Frjáls verslun - 01.07.1979, Síða 19
Framtöl í vörzlu Skattstofunnar í Reykjavík. Framtöl er hægt að taka
upp til endurmats og rannsóknar allt að sex ára gömul.
Skattstjórinn í Reykjavík Gestur
Steinþórsson.
9) slysatryggingagjald atvinnu-
rekenda, 10) lífeyristryggingagjald
atvinnurekenda, 11) slysatrygg-
ingagjald vegna heimilisgjalda,
12) iðgjald til atvinnutrygginga-
sjóðs, 13) launaskattur, 14) og
15) iðnlánasjóðsgjald og iðnaðar-
málagjald (bæði í einni tölu),
16) aóstöðugjald og 17) iðnaðar-
gjald.
Skattstofurnar
Landinu er skipt í 9 skattum-
dæmi sem hvert um sig hefur sína
skattstofu og sinn skattstjóra. Síð-
an eru umboðsmenn skattstjóra
innan skattumdæmanna hrepp-
stjórar í hreppum en í bæjarfélög-
um eru umboðsmenn skipaðir af
frjármálaráðherra, til 6 ára í senn.
Hlutverk umboðsmanna er að taka
við framtalsskýrslum og aðstoða
við útfyllingu þeirra sé þess óskað
og að veita skattstjóra allar þær
upþlýsingar sem hann kann að
þarfnast.
Til að fræðast nánar um starf-
semi skattstofanna litum viö inn
hjá Skattstofunni í Reykjavík og
hittum þar að máli Gest Stein-
þórsson, skattstjóra.
Á Skattstofu Reykjavíkur vinna
nú tæþlega 70 manns. Menntun
starfsfólksins er mjög mismun-
andi, allt frá barnaskólaprófi til
háskólastigs. Gestur taldi að um
fimmti hluti starfsmannanna væri
háskólamenntaður.
Allir starfsmenn skattstofa
landsins eiga kost á að fara á sér-
stök námskeið sem ríkisskattstjóri
heldur. Þau hafa verið haldin nú
hin tvö síðustu ár og á þeim er
starfsmönnunum kennd ýmis at-
riði sem þeir verða að kunna skil á.
Útfylling framtala
Gestur hvað alltaf vera nokkuð
um illa útfyllt framtöl. Þó hélt hann
að framteljendur leituðu í vaxandi
mæli til fagmanna hvað þetta
snerti, t.d. endurskoðenda, við-
skiptafræðinga eða lögfræðinga.
Þá væri stór hópur sem kæmi á
skattstofuna sjálfa og bæði um
aðstoð. Reynt er að halda þeim
hópi í algjöru lágmarki sökum
fólksfæöar í stofnuninni.
Mjög margir fá frest til að skila
framtölum sínum og er frestur allt-
af veittur ef viðkomandi getur gef-
ið fullnægjandi ástæður. Þetta er
m.a. tekið til greina í veikindatil-
fellum og ef fólk getur sýnt fram á
að það skorti upplýsingar til aó
geta lokið við að fylla framtalið út.
Það er t.d. mikið vandamál að
margir launagreiðendur skila
launamiðum allt of seint þó að í
rauninni eigi því að vera lokið 19.
janúar ár hvert.
Framtöl yfirfarin og athuguð.
Hið venjulega ferli framtalsins er
þannig ef ekkert sérstakt kemur
upp: 1) framtölum skilað,
2) framtölin flokkuð eftir nafn-
númerum, 3) framtölum skipt í
einstaklinga og félög, 4) framtölin
skoðuð og gerð hæf til tölvu-
skráningar, einnig eru sendar út
athugasemdir og fyrirspurnir ef
eitthvað finnst athugavert,
19