Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1979, Blaðsíða 40

Frjáls verslun - 01.07.1979, Blaðsíða 40
Glöggt er gestsaugaö: Bandariskir - markaðsráðgjafar segja íslenskum fram- leiðendum til syndanna I maímánuði 1976 komu hingað til lands tveir bandarískir markaðsráðgjaf- ar, Frederic S. Gluthe og Phillips G. Terhune, vegna fyrirhugaðrar opnunar á skrifstofu Sölustofnunar lagmetis vestan hafs. Bandaríkjamennirnir könnuðu sérstaklega aðstæður hjá íslenzkum lagmetisverksmiðjum, en áttu ennfremur viðræður við fulltrúa vlðsklptaráóuneytis, bankastofnana og I ýmlssa fyrirtækja, sem stunda útflutningsstarfsemi. Eftir heimsókn sína gerðu þeir ítarlega skýrslu, þarsem fram koma margvíslegar athugasemdlr um það sem betur mætti fara í tilraunum íslendlnga til markaðsöflunar fyrir afurðir sínar vestan hafs. Einnig setja þeir fram hugmyndir um alls kyns nýjungar, sem þeir telja fært að reyna á bandarískum markaði eftir að nauðsynlegum undirbúningsþáttum væri lokið. Það er fróðlegt að kynna sér þessa skýrslu og verður hér á eftir gerð nokkur grein fyrir ábendingum hinna bandarísku sérfræðinga. Loðnuhrogn í kavíar handa köttum! — Þaö virðist vera óhemjumagn fyrirliggjandi af bæði loðnu og spærling segja Bandaríkjamennirnir. Það ætti þó ekki að nota enska heitiðNorway Pout fyrir spærling til útflutnings. ívar Guðmundsson, viðskiptafulltrúi í New York hefur lagt til að fiskurinn verði kallaður ,,pínuþorskur‘‘ Mini-Cod, þarsem hann er hvort eð er af þorskfiskaættinni. Kattafæðumarkaðurinn í Bandaríkjunum getur hugsanlega boðið upp á stórkostlega möguleika. Það er talið að í landinu séu yfir 27 milljón kettir. Þar að auki hafa Bandaríkjamenn tilhneigingu til að spilla köttum sínum með óvenjumikilli athygli og dekri. Þarna er um að ræða ýmsa möguleika, sem snerta sölu á loðnu og kolmunna. Sérstaklega bæri að at- huga loðnuhrogn, sem nóg ertil af. Þau gætu hentað í sérrétti eins og „kavíar fyrir ketti“. Við báðum Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins að gera tilraun með þetta og munum síðan gera athuganir til að ganga úr skugga um hvort amerískir kettir kunna að meta vöruna! Murta ræktuð í gróðurhúsum? Eins og sakir standa er aðeins hægt að veiða murtuna á þrem vikum á vissum árstíma vegna gots- ins og aðstæðna við heimkynni hennar. Það gerir málið enn erfiðara að árleg veiði getur verið einhvers staðar á bilinu frá 20 þús. tonnum upp í 90 þús. Þess vegna er erfitt að gera spár um framleiðslugetuna. Þarna á sannarlega við hið fornkveðna: „Úrvals gæði — takmarkað framboð", sem ættu að verða eink- unnarorð fyrir íslenzkar framleiðsluvörur. Samt teljum við að eitthvað eigi að reyna til að tryggja stöðugra framboð þessarar vöru. í viðræðum okkar við fulltrúa Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins ræddum við möguleika á að rækta murtu í gróðurhúsum. Þá myndi jarðvarminn verða nýttur til að koma upp murtustofni, sem síðan skapaði skilyrði til að fá meiri stöðugleika í framleiðsluna. Á þetta atriði var minnzt við ýmsa aðra og við teljum að Sölustofnun lagmetis ætti aö kanna málið strax. Umbúðir ekki samkvæmt regium Það eru enn nokkur vandamál viðvíkjandi umbúð- um um murtu, að því er tekur til myndarinnar á þeim. Varan er ekki sýnd eins og hún er raunverulega í umbúðunum. Þetta ætti að lagfæra fyrir Bandaríkja- markað og aó því er okkur skilst er þegar unnið að því. 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.