Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1980, Síða 49

Frjáls verslun - 01.06.1980, Síða 49
,óhagstæð” um 80 frændur vorir hinsvegar margt héðan, keyptu af okkur fisk fyrir 78 milljarða, seldu okkur vörur fyrir 19 milljarða á síðasta ári. Helztu útflutningsvörur Stærstu liðirnir í útflutningi ís- lands til Norðurlandanna á síðasta ári, en hann var að verðmæti 24.6 milljarðar króna voru fiskimjöl fyrir 4.1 milljarð, saltsíld fyrir 3.8 mill- jarða, lambakjöt, ostar og kasein fyrir 3.4 milljarða, loðnumjöl fyrir 3.3 milljarða, loðsútuð skinn og húðir fyrir 1.9 milljarða og fryst rækja fyrir 1.7 milljarða, skreið 1.2 milljarðar (aðallega til Noregs til endursölu), grásleppuhrogn og önnur matarhrogn fyrir alls 1.4 milljarða. Annað sem Norður- landabúar fengu héðan á síðasta ári eru vörur eins og nýr fiskur og heilfrystur, fryst flök, frystur hörpudiskur, lýsi, allt í fremur litlu magni, eða örfá hundruð tonna samanlagt, fiskúrgangur til refa- fóðurs, kjptkraftur (úr hvalkjöti), ull, saltaéfar gærur, nautgripa- og hrosshúðir saltaðar, refa- og minkaskinn þurrkuð, lifandi hross, nýr og ísvarinn silungur og lax. Innflutningurinn Stærsti liðurinn í innflutningnum frá Norðurlöndum eru vélar alls- konar og tæki fyrir 14 milljarða alls. Þá er átt við vélar allt frá skrifstofutækjum upp í vélasam- stæður til virkjana. Flutningatæki allskonar, bílar, landbúnaðartæki og þungavinnuvélar fyrir 6.4 mill- jarða, málmar fyrir 6.3 milljarða, pappír og pappírsvörur fyrir um 5 i milljarða, unnar vörur úr trjáviði fyrir 3.8 milljarða, skepnufóður fyrir 3.5 milljarða, rafmagnsvörur 2.7 milljarða, fatnaður fyrir 2.3 milljarða, húsgögn fyrir 2.6 mill- jarða, fjarskiptatæki fyrir 1.8 mill- jarða. Þetta er aðeins til að sýna stærstu flokkana, en vöruflokk- arnir sem Norðurlöndin selja okk- ur eru margir. Bílar og pappírsvörur eru áberandi í innflutningi frá Norðurlöndunum. Landvélar h.f. Snúa innflutningi upp í útflutning »Við höfum alveg skínandi góða reynslu af því að skipta við Norðurlöndin", sagði Hreinn Hauksson, forstjóri Landvéla h.f. í Kópavogi. „Áður keyptum við inn beint frá framleiðendum, en það gekk mun stirðar fyrir sig. Nú sameinast þessi umboð í Noregi, innkaupin þangað frá framleiðendum víða um heim verða á þann hátt ódýrari og öruggari“, sagði Hreinn. Fyrirtæki hans flytur inn háþrýstidælur, stjórnloka, loftkerfi, sjálfvirk kennslukerfi í stjórn- búnaði svo nokkuð sé nefnt. Hreinn kvaðst þegar byrjaður á eigin framleiðslu á háþrýstitengj- um í samvinnu við fjölþjóðafyrirtækið BTR, sem sérhæfir sig í fram- leiðslu og sölu á háþrýstibúnaði hverskonar. „Við munum hefja útflutninginn innan skamms, hér er um að ræða lagnir allt fyrir upp í 10 þúsund pund á þumlung. Danir og Norðmenn munu sjá um markaðsmálin, og við vitum að bæði Rússar og Pól- verjar vilja gera við okkur viðskipti.“ í þessu tilfelli er því um að ræða bæði innflutning og senn út- flutning til Norðurlandanna. Háþrýstibúnaðurinn er notaður á hverskonar vélar, allt frá traktorsgröfum upp í stærstu virkjanir. 49

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.