytjandans. Ég hef ekki þurft að hafa áhyggjur út af lélegri íbúð, sem aöeins hefur kalt vatn, og ég hef, hingað til í það minnsta, aldrei verið rændur á götu úti. Ég hef því aðeins kynnst jákvæðum og þægilegum hliðum borgarinn- ar. Hver er dæmigerður New York-búi? Margir tala um hinn dæmigerða New York-búa. En hvernig lítur hann út? Hann getur verið syngj- andi Puertoricani í neðanjarðar- lest, dapur svertingi í Harlem eða hann getur verið hvítur, rauður eða gulur, Rússi eða Gyðingur, Skandinavi eða Mexicani. Þessi Babylon allra þjóða tungna og hörundslita gerir einstaklinginn umburðarlyndan og maður þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af klæðaburði sínum. Þegar talað er um Frelsisstytt- una eða Empire State Building dettur um leið öllum í hug New York. í dag eru u.þ.b. 95 skýja- kljúfar í borginni og eru fleiri á leiðinni. Byrjað var að byggja skýjakljúfa strax upp úr aldamót- um, en það var ekki fyrr en í kring- um 1920 að þessi byggingarstíll virkilega komst í „tízku". Einn fal- legasti skýjakljúfurinn er Chrysler- byggingin, 77 hæðir, byggð í ,,Art Deco" stíl og teiknuð af William Van Alen. Frægastur er Empire State Building með sínar 102 hæðir og 10,5 km af lyftugöngum og vinnustaður fyrir 20 þús. manns. Á kreppuárunum breyttist hugarfarið til þessara bygginga og var farið að byggja lægra og voru þá einnig sett ákvæði í bygginga- samþykktina um hlutfall milli hæðar húsa og breiddar gatna. Var þetta gert til að útiloka ekki sólarljós frá götunni. Dæmigert fyrir þetta tímabil er Rockefeller Center, þar sem Flugleiðir hafa skrifstofur sínar. Nær þessi bygg- ingasamstæða yfir þrjár „blokkir" frá Fifth Avenue og niður að Avenue of the Americas. Yfir öllu gnæfir miðbyggingin (RCA-húsið upp á 70 hæðir) en í kringum hana eru 13 lægri byggingar. Yngstir í skýjakljúfafjölskyldunni eru svo tvíburarnir „World Trade Center", tvær 110 hæða tvíburabyggingar á syðsta odda Manhattan, næst- stærstu byggingar í heimi — á eftir Sears-turninum í Chicago. Vaxandi ferðamannastraumur New York er miðstöð viðskipta í Bandaríkjunum, en þar sem eru viðskipti eru ferðamenn í einni eöa annarri mynd, og fer ferðamanna- straumur til New York nú vaxandi. 1970 var ferðamannastraumurinn í lágmarki og var New York þekkt undir nafninu „Glæpaborgin" eða „Hræðsluborgin". Eitthvað varð að gera og tóku borgarstofnanir og ferðamálaráö höndum saman. Sett var af stað alþjóða áróðurs- herferð sem kölluð var „New York, The Big Apple" (New York, eplið mikla). Kemur hugtakið úr jazz-- tónlistinni og merkir það bezta af því bezta. Bar þessi herferð árangur og var árió 1977 met- ferðamannaár. Komu alls rúmlega 16.750.000 ferðamanna sem skil- uðu af sér 1,6 milljarð dala. Að sjálfsögðu spilar hér margt inn í, meðal annars hafa afbrot minnkað síðustu árin, og er það sjálfsagt fyrst og fremst minnkandi at- vinnuleysi að þakka, og er New York nú „aðeins" í 6. sæti á list- anum yfir glæpi í bandarískum borgum. En einnig er svo ótrúlega margt hægt að gera í New York, allt árið um kring. Alltaf eitthvað að gerast Hér er enginn feröamannatími, því alltaf er eitthvað að gerast. New York byrjar „nýárið" sitt ekki 1. jan., heldur í september. Þá opna leikhúsin á Broadway og götunum þar í kring með nýjum leikritum. Einnig opna New York City Opera í Lincoln Center, Metropolitan Opera og Sinfónían á ný dyr sínar eftir sumarleyfiö. Á haustin er einnig kvikmyndahátíð- in í New York, og eru þá allar nýj- ustu og beztu myndirnar frum- sýndar. Og ekki má gleyma stóru 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.