Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1980, Qupperneq 35

Frjáls verslun - 01.01.1980, Qupperneq 35
tegund en vísitölubrauð, þótt fólk sé reiðubúið til að greiða fyrir það þrefalt verð. í opinberum versl- unum í Moskva getur verið erfitt að fá ferska ávexti, jafnvel um há- sumar, hinsvegar er hægt að kaupa þá og ýmsar kjötvörur á uppsprengdu verði á markaðs- torgum þar sem bændur selja vör- ur sínar beint. Verðlag á opnu mörkuðunum er oft og einatt 6 sinnum hærra en það sem sagt er í gildi í hinu opinbera skömmtunar- kerfi. Svartur markaður hefur lengst af verið stöðugur fylgifiskur hins skipulega skorts sem einkennir kommúnistískt hagkerfi. í Rúss- landi á sér stað æfintýralegt svartamarkaðsbrask með matvör- ur og lúxusvarning. Áhrif svarta markaðarins á almennt vöruverð kemur aldrei fram opinberlega. Rússar eru vel í sveit settir með olíu. Þeir eru ekki einungis sjálfum sér nógir heldur sjá þeir leppríkj- um sínum fyrir um 80% af olíu- þörfinni. Þar að auki flytja þeir verulegt magn af olíu til Vestur- landa þar sem hún er seld á sí- hækkandi og uppsprengdu heimsmarkaðsverði. Á þennan hátt tekst Rússum að flytja veru- legan hluta verðbólgunnar úr landi yfir á herðar annarra þjóða. Það sem veldur þeim nokkrum áhyggj- um í þessu tilliti er að olíufram- leiðsla þeirra hefur ekki staðist áætlun samkvæmt síðasta 5 ára markmiði og þeir hafa því neyðst til að draga úr olíuútflutningi sínum. En það er fleira en olían sem or- sakar verðbólguvanda austan- tjalds. Síðasti vetur, ’78-’79 var sá kaldasti í 75 ár og hafði það í för með sér að námavinnsla tafðist, samgöngur féllu niður og veturinn hafði áhrif á uppskeruna í sumar. Iðnaðarframleiðslan hefur ekki staðist áætlun, gæði vara hafa minnkað og mikill hluti þeirra er léleg vara sem erfitt er að selja á Vesturlöndum og því hlaðast upp erlendar skuldir vegna innkaupa rússneska iðnaðarins á vönduðum vélum og tækjum frá Vesturlönd- um sem hann er algjörlega háður. Framleiðni rússneska þunga- iðnaðarins hefur einnig verið neð- an þeirra marka sem stefnt var að, framleiðni rússnesks iðnaðar hef- ur farið minnkandi og skapar um leið verðbólguhættu. Efnahagsþróunin í kommún- istaríkjunum hefur yfirleitt verið vaxandi áhyggjuefni innan blokk- arinnar og vestrænir sérfræðingar spá því að versnandi afkoma muni brátt lýsa sér í auknum árekstrum á milli austurs og vesturs og þeir telja ekki loku fyrir það skotið að efnahagsörðugleikar geti einnig orsakað meiriháttar pólitískar ryskingar meðal þessara þjóöa. Gólfteppi frá Armeníu í Sovét. Verð á teppum í Sovétríkjunum hækkaðl um 50% í sumar. Slík vara er heldur ekki almenningseign austur þar enda að miklu leyti flutt úr landi. 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.