Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1979, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.07.1979, Blaðsíða 19
Framtöl í vörzlu Skattstofunnar í Reykjavík. Framtöl er hægt að taka upp til endurmats og rannsóknar allt að sex ára gömul. Skattstjórinn í Reykjavík Gestur Steinþórsson. 9) slysatryggingagjald atvinnu- rekenda, 10) lífeyristryggingagjald atvinnurekenda, 11) slysatrygg- ingagjald vegna heimilisgjalda, 12) iðgjald til atvinnutrygginga- sjóðs, 13) launaskattur, 14) og 15) iðnlánasjóðsgjald og iðnaðar- málagjald (bæði í einni tölu), 16) aóstöðugjald og 17) iðnaðar- gjald. Skattstofurnar Landinu er skipt í 9 skattum- dæmi sem hvert um sig hefur sína skattstofu og sinn skattstjóra. Síð- an eru umboðsmenn skattstjóra innan skattumdæmanna hrepp- stjórar í hreppum en í bæjarfélög- um eru umboðsmenn skipaðir af frjármálaráðherra, til 6 ára í senn. Hlutverk umboðsmanna er að taka við framtalsskýrslum og aðstoða við útfyllingu þeirra sé þess óskað og að veita skattstjóra allar þær upþlýsingar sem hann kann að þarfnast. Til að fræðast nánar um starf- semi skattstofanna litum viö inn hjá Skattstofunni í Reykjavík og hittum þar að máli Gest Stein- þórsson, skattstjóra. Á Skattstofu Reykjavíkur vinna nú tæþlega 70 manns. Menntun starfsfólksins er mjög mismun- andi, allt frá barnaskólaprófi til háskólastigs. Gestur taldi að um fimmti hluti starfsmannanna væri háskólamenntaður. Allir starfsmenn skattstofa landsins eiga kost á að fara á sér- stök námskeið sem ríkisskattstjóri heldur. Þau hafa verið haldin nú hin tvö síðustu ár og á þeim er starfsmönnunum kennd ýmis at- riði sem þeir verða að kunna skil á. Útfylling framtala Gestur hvað alltaf vera nokkuð um illa útfyllt framtöl. Þó hélt hann að framteljendur leituðu í vaxandi mæli til fagmanna hvað þetta snerti, t.d. endurskoðenda, við- skiptafræðinga eða lögfræðinga. Þá væri stór hópur sem kæmi á skattstofuna sjálfa og bæði um aðstoð. Reynt er að halda þeim hópi í algjöru lágmarki sökum fólksfæöar í stofnuninni. Mjög margir fá frest til að skila framtölum sínum og er frestur allt- af veittur ef viðkomandi getur gef- ið fullnægjandi ástæður. Þetta er m.a. tekið til greina í veikindatil- fellum og ef fólk getur sýnt fram á að það skorti upplýsingar til aó geta lokið við að fylla framtalið út. Það er t.d. mikið vandamál að margir launagreiðendur skila launamiðum allt of seint þó að í rauninni eigi því að vera lokið 19. janúar ár hvert. Framtöl yfirfarin og athuguð. Hið venjulega ferli framtalsins er þannig ef ekkert sérstakt kemur upp: 1) framtölum skilað, 2) framtölin flokkuð eftir nafn- númerum, 3) framtölum skipt í einstaklinga og félög, 4) framtölin skoðuð og gerð hæf til tölvu- skráningar, einnig eru sendar út athugasemdir og fyrirspurnir ef eitthvað finnst athugavert, 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.