Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1980, Blaðsíða 25

Frjáls verslun - 01.01.1980, Blaðsíða 25
að hringja bjöllunni til þess að komast inn. Eitthvert blaðið gerði svo grín að þessu og sagði að Stein- grímur hefði komið að læstum dyrum á Bessastöð- um!“ — Er forsetastarfið tímafrekt starf? ,,Stundum er mjög mikið að gera, en það er þó mismunandi. Ég hef t.d. aldrei tekið mér sumarfrí á meðan ég hef gegnt þessu embætti. Meðan ég var þjóðminjavörður tók ég mér ekki heldur frí síðustu árin, þannig að við vitum varla hvað sumarfrí er. Nú, það koma fyrir rólegri tímar í starfinu og þá er yfirleitt nóg fyrir mig að gera í mínu fagi. Oftast er þó eitthvað um að vera, þó það sé ekki annað en undir- búningur undir móttökur, ferðir eða þá, að maður er að skrifa ræður fyrir ýmis tækifæri." Flytur að Staðarstað — Hvað á forseti að sitja lengi á forsetastól? í ný- ársræðu þinni sagðir þú að tólf ár væri hæfilegur tími. ,,Vfst sagði ég það, vegna þess að mér þykir heldur ólíklegt að forseti verði yfirleitt lengur en 12 ár í em- bættinu, en ég er ekki á þeirri skoðun að þetta ætti að vera föst regla. Menn geta verið skemur, jafnvel lengur. Einn forseti í l’srael var prófessor í eðlisfræði. Hann sat einungis eitt kjörtímabil á þingi og hvarf þá aftur til háskóla síns og tók upp kennslu og rann- sóknir á ný.“ — Munt þú flytja á Sóleyjargötuna? ,,Já, ég geri ráð fyrir því. Við keyptum þar húsið Staðarstað þar sem börn okkar búa núna.“ Vinir sem ráðgjafar. — Þegar þú tókst við þessu embætti, þá varst þú mjög ókunnur þeim siðum og störfum sem fylgdu því. Hvert leitaðir þú í smiðju um ráðgjöf? ,,Það voru nú aðallega góðir vinir mínir úr emþætt- ismannastétt sem hafa aðstoðað mig, þegar mér hef- ur fundist ég þurfa að ráðgast við einhvern. Þessum mönnum treysti ég til að ráða mér heilt. Einnig hafa stjórnmálamenn verið mér innan handar." Eftirminnilegir atburðir — Að lokum Kristján. Hvaða atburðir eru þér nú eftirminnilegastir frá þinni forsetatíð? ,,Það er nú af mörgu að taka. Stjórnarmyndanirnar hafa alltaf verið nokkuð sérstakar. Það er eftirminni- legt að sitja á tveimur ríkisráðsfundum sama daginn. Fyrst er það kveðjufundur með gömlu ráðherrunum og síðan fyrsti fundurinn með nýju ráðuneyti. Utanlandsferðirnar eru nokkuð eftirminnilegar, ekki síst þær fyrstu. Nú það var ákaflega eftirminnilegt þegar Pompidou og Nixon komu hingað til lands á fund. Sá atburður var ævintýri líkastur, nokkurs konar uppákoma, hann varð með svo litlum fyrirvara. Tveir sorglegir atburðir koma hér upp í huga minn. Tvisvar hef ég verið vakinn snemma morguns og mér tjáóar sorgarfréttir. í fyrra skiptið var mér tjáð að Bjarni Benediktsson, kona hans og dóttursonur hefðu látist í eldsvoða á Þingvöllum. Nokkrum árum síðar varð eldgosið á Heimaey. Gleðistundir hafa sem betur fer verið margar. Ég held ég gleymi seint morgninum hinn 28. júlí 1974, þjóðhátíðardaginn. Ég held ég hafi aldrei fengið betra veður á Þingvöllum." Kristján Eldjárn: — „Mér þykir heldur ólíklegt að forseti verði lengur en 12 ár í embættinu.“ 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.