Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1979, Page 76

Frjáls verslun - 01.08.1979, Page 76
Esjuberg er staðsett að Suðurlandsbraut 2 eða nánar tiltekið í Hótel Esju. Fullyrða má að staðurinn sé einn vinsælasti matsölu- staður í Reykjavík og hefur verið það allt frá stofnun hans, 15. október, 1975. Að sögn Ragnars Lárussonar, yfirmatsveins, starfa um 50 manns á Esjubergi yfir há- annatímann, á sumrum, en nokkru færri á veturna. Á boðstólum eru grillréttir og buffsteikur og fleira í þeim dúr og einnig kökur og smurt þrauð, fyrir utan sér- stakan morgunmat. Þá er daglega boðið upp á rétti dagsins en þeir eru á verð- inu 2—3000 krónur. Þá er framreiddur veislumatur á 2. hæð en þar eru salir leigðir út til fundar- og veisluhalda. ,,Þarna getur fólk fengið góða dinnera" sagði Ragn- ar. Loks er Skálafell, sem er bar á efstu hæö hótelsins, í umsjá eldhússins niðri, hvað varðar smurt brauð og forrétti ýmiskonar. Viðskiptavinir á Esju- bergi?: ,,Það er t.a.m. fólk sem kemur í hádeginu úr vinnunni, skrifstofufólk og erlendir gestir. Nú, síðan al- menningur ef svo má segja, t.d. fjölskyldufólk, utanbæj- arfólk, sem aðallega kemur þó á veturna, og síöan hóp- ar úr öllum áttum. Annars er ekki hægt að telja svona upp, því að viðskiptavinir okkar eru það margvísleg- ir." Ragnar taldi sérstöðu Esjubergs vera: Nr. 1 hröð afgreiðsla og góður matur. Þá væri salurinn mjög góður en hann tekur um 240 manns og umhverfið skemmtilegt. Létt vín standa gestum til boða með matn- um. Esjuberg i Hamborgarar á færíbandí Þú bíður ekki meðan við steikjum borgarann þinn. Hann bíður þín fullsteiktur, heitur og ilmandi og þú borðar á staðnum eða þínum stað. Þess vegna: Skyndibitastaður BORGARINN SKYNDIBITASTAÐUR LÆK JARTORGI BORQflRINN •.F.Tll.'ÍBHÁ'tlfeM !i-

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.