Frjáls verslun - 01.03.1981, Qupperneq 25
hefðu verið skipulagðar, og síöan
hefðu of mörg hús verið byggð.
Reykjavíkurborg hefði á sínum
tíma veriö of sein að skipuleggja
ný iðnhverfi, með þeim afleiðing-
um að Kópavogskaupstaður og
síðan Hafnarfjarðarbær, hefðu
gert átak í að laða að sér þau fyr-
irtæki er ekki fengu lóðir í Reykja-
vík, hvort heldur var um að ræða
ný fyrirtæki eða gömul og gróin.
Síðar hefði Reykjavíkurborg svo
tekið við sér, og hin sveitarfélögin
þá enn hert róðurinn, til dæmis
með því að gefa gjaldfrest á
gatnagerðargjöldum og slíku.
Niðurstaðan væri svo sú, sem nú
væri horfst í augu viö; offramboð á
atvinnuhúsnæði.
Þorsteinn sagði að verð á at-
vinnuhúsnæði hefði staðið í stað í
um það bil eitt ár. Fyrir nokkrum
dögum sagði hann Fasteigna-
þjónustuna til dæmis hafa selt
ágætt húsnæði á góðum stað í
Reykjavík, fyrir nákvæmlega sömu
krónutölu og fullkomlega sam-
bærilegt húsnæði var selt á fyrir
einu ári. Á meðan íbúðarhúsnæði
hækkaði í verði, og á meðan verö-
bólgan æddi áfram og byggingar-
kostnaður héldi áfram að stór-
hækka, stæði verð á atvinnuhús-
næöi í stað. Kaupskilmála sagði
hann þó að vísu hafa harðnað
nokkuð á þessu sama tímabili.
Fyrir ári síðan hefði veriö algeng-
asta að seljandi lánaði um 30%
kaupverös til 5 ára, en nú væri sá
tími kominn niður í 3—4 ár, auk
þess sem vextir hafi hækkaö. ,,En
aðalatriðið er það“ sagði Þor-
steinn, ,,að offramboð er á þessu
húsnæði, og allar eignir sem nú
seljast eru seldar á veröi sem er
undir byggingarkostnaði. Nú er því
góður tími til að fjárfesta í atvinnu-
húsnæði, en fáir hafa á hinn bóg-
inn bolmagn til þess eins og er.“
Margir vilja selja
Sverrir Kristinsson hjá Eigna-
miðluninni tók mjög í sama streng
og Þorsteinn. Sagði hann hið
mikla framboð meðal annars koma
til af því, að sérstakur skattur hefði
verið lagður á verslunar- og skrif-
stofuhúsnæði, einnig hækkandi
fasteignamat og þar með fast-
eignagjöld gífurleg hækkun fjár-
magnskostnaðar, gerði það að
verkum að allir þeir sem gætu,
reyndu nú að selja húseignir sínar
eða hluta þeirra. Það gerðu þeir
bæði til þess að minnka skatta á
fyrirtækjum sínum og hreinlega til
að ná í rekstrarfé til starfseminnar.
Allt þetta yrði til þess að offramboð
væri á húsnæði til atvinnurekstrar,
en um leið sáralítil eftirspurn sem
aö sjálfsögðu þýddi kyrrstöðu í
verði.
Stefán Ingólfsson hjá Fast-
eignamati ríkisins sagði í samtali
við blaðið, að miklum erfiðleikum
hefði verið bundið að reikna út
verð fasteigna í fyrra, vegna sölu-
tregðu og kyrrstöðu á markaðn-
um. En fasteignamat er grunnd-
vallað á verði fasteigna, sam-
kvæmt þeim upplýsingum er fást
úr afsölum og kaupsamningum.
Stefán sagði skil á kaupsamning-
um til Fasteignamatsins núorðið
yfirleitt góð, þannig að unnt ætti
að vera að hafa góða yfirsýn yfir
markaðinn. — Stefán sagði rétt að
taka sérstaklega fram, að öll þau
plögg er Fasteignamatiö hefði
undir höndum væru ,,vernduð“,
þannig að utanaðkomandi aðilar
fengju ekki aðgang að þeim undir
nokkrum kringumstæðum, hvorki
skattayfirvöld né aörir.
Að sögn Stefáns má glögglega
sjá þá breytingu sem orðið hefur á
verði atvinnuhúsnæðis, á hækk-
unartölum milli ára á atvinnuhús-
næöi annars vegar og íbúðarhús-
næði hins vegar. Allt frá hausti
1978 og fram í mars 1980 hefði
verið að heita má jöfn og stöðug
hækkun á verði fasteigna. Framan
af hefði atvinnu- og íbúðarhús-
næði fylgst að, en í fyrra hefði
fasteignasalan dottið niður og þar
með skilið á milli, og hefði þeirrar
þróunar raunar oröið vart nokkru
fyrr. Á milli áranna 1977 og 1978
hækkaði verð bæði atvinnu- og
íbúðarhúsnæðis um 42% sam-
kvæmt tölum Fasteignamatsins. Á
milli áranna 1978 og 1979 hækkar
verð íbúöarhúsnæðis síðan um
60%, en atvinnuhúsnæðis um
55%. Verulegur munur verður síð-
an milli áranna 1979 og 1980, er
atvinnuhúsnæöi hækkaði um
45%, en íbúðarhúsnæði um 57%.
Stefán sagði enn ekki Ijóst hver
þróunin hefði verið milli 1980 og
1981, enda væri erfiðleikum
bundið að meta þaö hvað at-
vinnuhúsnæði snerti, því aðeins
væri vitað um sárafáar sölur á
fjórða ársfjórðungi síðasta árs. @3
25