Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1979, Qupperneq 8

Frjáls verslun - 01.07.1979, Qupperneq 8
áfangar Davíð Oddsson hefur verið skipaður forstjóri Sjúkrasamlags Reykjavíkur frá 1. júní s.l. Hann var settur forstjóri samlagsins 1. ágúst í fyrra, er þáverandi forstjóri, Gunnar Möller, sem verið hefur forstjóri í u.þ.b. 40 ár var settur forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins. — Rekstrarkostnaður sjúkrasamlagsins er að 85% leyti greiddur af ríkinu og að 15% hluta af Reykjavíkurborg. Áætlaður rekstrarkostn- aður samlagsins á þessu ári eru um 10 mill- jarðar króna. Allir Reykvíkingar eru sjálfkrafa í sjúkrasamlagi Reykjavíkur og allflestir læknar í Reykjavík, sagði Davíð Oddsson. Davíð er fæddur í Reykjavík 17. janúar 1948. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1970, og lauk prófi í lögfræöi frá Há- skóla íslands 1976. Eftir að Dvíö lauk lögfræöiprófi varð hann skrifstofustjóri Sjúkrasamlags Reykjavíkur. I borgarstjórnarkosningunum 1974 var Davíð Oddsson kosinn fulltrúi Sjálfstæöisflokksins í borgarstjórn, og hefur hann átt sæti í henni síðan. Davíð á einnig sæti í framkvæmdaráði Reykjavíkurborgar, Æskulýðsráði Reykjavíkur og fræðsluráði. Sigfinnur Sigurðsson, hagfræðingur, tók viö starfi hagfræðings hjá Verslunarmannafélagi Reykjavíkur 1. júlí s.l. Sigfinnur er fæddur 16. febrúar 1937 í Stykkishólmi. Hann varð stúdent frá Mennta- skólanum á Akureyri 1957. Að stúdentsprófi loknu stundaði hann háskólanám í Marburg og síðar Köln í Vestur-Þýskalandi og lauk þaðan prófi í þjóðhagfræði í desember 1963. Að námi loknu hóf Sigfinnur störf hjá Reykjavíkurborg og varð hann borgarhag- fræðingur 1967. Um þriggja ára skeið eða frá 1972—1975 var Sigfinnur framkvæmdastjóri samtaka sveitarfélaga í Suðurlandskjördæmi, og um tíma, 1975—76 var hann bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Sigfinnur Sigurðsson hefur einnig starfað að félagsmálum. Hann var í stjórn starfsmannafé- lags Reykjavíkurborgar 1965—1972 og var varaformaður BSRB á árunum 1966—1972. Síðastliðin tvö ár eða svo hefur Sigfinnur starfað sem ráðgefandi hagfræðingur. — Starf hagfræðings Verslunarmannafé- lags Reykjavíkur er einkum fólgið í því aö vinna að kjarasamningum og upplýsingastarfsemi um efnahagsmál, sagði Sigfinnur Sigurðsson nýráðinn hagfræðingur VR. Verslunarmannafélag Reykjavíkur er stærsta verkalýðsfélag á landinu, en félagsmenn eru milli 8 og 9 þúsund. VR er jafnframt eitt elsta starfandi verkalýðsfélagið hér á landi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.