Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1981, Side 23

Frjáls verslun - 01.03.1981, Side 23
inröSesrí'iS Offramboð á atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu: Engar verðhækkanir í heilt ár Mikið framboð er nú á at- vinnuhúsnæði hvers konar á fasteignamarkaði á höfuð- borgarsvæðinu. Lítil hreyfing virðist hins vegar vera á þess- um markaði, og erfitt að selja eignir, jafnvel þótt um nýlegt og gott húsnæði sé að ræða. Verð á atvinnuhúsnæði hefur hækkað mjög lítið undanfarin misseri, mun minna en verð á íbúðarhúsnæði, og verð at- vinnuhúsnæðis hefur jafnvel verið óbreytt langtímum sam- an þrátt fyrir verðbólgubálið. Verð á atvinnuhúsnæði er mjög breytilegt, og erfitt að gefa ákveðin dæmi um verð á hinum ýmsu eignum. Kemur þar margt til. Mjög mismunandi mikið er lagt í hús- næði í byggingu, eftir því hvaða starfsemi það á aö hýsa. Mikill munur er til dæmis á iðnaðarhús- næði annars vegar og verslunar- og skrifstofuhúsnæði hins vegar hvað þetta snertir. Fleira kemur einnig inn í myndina, svo sem gluggapláss, lofthæð, hvort hús- næðið er allt á sömu hæð eða á fleiri en einni, staðsetning skiptir miklu máli og svo framvegis. Dýr- asta verslunar- og skrifstofuhús- næðið er nálægt og í miðborg Reykjavíkur, lægst er verð at- vinnuhúsnæðis í Hafnarfirði, en sums staðar í Kópavogi er verð með því hæsta sem gerist á ión- aðarhúsnæöi, svo sem á Smiðju- vegi og öðrum götum í því hverfi. Þar er verð til dæmis hærra en á Artúnshöfða í Reykjavík, en betri hverfi iðnaðarhúsa í Reykjavík eru þó enn á hæstu verði á höfuð- borgarsvæðinu og þar með á landinu, svo sem hús í Skeifunni. Lítil eftirspurn Þorsteinn Steingrímsson hjá Fasteignaþjónustunni sagði í samtali við Frjálsa verzlun, að það væri ekkert launungarmál, að of- framboð væri á atvinnuhúsnæði á öllu höfuðborgarsvæðinu. Mjög mikið af eignum væri til sölu, en eftirspurn væri hins vegar sáralítil. Orsakir þessa sagði hann marg- víslegar. I fyrsta lagi mætti nefna, að samkeppni bæjarfélaganna um að ná til sín atvinnufyrirtækjum, heföi gert það að verkum að of margar lóðir fyrir atvinnuhúsnæði 23

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.