Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1980, Qupperneq 6

Frjáls verslun - 01.01.1980, Qupperneq 6
áfangan Emil Guðmundsson var nýlega ráðinn hótelstjóri á Hótel Lottleiöum. Emil er fæddur hinn 31. júlí 1933 á Akranesi. Hann hóf snemma störf hjá Loftleiðum. Hinn fyrsta apríl 1956 réðst hann sem afgreiöslu- maður til Loftleiða og stuttu síðar var hann ráðinn í farmiðasölu. Árið 1957 var hann ráðinn sem vaktstjóri á Reykjavíkurflugvelli og 1960 hóf hann störf sem stöðvarstjóri á Kastrup- flugvelli og starfaði þar -fram á árið 1966 er hann kom heim og varð móttökustjóri og síðar aðstoðarhótelstjóri Hótels Loftleiða. Hinn fyrsta júlí s.l. varð hann síðan hótelstjóri. Emil var spurður um nýtingu hótelsins í vetur og á komandi sumri, — hvort yfirflug Flugleiða hafi þar ekki áhrif: ,,Það hefur það í vetur, vet- urnir eru yfirleitt daufir, en það er ákaflega bjart framundan hjá okkur. Pantanir hafa verið mikl- ar og við búumst við því að komandi sumar verði langmesta ráðstefnusumarið sem komið hefur á Hótel Loftleiðum '' Emil nefndi nokkur dæmi um þau þing og ráðstefnur sem fyrirhugað væri að halda í hótelinu í vor og sumar. Norðurlandaráð verður með fundi í mars, alþjóölegt námskeið leið- sögumanna verður haldið í apríl, samnorrænt fóstrunámskeið í apríl, þing lyfjaframleiðenda verður í maí, barnalæknar á Norðurlöndum þinga, norrænir veðurfræðingar, norrænir taugalæknar og svo mætti lengi áfram telja. Emil nefndi það að síðan 1967, þegar fyrst var farið að halda þing á Loftleiðahótelinu, hefði aldrei orðið svona mikil aukning. Það væri því bjart framundan, alla vega fram á haust. Finnur Torfi Stefánsson var fyrir skömmu ráðinn í embætti umboðsfulltrúa í dómsmála- ráðuneytinu. Finnur Torfi er fæddur 20. mars 1947. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1967 og lagaprófi frá Háskóla íslands 1973. Tveimur árum síöar lauk hann prófi í stjórnmálafræðum frá háskólanum í Manch- ester. Sama ár, 1975, hóf hann störf sem lög- fræðingur hjá Hagtryggingu h.f , en ári síðar opnaði hann eigin lögfræðiskrifstofu, sem hann rak þar til hann var kosinn á þing fyrir Alþýðuflokkinn í Norðurlandskjördæmi vestra, 1978. í þingkosningunum í desember sl. féll Finnur Torfi síðan út af þingi. ,,Starf umþoðsfulltrúa verður byggt upp með hliðsjón af starfi ,,ombudsmand‘‘ í Danmörku," sagði Finnur Torfi í stuttu spjalli við Frjálsa verslun. ,,Til að byrja með verður starf um- boðsfulltrúans nokkru þrengra og fjallar nú aðeins um þau málefni sem falla undir dóms- málaráðuneytiö. Ég svara erindum fólks, sem telur á sinn hluta hafa verið gengið í samskipt- um við ríkið, og veiti einnig lögfræðilegar leið- beiningar." Finnur Torfi sagðist hafa orðið þess greini- lega var, af reynslu þessara fyrstu daga sinna í starfinu að eftirspurnin væri mjög mikil, og því full þörf fyrir það. 6
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.