Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1979, Blaðsíða 60

Frjáls verslun - 01.07.1979, Blaðsíða 60
stæðufé á gjaldeyrisreikningunum hefur veriö lagt inn í Seðlabankann, sem hefur síðan ávaxtað það með sama hætti og annað fé í gjaldeyrisvarasjóði lands- manna. Hefur því í raun verið 100% innlánsbinding á þessu fé og ekkert af því verið notað til útlána hér innan lands í stað erlends lánsfjár. Frekari þróun Víkjum nú nokkrum orðum að því, hvernig hugsan- legt er að þróa innlendu gjaldeyrisreikningana frekar. Á meöan ætlunin er að viðhalda íslenzku krónunni sem sérstökum gjaldmiðli er Ijóst, að ekki kemur til álita við núverandi aðstæður að heimila sölu gjald- eyris í bönkunum beinlínis til innleggs á gjaldeyris- reikninga. Væri það heimilað mætti búast viö því að stór hluti sparnaðar landsmanna flyttist yfir í þetta form, svo framarlega sem ekki væri um leið boðið upp á fleiri samkeppnishæf sparnaðarform, og að því til- skildu að gengi íslenzku krónunnar væri látið falla til samræmis við verðbólguþróunina innanlands, eins og raunar er óhjákvæmilegt til lengdar. Væri þess þá skammt að þíða, að lögmál brezka hagfræðingsins Greshams um tvo gjaldmiðla, sem eru samtímis í notkun, yrði alls ráðandi. Þá væru saman í umferð „góður" gjaldmiðill (hinn erlendi) og „slæmur" (hinn innlendi), og hinn slæmi væri aðeins notaður sem skiptimiðill í viðskiptum en hvorki sem mælieining né geymsla verömæta. Sú spurning á rétt á sér, hvort hér væri í sjálfu sér um óæskilega þróun að ræða, þ.e. hvort ísland sé í raun og veru gjaldeyrissvæði af hagkvæmustu stærð (optimal currency area), en ekki skal frekar velt vöngum yfir því á þessum vettvangi. Ljóst er að rýmka má á ýmsa lund þær reglur, sem um gjaldeyrisreikningana gilda, enda þótt ekki verði stuðlað að því að allur sparnaður landsmanna hverfi inn á þá eða erlendur gjaldeyrir ýti íslenzku krónunni úr sessi. Burtséð frá minni háttar atriðum, sem byggjast á einföldum ákvörðunum um framkvæmd, eins og fjöldi reikningsgjaldmiðla og hámarksúttektarupphæð, mætti hugsa sér að heimila t.d. útflytjendum vöru og þjónustu að leggja andvirði útflutningsins inn á reikninga þessa. Auðvitað er Ijóst, að stærsti hluti andvirðis útflutnings yrði áfram seldur bönkunum, enda eru afkomumöguleikar útflutningsfyrirtækja hér á landi ekki þess eðlis að þau treystist til að hafa stórar fjárhæðir liggjandi í bönkum. Einmitt vegna þessa ætti að vera óþarfi að meina þessum aðilum að opna reikninga. Til álita kæmi einnig að heimila erlendum aðilum að leggja fé inn á reikninga hér, svo framarlega sem svo yrði búið um hnútana, að slíkt hefði ekki óeðlileg áhrif á peningamagn eða aðra þætti efnahagslífsins. Aðalatriðið er þó að veita almenningi í landinu góða þjónustu og uppfylla þær kröfur, sem gerðar eru nú á tímum. Höfuðforsenda þess er sú, að tryggt sé, að almenningur geti fengiö fé sitt til baka með þeim kjörum, sem um er samið, en það er jafnframt for- senda þess að reikningar þessir nái varanlegri fót- festu. K. Auðunsson h/f byggingavörur Eigum fyrirliggjandi hrein- lætistæki, blöndunartæki, ofnloka, rör og rörafittings, einangrunarhólka, plaströr og plastfittings, ásamt öðrum fylgihlutum til vatns, hita og frárennsiislagna. Termostatiskir ofnlokar frá Þýskalandi K. Auðunsson Langholtsvegi 109 Símar 86088 — 86775 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.