Frjáls verslun - 01.07.1979, Blaðsíða 77
I
esíum og fleiri efni sem finnast í
sementi.
Ekki aðeins lausn
á mengunarvandamáli
Dr. Guðmundur sagði að það
væri misskilningur sem stundum
væri haldið fram, að með því að
nota þetta ryk til sementsfram-
leiðslu væri aðeins verið að leysa
ákveðið mengunarvandamál í
framleiðslu málmblendis. Stað-
reyndin væri sú, að vegna sam-
setningar íslenzka sementsins, en
það væri alkalíríkt, væri íblöndun á
kísilsýru mjög hagkvæm og yki
styrkleika sementsins um
10—20% og jafnvel meir. Enn-
fremur væru minni líkur á því að
alkalískemmdir yrðu í steypu þeg-
ar þannig bætt sement væri notað
með saltmenguðu fylliefni. Reynd-
ar væri hægt að segja að lítil hætta
væri á alkalíefnahvörfum í steypu
eftir að farið er að nota þetta sem-
ent og eftir að þær reglur eru
komnar á sem borgarverkfræð-
ingur í Reykjavík setti um að fylli-
efni úr sjó skyldi þvegið.
Hvaða verkun hefur
kísilrykið?
Hjá SR er tilraunum engan veginn
lokið með notkun kísilryks. Eins og
nú er það flutt frá Grundartanga
með vörubílum en sá flutningsmáti
getur gengið á meðan efnið er
kögglað. Sá ókostur fylgir köggl-
uninni, sem er gerð með því að
bleyta rykið upp og mynda úr því
korn eða köggla, að þannig eru
takmörk fyrir því sett hve miklu ryki
er hægt að blanda í sementið í
kvörnum verksmiðjunnar þar sem
kvarnirnar kólna vegna vatnsinni-
haldsins. Eftir því sem ofnum
Málmblendiverksmiðjunnar væri
lokað meira yrði rykiö grófara og
því auðveldara viðfangs. Við
íblöndun á kísilsýruríkum efnum í
sement, en hingað til hefur líparít
verið notað til þess hjá SR, verður
sementið virkara og efnabinding
þess betri.
Þegar sement og vatn koma
saman í steypu myndast lútur sem
kísilsýran gengur í samband við og
gerir efnahvörfin virkari. Líparítið
Á rannsóknastofu SR er unnið allan sólarhringinn við gæðaeftirlit.
inniheldur 70% kísilsýru en rykið
frá Grundartanga 90%. Rykið er
þó mun virkara efni og hagkvæm-
ara í notkun. Líparítnámið á vegum
SR mun minnka töluvert og við það
sparast fé. Hver endanleg hag-
kvæmni af notkun kísilryksins yrði
fyrir SR sagðist Dr. Guðmundur
ekki geta sagt um á þessu stigi
málsins þar sem eftir væri að
semja um verð á því til Sements-
verksmiðjunnar.
Sementsrannsóknir SR og Rb
í blaðaskrifum og umræðum um
steypuskemmdir að undanförnu
virðist sem einhver misskilningur
hafi orðið á því hvernig rannsókn-
um á sementi væri háttað. Dr.
Guðmundur sagði að rannsóknir
SR væru kerfisbundnar sem liður í
gæðaeftirliti verksmiðjunnar og
væri unnið að þeim á rannsókna-
stofu SR allan sólarhringinn.
Þessar rannsóknir væru yfirgrips-
meiri en þær rannsóknir á sementi
sem Rannsóknastofa byggingar-
iðnaðarins framkvæmdi. Það væri
ekki rétt sem hefði komið fram í
blaðagreinum að Rb annaðist
sementsrannsóknir fyrir Sements-
verksmiðjuna og fengi á móti svo-
kallað sementsgjald, eða hlut af
því. Þarna væri ekkert samband á
milli þar sem sementsgjaldið rynni
til fleiri rannsóknastofnana og því
væri fyrst og fremst ætlað að
tryggja markaðar tekjur til rann-
sóknastarfsemi í landinu. Sem-
entsrannsóknir Rb framkvæmdi
hún fyrir Steinsteypunefnd, en í
henni eiga sæti fulltrúar margra
þeirra stofnana og fyrirtækja sem
annast byggingar og verklegar
framkvæmdir.
Þá sagði Dr. Guðmundur að það
hefði verið þekkt staðreynd allar
götur síðan Sementsverksmiðjan
hóf framleiðslu, að hér væri um að
ræða sement með háu alkalíinni-
haldi. Af þeim sökum hafi alla tíð
verið vitað að hætta á alkalí-
skemmdum hafi verið til staðar ef
ekki væri farið eftir ábendingum
SR um meðferð steinsteypu og
gerð hennar. Slíkar ábendingar
hefði SR látið prenta og látið liggja
frammi á sölustöðum um árabil.
Hitt væri svo vandamál, að svo
virtist sem þekking þeirra sem að
steypuvinnu standa sé mjög mis-
munandi, t.d. sé það ekki regla að
múrarar séu yfir þeirri vinnu. Með-
ferð steypu á byggingarstöðum
væri vandaverk og það væri aldrei
nægilega brýnt fyrir fólki að kynna
sér rétta meðferð og þær hættur
sem mistök geta valdið.
styrkleika sementsins
77