Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1979, Blaðsíða 81

Frjáls verslun - 01.07.1979, Blaðsíða 81
efni til frárennslislagna á einum og sama staðnum. Framleiðni — byggingarkostnað- ur Auk þess sem Rörsteypan hf framleiðir öll steypt rör til grunn- lagna og holræsa, þar með taldir brunnar, hafa þeir einnig á boð- stólum steyptar tröppueiningar, rennusteina, kantsteina, brunn- steina og vegghleðslusteina í mis- munandi stærðum. Einar Þ. Vil- hjálmsson sagði það vera dálítið undarlega staðreynd, að Reykja- víkurborg hefði stýrt verðþróun á þessari framleiðslu á undanförn- um árum. Borgin ræki eigin pípu- gerð og svo virtist sem verðlagn- ing Borgarinnar á sinni framleiðslu hefði gilt fyrir iðnaðarfyrirtækin á þessu sviði. Þetta væri, að hans mati mjög óeðlilegt vegna þess að pípugerð Borgarinnar væri alls ekki með fullkomnustu tækin til þessarar framleiðslu, en eðlilegt væri aö framleiönin stýrði verð- þróuninni. Einar benti t.d. á að Rörsteypan hf gæti boðið hol- ræsarör á lægra verði en Borgin setti upp fyrir sína framleiðslu. Hinsvegar hefði Borgin komið sér upp einokunaraðstöóu á þann hátt að gera það að skilyrði við útboð á holræsalögnum, aö efni frá pípu- gerð Borgarinnar væri notað. Jafnvel þótt Rörsteypan hf gæti framleitt þau rör á hagkvæmari hátt, vegna mun fullkomnari véla, væru skattgreiðendur látnir borga meira fyrir holræsin en þeir þyrftu vegna lítillar framleiðni í fyrirtæki Borgarinnar. Við þessar aðstæður sagðist Einar ekki geta komið auga á neitt sem réttlætti tilveru Pípugerðar Reykjavíkurborgar, — hún stæðist ekki samkeppni á frjálsum markaði. Lóðasjóður og fyrirtækjaflótti Einar Þ. Vilhjálmsson kvað Lóða- sjóö Reykjavíkurborgar vera gott dæmi um aðferðir til þess að hrekja iðnfyrirtæki frá Reykjavík. Húsbyggjendur eiga kost á láni í formi skuldabréfs til tveggja og hálfs árs, taki þeir út vörur frá framleiðslufyrirtækjum Reykjavík- urborgar til frágangs á lóðum. Þannig væri verið að bjóða dýrari vörur með greiðsluskilmálum, sem ekkert fyrirtæki á frjálsum markaði gæti boðið. Með láni úr Lóðasjóði gæti Borgin greitt niður dýr rör frá sinni eigin pípugerð. Á sama tíma og þessir viðskiptahættir eru látnir viðgangast er haldinn hver fund- urinn af öðrum vegna þess vanda, sem fyrirtækjaflóttinn frá höfuð- borginni er orðinn. Plastið mun ekki leysa steypuna af hólmi Eins og kunnugt er hafa plaströr til frárennslislagna komió á markað- inn á undanförnum árum og nú síðast til grunnlagna. ,,Sumir virð- ast halda að plastið muni ryðja steyptum rörum út af markaðin- um", sagði Einar. ,,Þetta er mis- skilningur. Þótt undarlegt hljóti að teljast eru komnar alls konar regl- ur um frárennslislagnir, sem bein- línis eru settar vegna tilkomu plastsins, sem engin teljandi reynsla er komin á í landinu. Þannig er t.d. komin upp sú regla, að þar sem 4 tommu plaströr er leyft, er þess krafist að samsvar- andi steypurör sér 6 tommur. Að baki þessarar reglu er heimatilbú- in fullyrðing um að rennslismót- staða sér meiri í steinröri en plast- röri, atriði sem ekki fær staðist samkvæmt niðurstöðum margra tilrauna t.d. við Tækniháskólann í Þrándheimi. Á Norðurlöndunum er viðurkennt að frárennslislagnir úr steypurörum eru mun ódýrari en sambærilegar lagnir úr plasti, þegar upp er staðið. Gæði og endingu lagna úr steypurörum þekkjum við og vitum að er full- nægjandi, sambærileg reynslu af grunnlögnum úr plasti höfum við, á hinn bóginn ekki fyrir hendi. Það er engin furða þótt fólk haldi að plastið sé tekið við, — opinberar stofnanir hafa jafnvel tekið að sér að halda skipuleg sölunámskeið fyrir plaströr þar sem látið er að því liggja, að plaströr séu það eina sem stenzt kröfur tímans. Stað- reyndin er sú, að grunnlagnir úr steypurörum, sem þétt eru með gúmhringjum, eru ódýrari þegar öllu er á botninn hvolft auk þess sem þau spara þjóðinni gjaldeyri. — Ég hef ekki heyrt að Iðntækni- stofnum íslands sé með námskeið í bígerð þar sem notkun, þétting, hagkvæmni, ending og sparnaður við notkun gúmþéttra grunnlagna úr steypu verður tynnt fyrir pípu- lagningarmönnum og fleirum, en ég á ekki von á öðru en að þeir haldi slíkt námskeið — annað væri óeðlilegt", sagði Einar Þ. Vil- hjálmsson að lokum. Hver selur hvað? Þegar þu þarft að afla þér upplýsinga um hver hafi umboð fyrir ákveðna vóru eða selji hana þá er svarið að finna i ISLENSK FYRIRTÆKI sem birtir skrá yfir umboðsmenn vöruflokka og þjónustu sem islensk fyrirtaeki bjóða upp á. Sláið upp í ÍSLENSK FYRIRTÆKI og finnið svarið. ÍSLENSK FYRIRTÆKI Ármúla 18. Símar 82300 og 82302 V__________________J 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.