Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1980, Síða 66

Frjáls verslun - 01.06.1980, Síða 66
til umrædu Skemmdarverkamennirnir í íslenzku samfélagi — eftir Markús Örn Antonsson Hún er aðdáunarverð sáttfýsin og þolinmæði þeirra for- ystumanna i launþegahreyfingunni, sem í kjarabaráttu og verkfallsaðgerðum síðustu ára hafa hrópað manna hæst: „Samningana í gildi“. Nú eru þessir sömu leiðtogar búnir að stýra málum umbjóðenda sinna á þær brautir að launafólkið lætur möglunarlaust á sér bitna hveija kjaraskerðinguna af annarri. Samningar um kaup og kjör eru fótum troðnir, þegar talsmenn hinna svonefndu „verkalýðsflokka" á Al- þingi og í ríkisstjórn gera ítrekaðar en árangurslausar til- raunir til aðberja saman efnahagsmálastefnu. Hún er í reynd ekkert annað en eintómt flaustur og vegur helzt að hags- munum launafólksins með lækkuðum kaupmætti eða þrengingum hjá atvinnurekstrinum, sem stefnir aftur at- vinnuöryggi vinnuþega í háska. Og öllu þessu virðist hinn almenni félagsmaður í verkalýðsfélögunum ætla að kyngja. Eða er hann svo sinnulaus um eigin málefni og kjarabaráttu að hann hreyfi hvorki legg né lið nema samkvæmt fyrir- mælum að ofan? Að honum sé sagt að þegja núna á sama hátt og honum var att út í verkföll fyrir tveim árum? Þróun stéttabaráttunnar síðustu misseri sýnir betur en nokkru sinni fyrr, að hún er í veigamiklum atriðum prívat- bisniss verkalýðsrekenda. Þeir setja saman kröfugerð á kröfugerð ofan sem eins konar kvittun fyrir þeim Iaunum sem þeir skammta sér úr sjóðum verkalýðsins. Hvort kröf- unum er svo í einhverri alvöru fylgt eftir ræðst af því hvort pólitískir samherjar eða andstæðingar sitja í ríkisstjórn í það og það skiptið. Fyrir rúmum tveim árum beittu vinstri forsprakkar í BSRB-forystu og ASf sér fyrir verkfallsaðgerðum og út- flutningsbanni á mikilvægustu afurðum okkar til þess eins að reyna að knésetja ríkisstjórn, sem þeim sem einstaklingum var frá pólitísku sjónarmiði ekki þóknanleg. Þetta var gert í nafni lífskjarabaráttu og kröfu launþega um að gerðir kjara- samningar væru virtir. Þáverandi ríkistjórn boðaði þau sannindi að ekki væri svigrúm til almennra kauphækkana. Nú er það fjármálaráðherra Alþýðubandalags og vensla- maður formannsins í BSRB sem mælir þau hin sömu orð að ekki sé svigrúm til almennra launahækkana, þegar samn- ingar opinberra starfsmanna hafa verið lausir í heilt ár. Þá kveður við annan tón hjá hinum skeleggu baráttumönnum opinbera verkalýðsins í BSRB. Loksins þegar eitthvað er aðhafzt eftir þessa aðdáunarverðu þolinmæði og biðlund er slegið af allri kröfugerðinni og það án þess að mönnum hafi nokkurn tíma dottið í hug að beita hinum veigamikla og nýtilkomna verkfallsrétti í nauðvöminni í viðureign við fjandsamlegt ríkisvald. Það er líka litil hreyfing á Guðmundi J. Guðmundssyni og hans félögum um þessar mundir, enda hefur formaður Verkamannasambandsins þær pólitísku skyldur sem þing- maður Alþýðubandalagsins að halda lífinu í núverandi vinstri stjórn. Pólitísk kjör þeirra flokksfélaga hans Svavars, Hjörleifs og Ragnars Arnalds eru auðvitað sett öllu ofar og aðstæður hins óbréytta launafólks hreinn hégómi í saman- burði við framtið hinna pólitísku leiðtoga formannsins. Sízt af öllu skal hér æst upp til aukinnar kröfuhörku á vinnumarkaðnum og verkfallsaðgerða, sem fyrir löngu hafa gengið sér til húðar sem tæki í kjarabaráttu. En ófyrirleitnin, sem viðgengst í forystu fjöldasamtaka launþega og pólitísk misbeiting þeirra er svo yfirgengileg að ekki verður yfir því þagað. Samanburðurinn á samningamálum 1978 og svo nú, sýnir þannig að ekki verður um villzt að forystumenn í áhrifamestu launþegasamtökum ganga fyrstog fremst erinda frænda sinna og pólitískra samherja eftir því hvemig viðrar í þjóðmálabaráttunni. Blessað,, óbreytta launafólkið qr ekkert annað en strengbrúður sem þeir leika sér með að vild þessir karlar. „Hlægilegt hneyksli" eru kannski fyrstu viðbrögð þeirra, sem leggjast ekki út af í þunglyndi, þó að þessi rót- gróna pólitíska spilling hérlendis gangi fram af þeim öðru hverju. En séu málin brotin til mergjar er hér ekkert annað á ferðinni en argasta svívirða. Þegar dæmið er gert upp og mældur skaðinn sem þjóðin hefur orðið að þola vegna út- flutningsbanns og verkfalla, beinist athyglin að fáeinum pólitískum undirróðursmönnum, sem í skjóli embætta sinna í launaþegasamtökunum hafa gert landi og lýð allt til ógagns ef það hefur þjónað pólitískum markmiðum þeirra í það og það skiptið. Þetta eru skemmdarverkamennirnir, sem eru sístarfandi í íslenzku samfélagi. Hafi þeir hingað til getað villt á sér heimildir sýna þeir sannarlega sitt rétta andlit nú í dáðleysinu með þjónkun sinni við hugsjónabræðuma í ráðherrastólunum. 66

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.