Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1979, Side 46

Frjáls verslun - 01.08.1979, Side 46
samtídarmadur Hjalti Geir Kristjánsson: „Helmingur húsgagna- framleiðslunnar þarf að fara á erlendan markað” — Lagði íslenzkur almenningur áherzlu á að búa híbýli sín hentugum og smekklegum húsgögnum, þegar Kristján Siggeirsson hóf verzlun með húsgögn fyrir sextíu árum eða var það aðeins á færi hinna efnameiri þá? Hvaða gerðir húsgagna vildi fólk helzt eignast? — Hjalti Geir: Fyrir 60 árum voru híbýli manna miklu minni en nú tíðkast auk þess sem lifnaöarhættir hafa breytzt. Þannig var t.d. borðstofan aðalíveru- staður — miðpunktur — heimilisins, og þess vegna var mikil áherzla lögð á húsgögn þess herbergis. Eldhús voru minni, skápapláss lítið og að jafnaði ekki gert ráð fyrir því að matazt væri í eldhúsi. Borðstofu- húsgögn voru mun viðameiri en í dag. Þær tegundir húsgagna, sem fólk helzt eignaðist, voru svefnher- bergishúsgögn og borðstofuh'úsgögn. Sama máli gegndi um svefnherbergishúsgögn, engir skápar voru í svefnherbergjum nema þeir sem tilheyrðu hús- gögnunum. Húsgagnakaup voru mjög almenn og fólk lagði áherzlu á að búa heimili sín hentugum hús- gögnum. Á þessum árum var innflutningur húsgagna frjáls. Mest var keyþt frá Danmörku, Svíþjóð og Þýzkalandi og i'tengslum við verzlun Kristjáns Sig- geirssonar var lítið verkstæði til að setja saman hús- gögn, sem flutt voru inn ósamsett. — Hvenær hófst eigin húsgagnaframleiðsla Krist- jáns Siggeirssonar, hvað var verkstæðið stórt fram- an af og hvaða húsgögn voru smíðuð? — Hjalti Geir: Strax á fyrstu árum fyrirtækisins hóf það framleiðslu á húsgögnum, og var verkstæðið í bakhúsum við Laugaveg 13. Unnu þar 10—15 menn við húsgagnaframleiðslu. Þær tegundir, sem fram- leiddar voru, voru ýmsar tegundir af stofuskápum, kommóðum, grindum fyrir sófasett o.fl., því að bólstrun var einn þáttur starfseminnar. Einnig var á Hús Kristjáns Siggeirssonar hf. — Laugavegur13.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.