Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1981, Síða 19

Frjáls verslun - 01.03.1981, Síða 19
„boddíin” Island er svo lítill markaður að það er nánast útilokað að tvær eða þrjár ferðaskrifstofur geti haft af því einhvern verulegan hagnað að bítast um sólbekki á sömu strönd- inni. Fyrir nokkrum árum var baráttan einna bitrust á milli Sunnu og Út- sýnar. Enda sýndi það sig oftar en einu sinni að persónuleg óvild þeirra Guðna Þórðarsonar og Ing- ólfs Guðbrandssonar blindaði þá gersamlega fyrir viðskiptalegum staöreyndum. Þeireltu hvorannan um heimsbyggðina eins og breima kettir. Ef Ingólfur fann einhvern nýjan stað var Guðni búinn að senda þangað farþega með næstu flugvél, og öfugt. Röðin ruglast Á þessum árum var Útsýn stærsta skrifstofan, Sunna númer tvö, Úrval númer þrjú og Sam- vinnuferðir númer fjögur. Hinar skrifstofurnar voru svo litlar að þær skiþtu ekki miklu máli. Svo er raunar enn, nema hvað Kjartan Helgason virðist þrífast ágætlega í hinum ótrúlegustu löndum á bak- við járntjaldið. En nú hefur röðin ruglast. Sunna er dottin út, eins og allir vita. Útsýn er áfram stærst, en Samvinnuferóir eru komnar upp í annað sæti og Úrval niður í þriðja. Uppgangurinn hjá Samvinnu- ferðum byrjaði þegar Eysteinn Helgason tók þar viö fram- kvæmdastjórn. Hann rekur mjög ,,aggressiva“ markaðspólitík enda hefur hann lent í þó nokkrum árekstrum, ekki síst við Flugleiðir. Það styrkti og mjög stöðu skrif- stotunnar þegar hún var gerð að hlutafélagi sem er í eigu Sam- vinnuhreyfingarinnar, AS(, BSRB og Stéttarsambands bænda. Samvinna við tilsvarandi stéttarfé- lög á hinum Norðurlöndunum hefur meðal annars leitt til þess að Samvinnuferðir hafa náö mjög hagstæðum kjörum á ferðum í sumarhús í Danmörku og á Möltu. Samvinnuferðir hafa raunarekki breytt frá þeirri venju ferðaskrif- stofanna að elta hver aðra á sól- arstrendurnar, nýjasta dæmið um það er Italía þar sem Útsýn var nánast einráð. En slíkar eftirfarir hafa sjaldan tekist jafn vel og hjá Samvinnuferðum á Rimini og það er erfitt að deila á það sem heppnast vel. Hverjir fara á hausinn? Samkeppnin í sumar verður ekki síst hörð vegna þess að á síðasta ári varð töluverður samdráttur. Menn eru ekki alveg sammála um hversu mikill hann var. Hæsta tal- an sem heyrst hefur nefnd er 30%, en líklega er hún í hærra lagi. Það er erfitt að segja til um hvaða skrifstofa hafi orðið verst úti vegna samdráttarins, því það er ekki hægt að treysta þeim tölum sem þær gefa upþ, um farþegafjölda. Ef lagðir eru saman þeir farþegar sem þær, hver um sig sögðust hafa flutt á síöasta ári eru þeir milli 19

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.