Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1980, Síða 3

Frjáls verslun - 01.01.1980, Síða 3
frjáls verz/un 1. tbl. 1980 Sérrit um efnahags-, viöskipta- og atvinnumál. Stofnaö 1939. Útgefandi Frjálst framtak hf. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Jóhann Briem. RITSTJÓRI: Markús Örn Antonsson. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Pétur J. Eiríksson. FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Ingvar Hallsteinsson. BLAÐAMENN: Sigurður Sigurðarson. Tómas Þór Tómasson. AUGLÝSINGADEILD: Linda Hreggviðsdóttir. Guðný Árnadóttir. LJÓSMYNDIR: Loftur Ásgeirsson. ÚTLITSHÖNNUN: Birgir Andrésson. SKRIF&TOFUSTJÓRN: Anna Kristín Traustadóttir. Anna Lísa Sigurjónsdóttir. Martha Eiríksdóttir. Tímaritiö er gefiö ut í samvinnu viö samtök verzlunar- og athafnamanna. Skrifstofa og afgreiösla: Ármúla 18. Simar 82300 — 82302. Auglýsingasími: 82440. SETNING OG PRENTUN: Prentstofa G. Benediktssonar. BÓKBAND: Félagsbókbandið hf. LITGREINING Á KÁPU: Korpus hf. PRENTUNÁKÁPU: Prenttækni hf. Öll réttindi áskilin varöandi efni og myndir FRJÁLS VERZLUN er ekki ríkis- styrkt blað. Til lesenda... Að undanförnu hafa tvö dagblöð, Alþýðu- blaðið og Þjóðviljinn gert blaðaútgáfu á íslandi að umraeðuefni. Má raunar rekja þessar umræður til leiðara, er birtist í 11. tbl. Frjálsrar verzlunar um Alþýðu- blaðið. Taldi ritstjóri Alþýðublaðsins æskilegt að Frjáls verzlun greiddi söluskatt, blað, sem væri svo óprúttið að fjallaum þau ó- geðfelldu vinnubrögð, sem rekstur Alþýðu- blaðsins byggist á í dag. Ritstjórinn hefur nú fengið svarið. Það kom í Þjóðviljanum frá starfsmanni fjár- málaráðuneytisins. Sagði hann að dagblöð og blöð, sem birta fræðsluefni og upplýs- ingar væru undanþegin söluskatti en hins vegar greiddu afþreyingarblöð söluskatt. Afþreyingarblað Alþýðublaðsins, Helgar- pósturinn, greiðir ekki söluskatt. Viku- blaðið Fólk og Tízkublaðið Líf greiða aftur á móti söluskatt. Mismunurinn er aðeins fólginn í því, að tvö mismunandi útgáfufyrirtæki gefa blöðin út. Davíð Scheving Thorsteinsson sagði, að starfsmönnum tveggja hlutafélaga væri mismunað af hinu opinbera varðandi kaup á öli í Fríhöfninni. Það væri rangt og það ætti að laga. í dag er útgáfufyrirtækjum stórlega mis- munað. Útgáfufyrirtæki, sem gefa út dag- blöð greiða ekki aðstöðugjöld. Þau njóta ennfremur fríðinda hvað varðar póstburð- argjöld og símagjöld auk ríkisstyxks, hvort sem þau þurfa á honum að halda eða ekki. Starfsmenn þessara útgáfufyrirtækja eru í sömu stéttarfélögum. Starfsemi þeirra er eins. Þeim er mismunað, þó að allir eigi að sitja við sama borð. 3

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.