Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1979, Blaðsíða 61

Frjáls verslun - 01.07.1979, Blaðsíða 61
Hvenær skipuleggur einka- framtakið gagnsókn? Höfundur þessarar greinar, Hannes Gissurarson, er einn mikilvirkasti og skel- eggasti talsmaður frjálshyggjunnar hér- lendis með blaða- greinum sínum og er- indaflutningi í útvarp. Fyrir þremur árum fögnuðu frjálslyndir menn um heim allan þriggja alda afmæli Auðlegðar þjóðanna (The Wealth of Nati- ons), hins mikla rits skozka heimspekingsins Adams Smiths. Hann leiddi rök að því í þessu riti, að verkaskiptingin, samkeppnin og viðskiptafrelsið hefðu valdið iðnbyltingunni — breytingunni úr nauðþurftaskipulaginu í alls- nægtaskipulagið. Og enn eru rök hans gild: Vörur eru ekki fram- leiddar, seldar og keyptar, og verðmæti ekki sköpuð með ríkis- valdi, heldur einkaframtaki. Ríkið er að vísu nauðsynlegt, því að setja verður keppni einstakling- anna, fyrirtækjanna og frjálsra samtaka að markmiðum þeirra al- mennar reglur, til þess að árekstrar þeirra verði sem fæstir. En ríkið á ekki að setja sjálf markmiðin, enda getur það ekki gert það skynsamlega, það hefur ekki staðþekkingu, verkkunnáttu og almenna iífsreynslu einstakl- inganna, eins og Adam Smith benti á fyrir þrjú hundruð árum og austurríski hagfræðingurinn Friedrich A. Hayek leiddi enn gildari rök að á þessari öld. Áróður róttæklinganna. Enn verður að minna á eðlilega verkaskiptingu ríkisvalds og einkaframtaks, því að satt er það, sem Jónas H. Haralz hagfræðing- ur sagði í fyrirlestri á aðalfundi Vinnuveitendasambandsins 1977, að „skilningur á eðli atvinnustarf- semi og þeim lögmálum, sem þar ríkja, hefur sjaldan verið minni, og beinn fjandskapur í garð fyrirtækja og stjórnenda þeirra sjaldan meiri". Vegna róttæklingaáróð- ursins hefur sönnunarbyrðin færzt frá ríkisvaldinu til einkaframtaks- ins. Menn spyrja, þegar leysa á einhvern vanda: „Hvers vegna ekki ríkið?“ — en þeir eiga auðvit- að að spyrja: „Hvers vegna ríkið?" Spurningarmerkið er á röngum stað. Og róttæklingarnir hafa komið óorði á gróðamarkmiðið, þó að það sé vegna keppni sinnar að hámarksgróða, að atvinnurekend- ur fullnægja bezt þörfum neytend- anna, því að hámarksgróðann fá þeir með því að framleiða sem auðseljanlegasta vöru á sem ódýrastan hátt. Samkeppnin á markaðnum virkjar þannig gróða- hvötina í almannaþágu. Við það átti Adam Smith, þegar hann ræddi um ,,hina,ósýnilegu hönd“. Ekkert er við því að segja með frjálsri þjóð, að róttæklingarnir boði sjálfir hugmyndir sínar, gefi út rit Marx og Leníns og deili á einkaframtakið í blöðum sínum og tímaritum, Þjóðviljanum, Tímariti Máls og menningar og Rétti. Hitt er verra, að kennslubækur í skól- um eru fullar af áróðri gegn at- vinnurekendum og einkaframtaki. Ég hef gagnrýnt tvær þeirra í Morgunblaðinu, Samfélagsfræði eftir Gísla Pálsson og Hugsun og veruleika eftir Pál Skúlason, en þær eru til margar fleiri. Róttækl- ingaáróðurinn er einnig þar, sem hans á þó sízt að vera von. Ég tek það til dæmis, að elzta og virðu- legasta bókafélag landsins, Hið íslenzka bókmenntafélag, hefur einungis gefið út eina bók eftir hagfræðing í röð Lærdómsrita sinna. Hún var Iðnríki okkar daga eftir ríkisafskiptasinnann John Kenneth Galbraith, sem nýtur lít- illar virðingar fræðimanna, þótt hann sé vinsæll af almenningi fyrir hin skemmtilegu skrif sín gegn einkaframtakinu. Ritstjóri Lær- dómsritanna er Þorsteinn Gylfa- son B.A., en það kom sér vel fyrir Gylfa Þ. Gíslason, fyrrverandi for- mann Alþýðuflokksins, að geta vísað til Galbraiths sem „jafnaðar- manns" í bók sinni, Jafnaðar- stefnunni. Hvers vegna var Gail- braith valinn til útgáfu úr hópi hagfræðinga, en hvorki Friedrich A. Hayek né Milton Friedman, sem báðir eru Nóbelsverðlaunahafar í hagfræði og hafa skrifað stuttar og læsilegar bækur, Hayek Leiðina til ánauðar (The Road to Serfdom), Friedman Frelsi og framtak (Capitalism and Freedom)? Kreppt að atvinnurekstri En eiga atvinnurekendur að láta sig þennan áróður, þennan litla skilning, nokkru varða? Varla þarf að spyrja þessarar spurningar, því að allir atvinnurekendur á íslandi vita, að ekki er einungis kreppt að þeim í orði, heldur einnig í verki. Ríkisafskiptin hafa mjög aukizt síðasta áratuginn, atvinnulífið er njörvað niður með bönnum, skatt- heimtan orðin að skattkúgun, verðlagið fær ekki að breytast eftir aðstæðum, og verðbólgan hefur 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.