Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1979, Page 25

Frjáls verslun - 01.08.1979, Page 25
seðlaprentun og að menn viti það og trúi því. Menn verða líka að skilja það, að þeir koma ekki í veg fyrir atvinnu- leysi, þegar til lengdar lætur, með því að halda verðbólgu áfram. Valið er ekki raunverulega um verðbólgu og fulla atvinnu annars vegar og stöðugt verðlag og at- vinnuleysi hinsvegar. Undirrót at- vinnuleysis er, að maður gerir sér rangar hugmyndir um verð vinnu- afls síns: hann kýs heldur að ganga um atvinnulaus en taka til- boði um atvinnu á lágu verði". Er séreignarskipulagið, sem þú styður, ekki skipulag hinnar grimmu samkeppni? „Öðru nær. Séreignarkerfið er í rauninni mildilegra og friðsam- legra en sameignarkerfið vegna samkeppninnar og hinna frjálsu viðskipta. Þinn gróði er ekki mitt tap, því að þú þarft ekki að skipta viö mig, nema þú sjáir þér hag í því. Auðvitað eru til undantekn- ingar, en þær eru ekki röksemdir gegn þessu lögmáli. Kjarni máls- ins er, að ég legg harðar að mér í séreignarkerfinu, ef ég ætla að bæta kjör mín. En í sameignarkerfi er allt í einum sjóð eða einni köku, og henni á að skipta, svo að allir eru óvinir, ég fæ minna af kökunni, ef þú færð meira. Þessi er munur- inn á skiptingu ríkisins og vió- skiptum á markaði. Þessi skipting kökunnar veldur eilífri óánægju og ófriöi. Valfrelsið léttir þrýstingi af í þjóðlífinu, ef svo má segja. Við getum tekió samskipti kynþátt- anna f Bandaríkjunum til dæmis. Þaö kemur hvíta manninum ekki við, þó að svarti maóurinn kaupi bifreið sömu geróar og hann á. En hann verður æfur — ef hann er ófullkominn og hleypidómafullur eins og flestir menn eru — þegar svarti maðurinn sendir börnin sín í sömu skólana og börnin hans sækja. Bifreiðarnar eru seldar á markaði en ekki skólagangan. Raunveruleg átök verða til, þegar almennar ákvarðanir ríkisins taka við af einstökum ákvörðunum ein- staklinganna á markaðnum, með öðrum orðum, þegar skipting tek- ur við af frjálsum viðskiptum og raunverulegri verðmætasköpun. Einkaframtaksmenn skipta ekki kökunni, heldur baka hana“. FYLGIST MEÐ EFNAHAGSMÁLUM í HAGTÖLUM MÁNAÐARINS birtast töflur um: • PENINGAMÁL • GREIÐSLUJÖFNUÐ • UTANRÍKISVIÐSKIPTI • RIKISFJÁRMÁL • FRAMLEIÐSLU OG FJÁRFESTINGU og fleira. Gerist áskrifendur. Hagfræðideild Hafnarstrætí 10-12. -tktx&P Sími 20500. 25

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.