Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1979, Page 18

Frjáls verslun - 01.08.1979, Page 18
innlent Þorbjörg auglýsingastjóri: „Stjórn- málin erfiðust viðfangs." Núverandi auglýsingareglur eru síðan 1. mars 1976. í fyrstu grein er fjallað um að auglýsingar skuli vera „látlaust orðaöar, lausar við skrum og hæpnar fullyrðing- ar. . .“. í annarri grein erfjallað um að auglýsingar skuli aðeins lesnar á ákveðnum tímum, nema um auglýsingar frá Ríkisútvarpinu sé að ræða eða neyðartilkynningar. Auglýsingaverð í þriðju grein er fjallað um gjald fyrir auglýsingar, en ráðherra ákveður það að fengnum tillögum útvarpsstjóra og útvarpsráðs. Gjald fyrir auglýsingar er mælt í oröum og kostar orðið 470 krónur í morguntíma og miðdegistíma. í hádegisútvarpi og fyrir kvöldfréttir kostar orðið 550 krónur og í tím- anum eftir kvöldfréttir kostar orðið 1.100 krónur. Talið er eðlilegt að þulur lesi um hundrað orð á mín- útu og er því verð á mínútu í þess- um tíma nærri því sem er í sjón- varpi. Nokkru getur þó munað á lestrarhraða, eftir eðli auglýsing- anna og hver þulur er. Sennilega er engin auglýsingastofnun í víöri veröld, sem þarf að fylgja jafn ströngum og flóknum reglum og auglýsingadeild útvarpsins. Um störf hennar gilda reglur, sem útvarpsstjóri setur, en auk þess hefur út- varpsráð afskipti af störfum hennar og loks koma oft fyrir vafaatriði, sem skera verður úr, dag frá degi. Að auki skapast hefðir um rekstur hennar, sem móta starfsemina. í fjórðu grein er fjallað um ábyrgð auglýsenda á auglýsingum sínum. í fimmtu grein er fjallað um ýmsar takmarkanir, sem auglýs- endum eru settar. Þar segir að reynt skuli að haga efni þeirra og lengd eftir óskum auglýsenda en þeim skuli hafnað af nokkrum ástæðum. í 1. lið greinarinnar segir að það skuli gert ef þær brjóta í bága við lög. Ádeila og hlutdrægni I öðrum lið 5. greinar kemur að þeim atriðum, sem oft er erfiðast að fást við. Hann hljómar þannig: ,,Ef auglýsing (eða heiti auglýs- anda) er mengaö ádeilu eða hlut- drægniumsögn um stjórnmála- flokka, stefnur í almennum málum, félagsheildir, stofnanir eða ein- staka menn . . .“ Þorbjörg Guðmundsdóttir, aug- lýsingastjóri segir meðal annars: „Erfiðast af öllu er að skera úr málum, sem snerta stjórnmál. Stjórnmálamenn hafa annað mat á sínum málefnum en við og telja það yfirleitt pólitíska andstöðu við sig, ef ekki má birta tiltekna aug- lýsingu". Sem dæmi má taka að það var ekki talið eðlilegt að auglýsa grein í Þjóðviljanum, með fyrirsögninni „Sigurður vill ryðja öllu í burtu, í Flóknar ri 18

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.