Frjáls verslun - 01.07.1979, Blaðsíða 63
stofnuðu nokkrir ungir menn Fé-
lag frjálshyggjumanna. Því er ætl-
að að safna og miðla upplýsingum
um frjálshyggju á íslandi, og er
Friðrik Friðriksson viðskiptafræði-
nemi formaður þess.
Skipulagning
gagnsóknarinnar
Betur má þó, ef duga skal.
Einkaframtakið veröur að koma til
liðs vió frjálshyggjumennina, sem
berjast í hugmyndaheiminum, svo
að bylgjan hnígi ekki. Frjáls-
hyggjumenn eru ekki að verja
hagsmuni atvinnurekenda, en
hugsjónir og hagsmunir geta farið
saman og gera það þessi árin.
Flvernig á aö skipuleggja gagn-
sóknina? Ég nefni nokkrar hug-
myndir og óskir, sumar svipaðar
þeim, sem Simon nefnir í bók sinni:
1. Stofnun sjóðs, sem styrkir
fræðimenn til rannsókna á einka-
framtaki, markaðsbúskap og at-
vinnulífi.
2. Útgáfa rita, sem nota má til
kennslu í skólum eða vísa til í
kennslu, og annarra rita, sem
koma að gagni í hinni almennu
hugmyndabaráttu.
3. Aðhald foreldra og nemenda
að kennslu í grunnskólum og
framhaldsskólum, þar sem borið
hefur á róttæklingaáróðri.
4. Sífelld miðlun upplýsinga og
gagnrýni í fjölmiðlum, útvarpi,
sjónvarpi, dagblöðum og tímarit-
um (og jafnvel kvikmyndum).
5. Stofnun hlustenda- og
áhorfendafélags, sem fylgist með
því, að róttæklingar misnoti ekki
aðstöðu sína í ríkisfjölmiðlunum.
6. Aðhald einkaframtaksins aö
þeim fjölmiðlum, sem njóta aug-
lýsinga þess. (Einkaframtakinu
ber síður en svo skylda til þess að
auglýsa í fjandsamlegum fjölmiól-
um, svo sem Þjóðviljanum eða
Rétti.)
7. Skipulagning starfs frjáls-
hyggjumanna í verkalýðsfélögun-
um, bæði fræðslu- og félagsstarfs.
8. Stofnun skattborgarafélags,
sem safnar og miðlar upþlýsingum
um skattkúgunina, leggur til
breytingar og berst fyrir þeim.
9. Opnun fyrirtækjanna og betri
miðlun upplýsinga um rekstur
þeirra til starfsmanna, æsku-
manna í skólum og annarra.
10. Sjálfsögun atvinnurekenda,
sem hafa stundum hvatt til ríkisaf-
skipta, búið í haginn fyrir ríkis-
báknið.
Róttæklingarnir kalla sennilega
upp: „Skoðanakúgun! Fasismi!"
— þegar þeir frétta af þeim. En
engin ástæða er til þess að láta sér
bregða við köll þeirra. Þeir hafa
löngum verið háværir. Atvinnu-
rekandi hefur að sjálfsögðu fullan
rétt til þess að festa fé sitt í öðru en
áróðri, honum fjandsamlegum. Og
borgararnir hafa að sjálfsögðu
fullan rétt til þess að skipuleggja
starf sitt innan marka laganna til
varnar einstaklingsfrelsinu. ís-
lendingar lifa ekki enn í því óska-
landi róttæklinganna, Sovét-ls-
landi, þar sem vitfirringahælin og
vinnubúðirnar bíða frjálslyndra
manna. Þeir verða að nota frelsið,
áður en það verður af þeim tekið.
QFIÐ
EITIR
IDKUN!
Næturhólf Verzlunarbankans er örugg lausn fyrir þá sem þurfa á tryggri geymslu
að halda, hvenasr sem er sólarhringsins.
Á 5 stöðum* í borginni getur þú komið fjármunum þínum bak við lás og slá
EFTIR LOKUN og sofið síðan rólegur til morguns.
VíRZLUNfiRBflNKINN
* Afgreiðslur Verzlunarbankans:
Bankastræti 5, Amarbakka2, Grensásvegi 13, Laugavegi 172, Umferðarmiðstöðinni.
63