Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1981, Page 6

Frjáls verslun - 01.03.1981, Page 6
Togari verður togskip „We’re the Pepsi genera- tion“. Fella- og Hólahverfi er stundað meira Pepsi-þamb en dæmi munu vera um á sambærilegum samkomum. Um leið og virðulegir fram- sögumenn eins og Albert Pepsi-auglýsingum og ekki gefið snjöllustu auglýsinga- sérfræðingum í Amríkunni neitt eftir. Þannig var það í upphafi fundar með Albert Guðmundssyni að formað- urinn tilkynnti sérstaklega, að fyrirtækin Pólarís og Sanitas hefðu verið svo elskuleg að bjóða fundar- mönnum ókeypis drykkjar- föng. Síðan tók frummæl- andinn Albert Guðmunds- son til máls og óskaði í lok ræðu sinnar eftir fyrirspurn- um úr sal. Þá greip formaðurinn aft- ur inn í með stutt innskot: „Það eru fyrirtækin Pólarís og Sanitas, sem bjóða okkur ókeypis Pepsi. Ég vil vekja athygli fundarmanna á því, að Pepsi Cola er meðal 57 stærstu fyrirtækja í Banda- ríkjunum. Er þrem sætum fyrir ofan Coke." flokksfundum Nú þykir ekki lengur fínt að gera út skuttogara á (s- landi, enda eru togarakaup ein sú mesta skömm, sem menn geta lent í. Allt það moldviðri, sem þyrlast upp í hvert sinn, sem togarakaup ber á góma hefur nú orðið til þess að snillingar hafa fundið nýtt heiti á þessi veiðitæki og kalla þau tog- veiðiskip. Við slíku skipi verður tæpast amast. Minnir feluleikurinn á tilburði stjórnmálamanna við að finna nafnleysur á fyrir- brigðió gengisfellingu. Samkvæmt reglunni mega skuttogarar, sem eru lengri en 39 metrar ekki toga í innan við 12 mílna fjarlægð frá landi. Togarar, sem eru styttri en 39 metrar mega hins vegar toga inn að fjór- um mílum og er tískan sú að kalla þá togveiðiskip — nema þeir séu styttri en 26 metrar. Þá mega þeir toga inn að þrem mílum og heita þá um leið togbátar. Samkvæmt þessu mun t.d. Vestfjarðaskuttogarinn Júlíus Hafstein ekki lengur heita skuttogari heldur tog- skip. En tilgangurinn helgar meðalið enda amast fáir við hugmyndum íbúa á Djúpa- vogi og Patreksfirði um kaup á togskipum til lands- ins. Menn tengja ekki einu sinni fjölgun skrapdaga þessu nýja nafni. Pepsi á Það hefur ekki farið framhjá neinum að feiknalegt sölu- stríð geisar nú á innan- landsmarkaði milli Pepsi Cola og Coke. Hefur það tekið á sig ýmsar og allný- stárlegar myndir miðað við hefðbundnar kynningar- og söluaðferðir, sem íslending- ar hafa hingað til átt að venjast. Þannig hefur það vakið athygli, að á félags- fundum Sjálfstæðismanna í Guðmundsson og Gunnar Thoroddsen hafa verið aug- lýstir í fundarboði félagsins á síðum Morgunblaðsins hefur þess verið getið sér- staklega að ókeypis Pepsi yrði á boðstólum. Fólk sem sótt hefur þessa fundi í Breiðholtinu, hefur skemmt sér konunglega yfir þessari nýjung. Formaður félagsins hefur sem fundar- stjóri skotið inn sérstökum Nú fékk Albert aftur orðið og svaraði fyrirspurnum. Um miðbik fundarins sté formaðurinn enn á ný í ræðustól og flutti þá þennan boðskap: „Það eru fyrirtæk- in Pólarís og Sanitas, sem bjóða upp á ókeypis Pepsi. Þið vitið sennilega ekki að Pepsi hefur nú meiri dreif- ingu en Coke í 30 þjóðlönd- um heims. Og nú tekur Albert aftur til máls." Bjór um bakdyrnar Það er segin saga að þegar höfðingjar reyna að setja hömlur á okkur hin finnum við alltaf leið út úr búrinu. Bjórnum hefur nú verið haldið frá okkur um áratuga skeið en þeir þyrst- ustu fundu þó um síðir út að laganna hönd gat ekki bannað þeim að útbúa eig- inn bjór heima í eldhúsi. Veitingahúsin hafa nú fundið sína leið undan bjór- hömlunum. Að minnsta kosti hefur það vakið athygli þeirra, sem þessa dálka skrifa að í einu diskóteki borgarinnar, Óðali, bergja flestir gestanna drykk sinn úr bjórkönnum og freyðir innihaldið líkt og alvöru bjór. Reyndar biðja flestir um bjór á barnum þó að hið opin- bera heiti hússins á þessum drykk sé Óóalsmjöður. Um innihald drykksins hefur Frjáls verzlun ekki ná- kvæmar upplýsingar en uppistaða hans mun vera pilsner og kláravín. Styrk- leikinn er um 5%. Fleiri veitingastaðir eru farnir að framreiða þennan kreppubjór, og er honum víðast dælt úr tunnum í könnur gestanna líkt og al- vörubjór. Er haft fyrir satt að gestir þessara húsa gangi þaðan mun styrkari fótum en veitingahúsgestir hafa gert á (slandi í mörg ár. 6

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.