Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1980, Page 35

Frjáls verslun - 01.01.1980, Page 35
tegund en vísitölubrauð, þótt fólk sé reiðubúið til að greiða fyrir það þrefalt verð. í opinberum versl- unum í Moskva getur verið erfitt að fá ferska ávexti, jafnvel um há- sumar, hinsvegar er hægt að kaupa þá og ýmsar kjötvörur á uppsprengdu verði á markaðs- torgum þar sem bændur selja vör- ur sínar beint. Verðlag á opnu mörkuðunum er oft og einatt 6 sinnum hærra en það sem sagt er í gildi í hinu opinbera skömmtunar- kerfi. Svartur markaður hefur lengst af verið stöðugur fylgifiskur hins skipulega skorts sem einkennir kommúnistískt hagkerfi. í Rúss- landi á sér stað æfintýralegt svartamarkaðsbrask með matvör- ur og lúxusvarning. Áhrif svarta markaðarins á almennt vöruverð kemur aldrei fram opinberlega. Rússar eru vel í sveit settir með olíu. Þeir eru ekki einungis sjálfum sér nógir heldur sjá þeir leppríkj- um sínum fyrir um 80% af olíu- þörfinni. Þar að auki flytja þeir verulegt magn af olíu til Vestur- landa þar sem hún er seld á sí- hækkandi og uppsprengdu heimsmarkaðsverði. Á þennan hátt tekst Rússum að flytja veru- legan hluta verðbólgunnar úr landi yfir á herðar annarra þjóða. Það sem veldur þeim nokkrum áhyggj- um í þessu tilliti er að olíufram- leiðsla þeirra hefur ekki staðist áætlun samkvæmt síðasta 5 ára markmiði og þeir hafa því neyðst til að draga úr olíuútflutningi sínum. En það er fleira en olían sem or- sakar verðbólguvanda austan- tjalds. Síðasti vetur, ’78-’79 var sá kaldasti í 75 ár og hafði það í för með sér að námavinnsla tafðist, samgöngur féllu niður og veturinn hafði áhrif á uppskeruna í sumar. Iðnaðarframleiðslan hefur ekki staðist áætlun, gæði vara hafa minnkað og mikill hluti þeirra er léleg vara sem erfitt er að selja á Vesturlöndum og því hlaðast upp erlendar skuldir vegna innkaupa rússneska iðnaðarins á vönduðum vélum og tækjum frá Vesturlönd- um sem hann er algjörlega háður. Framleiðni rússneska þunga- iðnaðarins hefur einnig verið neð- an þeirra marka sem stefnt var að, framleiðni rússnesks iðnaðar hef- ur farið minnkandi og skapar um leið verðbólguhættu. Efnahagsþróunin í kommún- istaríkjunum hefur yfirleitt verið vaxandi áhyggjuefni innan blokk- arinnar og vestrænir sérfræðingar spá því að versnandi afkoma muni brátt lýsa sér í auknum árekstrum á milli austurs og vesturs og þeir telja ekki loku fyrir það skotið að efnahagsörðugleikar geti einnig orsakað meiriháttar pólitískar ryskingar meðal þessara þjóöa. Gólfteppi frá Armeníu í Sovét. Verð á teppum í Sovétríkjunum hækkaðl um 50% í sumar. Slík vara er heldur ekki almenningseign austur þar enda að miklu leyti flutt úr landi. 35

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.