Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1980, Page 15

Frjáls verslun - 01.06.1980, Page 15
Húsin í Asparfelli og Æsufelli þar sem um 400 íbúðlr tengjast sameiginlegu myndsegulbandskerfi. i synlegur búnaður fyrir fjölbýlishús um 250 þúsund. Þá er það leigan á sjálfu mynd- efninu, sem tekið skal til sýningar. Um það atriði er erfitt að fullyröa nokkuð. Mikið af þessu efni kemur á spólum frá tengiliðum erlendis, sem taka dagskrárefni erlendra sjónvarpsstöðva upp á myndseg- ulband og senda spólur heim. Séu spólurnar fengnar að láni hjá myndsegulbandsbönkum eða út- lánastofum, sem hér eru þegar starfræktar, má gera ráð fyrir að greiddar séu um 3000 kr. fyrir venjulega bíómynd. Þar sem nokkur fjölbýlishús njóta útsendinga frá sama tækinu er dagskrá kynnt í anddyri hvers húss. Venjulega eru útsendingar á fimmtudagskvöldum. Þá er eitt- hvert barnaefni fyrst á dagskrá, síöan eitt eða tvö erlend dag- skráratriði, gjarnan nýlegar bíó- myndir. Eftir útsendingar RUV á föstudögum og laugardögum eða rétt fyrir dagskrárlok er svo sent út á innanhússkerfunum og þá eitt- hvað fram yfir miönætti. Mynd- segulbandstækið sjálft hefur að- setur í skrifstofu húsfélagsins t.d. og er þar tengt beint inn á loft- netskerfið og síðan liggja mjóir þræðir á milli húsþakanna og inn á næstu kerfi, þar sem fleiri en eitt hús eru tengd saman. Afspilunin af þessum tækjum er að miklu leyti sjálfvirk og hægt að stilla inn á tölvuúr upphafstíma dagskrár- innar. Þegar nokkur hundruð íbúðir eru þannig með sameiginleg afnot af einu kerfi dreifist tilkostnaður auðvitað mun meira en í öðrum tilvikum. Til dæmis um ..áskriftar- gjald" má nefna að í fjölbýlishús- um í Krummahólum, þar sem 140 íbúðir eru á sama kerfi, greiðir hver íbúð um 2000 krónur á mán- uði fyrir afnot af myndefni og annan reksturskostnað. Það er því ofureinfalt fyrir marga húsráðend- ur að sameinast um einkasjón- varp. í notkun á landinu og um 20 þúsund manns hafa með þessum byltingarkennda tæknibúnaði 15

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.