Frjáls verslun - 01.03.1981, Síða 8
I FRETTUMLJIVI
„Vigdís er
á viö 10%
gengis-
lækkun“
Orri Vigfússon, forstjóri í
Glit, segir að í útflutningi á
iðnaðarvörum sé Vigdís
Finnbogadóttir á við 10%
gengislækkun. Hann sagði
þetta eftir heimsókn Vigdís-
ar til Danmerkur, sem mikið
orð hefur fariö af. Eftirspurn
eftir vörum frá Glit hefur
vaxið stórlega og nú berast
viðstööulausar fyrirspurnir
frá Noregi, eftir að þaó
fréttist aö von væri á Vigdísi
þangað.
Iðnrekendur hafa lengi
haldið því fram að gengi
krónunnar væri að staðaldri
miðað við sjávarútveg og
væri því iðnaðinum óhag-
stætt. það hefur komið
flestum á óvart hversu mikil
áhrif heimsókn Vigdísar til
Danmerkur hefur haft og
kosning hennar virðist hafa
haft meiri áhrif víðsvegar
um heim, en menn áttu von
á hér heima. Orri hyggur
gott til þess að notfæra sér
frægð og vinsældir Vigdísar
á Norðurlöndum, enda er
hann núna að kynna nýju
línu, Steinblóm, sem þegar
hefur fengið mjög góðar
undirtektir, þar sem hún
hefur verið sýnd erlendis.
Fjögurra daga
vinnuvika
Eins og komið hefur fram í
Frjálsri verzlun, tók Gunnar
Kjartansson nýlega við starfi
framkvæmdastjóra Heklu á
Akureyri. Eitt af fyrstu
vandamálunum, sem beið
úrlausnar hins nýja fram-
kvæmdastjóra var mikil
uppsöfnun birgða, sem
orsakaðist af því að meira
var framleitt en selt. í stað
þessaðdraga úrframleiðslu
með því að fækka mann-
skap tók Gunnar það til
bragös að stytta vinnuvik-
una og gengur verksmiðjan
nú fjóra daga í viku. Halda
allir vinnunni, en lækka lík-
lega í launum um 20%.
Bergþór segir upp
Bergþór Konráðsson, hefur sagt upp starfi sínu.
sem um árabil hefur verið Hvað Bergþór tekur sér fyrir
aðstoðarframkvæmdastjóri hendur er ekki afráðið, en
Iðnaðardeildar Sambands- ekki er ólíklegt að hann flytji
ins en eftir skipulags- sig um set innan Sam-
breytingar, fjármálastjóri, bandsins.
Farandi,
ný feröa-
skrifstofa
Haraldur Jóhannsson, sem
margir þekkja af störfum
hans hjá Flugfélagi (slands
og síðar Flugleiðum, hefur
stofnað ferðaskrifstofu, sem
starfar að Lækjargötu 6A í
Reykjavík. Hann ætlar að
leggja aðaláherslu á að
sinna þörfum þeirra ein-
staklinga, sem vilja ferðast á
eigin spýtur, frekar en í
hópum. Haraldurer víðförull
maður og hyggst nota þá
lífsreynslu sína í þessari
starfsemi. Þá hyggst hann
einbeita sér að móttöku er-
lendra ferðamanna á (s-
landi, bæði einstaklinga,
sem ferðast sjálfstætt og
einnig hópa. Hann ætlar að
taka upp þá nýjung að bjóða
fyrirtækjum og stofnunum
að fara með erlenda gesti
þeirra í lengri eóa skemmri
ferðir, innan Reykjavíkur
eða utan, meö reyndu og vel
menntuðu leiðsögufólki.
Þannig geta stjórnendur
losnað við slíkar ferðir, sem
oft eru þeim erfiðar vegna
tímaskorts. Haraldur
Jóhannsson er meðal
reyndustu manna í ferða-
málum á (slandi. Hann
starfaði í fjölda ára á sölu-
skrifstofu Flugfélags (slands
og var síðan sölufulltrúi um
fimm ára skeið, þar til hann
lét af störfum hjá Flugleiðum
fyrir tæpum þremur árum.
Eftir það starfaði hann hér á
landi fyrir svissneska ferða-
skrifstofu, ferðaðist um
Austurlönd í sex mánuði og
tók til starfa hjá ferðaskrif-
stofunni Útivist í fyrravor.
8