Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1980, Síða 59

Frjáls verslun - 01.01.1980, Síða 59
málastofnun í Svíþjóð og fjallar um beislun fallvatna eins og nafnið bendir til. Þar er þeim ráðlagt að leita til norskra ráðgjafafyrirtækja þar sem talið var að Norðmenn hefðu meiri skilning á okkar vandamálum vegna svipaðrar reynslu. Það verður úr að þeir hafi samband viö „INDUSTRIKONSU- LENT A/S.“ Flutningar Ríkisskips endurskipulagðir — engar framkvæmdir Árið 1954 kemur svo fyrsti ráð- gjafi frá IKO hingað til lands, og leigir hann eitt herbergi úti í bæ þar sem hann hefur jafnframt vinnuaðstöðu. Hann fer að vinna fyrir RARIK og fyrsta verkefnið er ákvæðissetning við línulagningu, þ.e. við aö grafa niður staura, reisa þá og koma upp línunni. Jafnframt þessu vinnur hann að ýmsum vinnurannsóknum. Þetta leiðir svo til þess að IKO sendir hingað mann með fjölskyldu og leigir íbúð fyrir hann þar sem jafnframt er komið upp vinnuaðstöðu. Stuttu seinna er sendur hingað annar maður með fjölskyldu. Á þessum tíma eða fram til 1966 þegar form- legt útibú frá IKO er stofnað hér á landi þá er unnið hér að mjög stórum verkefnum. Var unnið mik- ið fyrir Ríkisendurskoðun, sem á þessum tíma sá um þá hagræð- ingarstarfsemi sem nú er á vegum Fjárlaga- og hagsýslustofnunar, og var IKO ráðið af Einari Bjarna- syni þáverandi ríkisendurskoð- anda til þessara starfa. Sem dæmi um verkefni má nefna sameiningu Áfengis- og tóbaksverslunar ríkis- ins. Einnig var unnið að stóru verkefni við skipulagningu flutn- inga á vegum Ríkisskips og stóð það verk frá því um 1960 og fram til 1963. Það furðulega gerðist svo að ekkert varð úr framkvæmdinni þrátt fyrir þessa miklu vinnu, sem hafði að miklu leyti kallað á sam- starf við starfsmenn Rikisskips, þannig að því var ekki að skipta að ekki hefðu verið höfð samráð við viðkomandi aðila. Á hverju strandaði er ekki hér til umfjöll- unar, en þess má þó geta að kunnugir menn telja að verkið hafi verið vel unnið og þarft. Lögðu grundvöll að Gjaldheimtunni Önnur verkefni voru svo verk eins og þaö að koma Gjaldheimt- unni í Reykjavík í það form sem hún er núna, þ.e. sameining inn- heimtu fyrir ríki og borgina og hlaust mikil hagræðing og sparn- aður af. Um 1960 settu þeir einnig upp bókhaldskerfi fyrir Reykjavíkur- borg, unnu að lagerskipulagningu fyrir RARIK, Landsímann og fleiri aðila. Bónuskerfi fyrir frysti- iðnaðinn Mikið og gott verk vann IKO fyrir Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna (SH) á árunum 1961—1964 og var það við vinnuhagræðingu á aðal framleiðsluþáttum svo sem flökun, snyrtingu og pökkun. Þessar vinnurannsóknir sem þarna lágu að baki voru jafnframt grundvöllur að því bónuskerfi sem IKO vann við að koma á. Jafnframt þessu kom IKO á fót framleiðnideild sem hefur haldið bónusfyrirkomulag- inu við eftir því sem breytingar hafa orðið á framleiðsluháttum. Bónuskerfin voru fyrst reynd 1962 og á vertíð 1963 höfðu 13 frystihús tekið upp bónuskerfi og enn þann dag í dag eru frystihús sem ekki hafa haft bónuskerfi áður, að taka það upp. í þessu sambandi er rétt að minnast þess að Benedikt Gunnarsson þáver- andi starfsmaður hjá RARIK fær frí frá störfum 1962 til þess að vera faglegur gagnrýnandi á bónus- kerfi fyrir hönd ASÍ. Þetta leiðir til 59

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.