Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1980, Page 31

Frjáls verslun - 01.01.1980, Page 31
Industrie, ,,Við getum tryggt flug- félögunum hagkvæmari rekstur með því að þau geta flogið með 190 manns í þotu sem hefur rými fyrir 300 án þess að tapa á því." Airbus er evrópsk flugvél í þess orðs merkingu: Eldsneytiskerfið og stélið er framleitt í V-Þýzka- landi, samsetningin fer fram í Frakklandi, vængir og ,,flappar" eru framleiddir í Bretlandi, hliðar- stýri og hurðir á Spáni auk þess sem ýmis vökvaþrýstibúnaður í vængina er framleiddur í Hollandi. Samanlagt er gert ráð fyrir að um 17 þúsund manns hafi atvinnu af framleiðslu vélanna í Evrópu. Gert er ráð fyrir aö tala starfsmanna í þessum 5 löndum muni vera farin að nálgast 40 þúsund á síðari hluta næsta áratugar. Á kostnað bandarískra flugvélaframleiðenda ,,Það þýðir ekkert fyrir okkur lengur að ætla að selja í Evrópu", segir talsmaður bandarísku flug- vélaverksmiðjanna McDonnel Douglas. Meira að segja Boeing hefur áhyggjur af þróuninni: Nýja flugvélin þeirra af meðalstærð, Boeing 767, selst ekki í Evrópu. Forstjóri Airbus, Lathiére, segir: ,,Ég tel það engan skaða þótt Bandaríkjamenn haldi einokunar- veldi sínu aðeins á 75% heims- markaðarins. Bandaríkin eru lang- stærsti markaðurinn fyrir flugvélar og verður það eflaust áfram." Þegar að er gáð . . . Þegar farið er að skoða áhrif Airbus á hlut bandarískra fyrir- tækja á þessu sviði kemur í Ijós að ekki er allt sem sýnist. Án banda- rískra fyrirtækja hefði Airbus ekki orðið það sem hún er, mótorarnir eru frá General Electric og Pratt & Withney, rafeindatækin eru að mestum hluta framleidd af banda- rískum fyrirtækjum og svo er um fleira sem notað er í Airbus. Eftir því sem Lathiére segir fara 33% af hverjum dollar sem fæst fyrir Air- bus til bandarískra fyrirtækja. Sölutækni Bernard Lathiére hefur orðið verulega ágengt sem forstjóri Air- bus Industrie. Hann er á fartinni út um allan heim að selja flugvélar. Þegar stóra flugsýningin var síðast haldin í Farnborough lét hann mála allar Airbus vélarnar í sama lit, orange og með brúnum borða eftir endilöngu. Með þessu móti var auðvelt að þekkja þær á löngu færi og þær vöktu miklu meiri at- hygli fyrir bragðið. Áhrifin létu ekki á sér standa: Franska ríkisstjórnin féllst á að leyfa aukningu flugvéla- framleiðslunnar í Toulouse úr 2,3 flugvélum á mánuði í 3 á árinu 1980 og um leið er í athugun að leyfa aukningu í allt að 10 vélar á mánuði í náinni framtíð. Airbus Industrie hefur einnig í hyggju að framleiða vél fyrir lengri vega- lengdir. Lathiére telur að flugumferð muni þrefaldast á næsta áratug og að Airbus muni án efa taka verulegan þátt í þeirri framþróun. Þess má einnig geta að Airbus er talin hafa talsverða pólitíska þýð- ingu: Framleiðsla og söluárangur er talinn sýna að samstarf Evrópu- þjóða á sviði þróaðs iðnaðar sé ekki einungis framkvæmanlegt

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.