Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1981, Side 16

Frjáls verslun - 01.03.1981, Side 16
Flóðbylgja ódýrs fatnaðar hefur borist hingað hömlulaust frá lág- launasvæðum, aðallega í Asíu og skolað burt undirstöðum ýmissa greina fataiönaðar. En er (sland eina Vestur-Evrópuríkið, sem hefur engar takmarkanir á þessum innflutningi. Liggur í augum uppi að íslenskir fataframleiðendur eiga í vök að verjast í samkeppni við framleiöendur t.d. í Hong Kong, þar sem hver iðnverkakona kostar framleiðanda um 10 krónur á dag á móti nálega 30 krónum hér, með öllum launatengdum gjöldum. Sænskur iðnaðarráðunautur greinþi nýlega frá því hérlendis að á Sri Lanka væru saumakonur á daglaunum. Daglaunin eru ein full hrísgrjónaskál og er gert upp á hverju kvöldi. Engin hagræðing á Vesturlöndum getur gengið svo langt aö fyrirtæki geti mætt þessu á jafnréttisgrundvelli svo að þrátt fyrir innflutningskvóta í V-Evróþu, hefur fjöldi fyrirtækja hætt fram- leiðslu eða flutt hana til láglauna- svæðanna og flutt fullunninn fatn- að þaðan heim aftur. Kreppan að koma hingað Nú er þessi kreppa að koma hingað. (slenskur fataiðnaöur stendur algerlega berskjaldaður fyrir þessu vöruflóði því þrátt fyrir margítrekuð tilmæli forsvars- manna iðnaðarins til iðnaðaryfir- valda um að hér verði gripið til kvótakerfis eins og annarsstaðar og lög sett gegn „dumping" inn á markaðinn, hafa yfirvöld dauf- heyrst hingað til. Þá telja iðnrek- endur að stjórnvöld hafi svikist um tíu ára aðlögunaraðgerðir vegna inngöngunnar í EFTA og að iðn- aðinum sé hvergi nærri sköpuð viðunandi skilyrði, sem örar til- kostnaðaraukningar bera gleggst- an vott um. Spyrnt við fótum. Árið 1979 setti Félag íslenskra iðnrekenda af stað svonefnt fata- verkefni, sem miðar að því að auka framleiöni og markaðsaðlögun innanlands. Mörg stærri fyrirtæki hér eru þátttakendur í því og hafa náð umtalsverðum árangri mælt í stóraukinni framleiðni. Það hefur leitt af sér aukið framboð og hag- stæðara verð þannig að stöðugt verður þrengra um smærri fram- leiðendur, sem ekki hafa markað sér ákveðna markaðsstefnu, eða hafa ekki bolmagn til þess, heldur reyna að fylgja í fótspor annarra. „Þeir ákveðnu, sem hafa lagt á. sig mikla markaðsstarfssemi og skapað sér bestan aögang að markaðnum eru að styrkja stöðu sína. Samkeppnin fer harðnandi, sem óhjákvæmilega leiðir af sér breytingar", segir Úlfur Sigur- mundsson, framkvæmdastjóri Út- flutningsmiðstöðvar iðnaðarins. Bendir hann á það sem dugn- aðarvott íslenskra fataframleið- enda að þrátt fyrir allt, eigi þeir mun meiri heimamarkaöshlutdeild en þekkist á hinum Norðurlönd- unum. Brugðist við breyttum aðstæðum Sú breyting, sem er hvað aug- Ijósust meðal smærri fyrirtækja þessa dagana er að þau eru mörg hver að hætta fatasaumi úr klæði fyrir innanlandsmarkað, en snúa sér þess í stað aö gerð ullarfatn- aðartil útflutnings. Sá útflutningur jókst um 35% að magni til á síðasta ári til hins vestræna markaðar. Kemur þar einkum til aukin tækni í stærri fyrirtækjunum og fjölgun smærri aðila í þessari grein. Horfur eru all góðar í þessum útflutningi og virðist markaðurinn geta tekið við aukningu. „Nú er ég hættur að gera við vélarnar og farinn að stjórna þeim" segir Örn Ingvarsson, áður viðgerðarmaður hjá Pfaff, en ný- bakaður eigandi Skinfaxa. Skin- faxi hefur framleitt kven- og barnafatnað en því veröur nú hætt, og farið að sauma ull til út- flutnings. Það er það sem gildir í dag." Fleiri virðast á þessari skoðun og t.d. hefur Röskva, ullarútflutn- ingsfyrirtæki Sigríðar á Ólafsvöll- um, nýlega keypt saumastofuna Elg, sem m.a. var eini framleiðandi karlmannafrakka hér. Þeirri fram- leiðslu verður hætt til að rýma fyrir ullarfataframleiðslu. Hlín hf. nefnist nýtt fyrirtæki í sameign Hildu hf. og Þráins Þor- valdssonar, framkvæmdastjóra Hildu. Fyrirtækið er stofnað um Kápudeild Max hf„ sem nýlega var seld hinu nýja fyrirtæki. Eitthvað verður þar áfram um kápusaum, en ullarfatnaðarframleiðsla tekin jafnhliða upp. Andri S. Backman segist vera að velta fyrir sér að hætta saumi gallabuxna, sem þó hafa verið vinsælar, og beina starfssemi fyrirtækis síns, Klæðis, inn á brautir ullarfatnaðarins. Hugsan- lega er fyrirtækið einnig falt til kaups. Aðrir eiga ekki möguleika Hér hafa verið nefnd nokkur dæmi um fyrirtæki, þar sem gagn- gerri breytingu á framleiðslu verður tiltölulega auðveldlega komið við. Af ýmsum ástæðum getur verið erfiðara um vik hjá öðrum, m.a. vegna sérhæfös véla- kosts. „Viö áttum húsnæði og vélar skuldlaust sem ætti að veita ákjósanleg skilyrði, en samt sem áöur sáum við okkur ekki fært að keppa við innflutninginn og hætt- um rekstri saumastofunnar fyrir jól", sagði Pétur Arason í Faco. Bætti hann við að fyrirtækið ætti ekki von á að saumastofan yrði sett í gang aftur ífyrirsjáanlegri framtíð. í tvö ár hefur Jón Þórisson í Módelmagasín verið að draga saman seglin í saumi tískufatnaðar fyrir kvenfólk. Fyrir tveimur árum unnu 30 manns hjá Modelmaga- síni, en nýverið var starfsseminni hætt. „Við getum ekki keppt við innflutning frá löndum, þar sem iðnaður er niðurgreiddur", segir Jón. Þá er hin gamalgróna sauma- stofa Olympíu nýlega hætt. Þar voru m.a. saumaðir sloppar, brjóstahöld og magabelti. Sigurð- ur Hjartarson tekur þó ekki dýpra í árinni en að segja starfssemina hætta í bili. Heil grein að fara í súginn Framleiðsla mokkafatnaöar hefur veriö þó nokkur á undan- förnum árum, en kann þrátt að heyra fortíðinni til. Útflutningur mokkafatnaðar tvöfaldaðist á síð- asta ári miðað við árið áður, en samt varö afkoman mun lakari. Ekki virðist lát á pöntunum, en áhugi framleiðenda fer ört dvín- andi samanber það að verksmiöj- urnar á Hvolsvelli og á Dalvík eru ekki lengur í rekstri, þótt óljóst sé 16

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.