Frjáls verslun - 01.03.1981, Page 10
Drottnað yfir
„deildum“
Flugmenn Flugleiöa hafa
nú áhyggjur af aö málum sé
þannig komiö aö þeir hafi
ekki lengur áhrif á hvernig
starfsaldurslistinn víöfrægi
veröi endanlega settur upp.
Flugleiðir hafa sett fram
sínar hugmyndir um listann
og herma f regnir aö f rá þeim
veröi ekki kvikaö. Það sem
flugmennirnir hafa áhyggjur
af er aö ef annar hvor hóp-
urinn veröi of staður, verði
hinn einfaldlega látinn yfir-
taka allt flugiö.
Það er nokkuð gömul
herfræöikenning aö deila og
drottna og líklega heföu
herforingjar til forna orðiö
himinlifandi ef þeir hefðu
fengið jafn rækilega „deild-
an" andstæðing aö fást viö
og flugmenn eru nú.
Síminn
á móti
skátaskeytum
Póstur og Sími hefur horn
i síöu Skátahreyfingarinnar
fyrir skeytaþjónustu hennar
um fermingar og gekk
stofnunin svo langt fyrir
nokkrum árum aö loka síma
skátaheimilisins í Kópavogi
sem aö auglýsa aö upplýs-
ingar um skeytaþjónustu
þeirra sé gefin í ákveönu
númeri, en ekki minnst á
frekari þjónustu um síma.
Einnig hafa þeir fengiö afnot
af símum í stofnunum eða
fyrirtækjum, sem Póstur og
Sími treystir sér ekki til aö
loka á í lengri tíma.
Málamiðlun
um
þótt skátar hefðu staðiö í
skilum með uppsett gjöld af
honum. Ástæöan er sú aö
Póstur og Sími hefur einka-
leyfi á skeytaþjónustu í
gegnum síma hér, og á bágt
meö aö sætta sig viö þessa
fjáröflunarleið skátanna.
Skátar fara nýjar leiðir svo
mjólkurfernur
Líkur eru á aö Kassagerö
Reykjavíkur muni á næst-
unni hefja framleiðslu
mjólkurumbúöa fyrir Mjólk-
ursamsöluna í Reykjavík, en
hingað til hefur Samsalan
flutt inn umbúðir frá Tetra
Pak í Svíþjóð. Þegar hætt
var viö flöskurnar á sínum
tíma og hyrnur og síðan
fernur teknar upp, urðu há-
værar deilur um þessi við-
skipti þar sem Kassagerðin
gat boöið ódýrari sambæri-
legar umbúðir framleiddar
hér með leyfi frá Pure Pak.
Barst sú deila m.a. inn í
þingsali, en þáverandi for-
ráðamenn Samsölunnar
héldu fast við sitt og
keyptu frá Svíþjóð. Mála-
miölun nú mun vera á þann
veg aö Kassagerðin hefji
framleiðslu hér undir merki
Tetra Pak, sem Samsalan
hefur skipt viö til þessa, en
framleiði áfram undir merki
Pure Pak fyrir þær samsöl-
ur, sem keypt hafa þær vör-
ur.
Þungaskattur
fyrir ekki neitt
Skattar geta birst mönn-
um í hinu merkilegasta
formi. Tökum sem dæmi
þungaskattinn af bifreiðum.
Frjáls verzlun heyrði nýlega
eitt sérkennilegt dæmi.
Hraunvirki er einn helsti
verktakinn viö Hrauneyjar-
fossvirkjun og er þar meö
allmarga og griöarstóra
flutningabíla fyrir jarðefni.
Nú eru þessir bílar, Catepill-
ar og Kockum, ekki leyfilegir
á vegum landsins. Þeir eru
aðeins notaðir á þeim veg-
um sem Landsvirkjun og
verktakarnir í rauninni eiga
SJÁLFIR. Samt er hart
gengið eftir þungaskattin-
um. Fyrir bíla sem ekki má
nota á vegunum, verður að
greiða þungaskatt, segir
skatturinn. Upphæöin nem-
ur tugum milljóna króna.
Forráöamenn fyrirtækisins
munu ófúsir aö borga, og
reyna nú samninga viö fjár-
málaráðuneytið.
10