Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1980, Page 6

Frjáls verslun - 01.01.1980, Page 6
áfangan Emil Guðmundsson var nýlega ráðinn hótelstjóri á Hótel Lottleiöum. Emil er fæddur hinn 31. júlí 1933 á Akranesi. Hann hóf snemma störf hjá Loftleiðum. Hinn fyrsta apríl 1956 réðst hann sem afgreiöslu- maður til Loftleiða og stuttu síðar var hann ráðinn í farmiðasölu. Árið 1957 var hann ráðinn sem vaktstjóri á Reykjavíkurflugvelli og 1960 hóf hann störf sem stöðvarstjóri á Kastrup- flugvelli og starfaði þar -fram á árið 1966 er hann kom heim og varð móttökustjóri og síðar aðstoðarhótelstjóri Hótels Loftleiða. Hinn fyrsta júlí s.l. varð hann síðan hótelstjóri. Emil var spurður um nýtingu hótelsins í vetur og á komandi sumri, — hvort yfirflug Flugleiða hafi þar ekki áhrif: ,,Það hefur það í vetur, vet- urnir eru yfirleitt daufir, en það er ákaflega bjart framundan hjá okkur. Pantanir hafa verið mikl- ar og við búumst við því að komandi sumar verði langmesta ráðstefnusumarið sem komið hefur á Hótel Loftleiðum '' Emil nefndi nokkur dæmi um þau þing og ráðstefnur sem fyrirhugað væri að halda í hótelinu í vor og sumar. Norðurlandaráð verður með fundi í mars, alþjóölegt námskeið leið- sögumanna verður haldið í apríl, samnorrænt fóstrunámskeið í apríl, þing lyfjaframleiðenda verður í maí, barnalæknar á Norðurlöndum þinga, norrænir veðurfræðingar, norrænir taugalæknar og svo mætti lengi áfram telja. Emil nefndi það að síðan 1967, þegar fyrst var farið að halda þing á Loftleiðahótelinu, hefði aldrei orðið svona mikil aukning. Það væri því bjart framundan, alla vega fram á haust. Finnur Torfi Stefánsson var fyrir skömmu ráðinn í embætti umboðsfulltrúa í dómsmála- ráðuneytinu. Finnur Torfi er fæddur 20. mars 1947. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1967 og lagaprófi frá Háskóla íslands 1973. Tveimur árum síöar lauk hann prófi í stjórnmálafræðum frá háskólanum í Manch- ester. Sama ár, 1975, hóf hann störf sem lög- fræðingur hjá Hagtryggingu h.f , en ári síðar opnaði hann eigin lögfræðiskrifstofu, sem hann rak þar til hann var kosinn á þing fyrir Alþýðuflokkinn í Norðurlandskjördæmi vestra, 1978. í þingkosningunum í desember sl. féll Finnur Torfi síðan út af þingi. ,,Starf umþoðsfulltrúa verður byggt upp með hliðsjón af starfi ,,ombudsmand‘‘ í Danmörku," sagði Finnur Torfi í stuttu spjalli við Frjálsa verslun. ,,Til að byrja með verður starf um- boðsfulltrúans nokkru þrengra og fjallar nú aðeins um þau málefni sem falla undir dóms- málaráðuneytiö. Ég svara erindum fólks, sem telur á sinn hluta hafa verið gengið í samskipt- um við ríkið, og veiti einnig lögfræðilegar leið- beiningar." Finnur Torfi sagðist hafa orðið þess greini- lega var, af reynslu þessara fyrstu daga sinna í starfinu að eftirspurnin væri mjög mikil, og því full þörf fyrir það. 6

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.