Frjáls verslun - 01.03.1981, Qupperneq 29
Kostnaðaráætlun vegna flug-
stöðvarbyggingarinnar sjálfrar
nemur nú 40,2 milljónum dollara
miðað við 1. janúar 1981. Um
helmingur þeirrar fjárhæðar kem-
ur í hlut íslenzkra yfirvalda. Ljóst er
að hér er um dýra bygginu að
ræða enda ekki oft, sem ráðizt er í
að reisa miðstöð fyrir flugsam-
göngur landsmanna við útlönd.
Upphaflegu áætlanirnar voru þó
mun stórtækari og átti flugstöðin
að kosta 50—60 millj. dollara
samkvæmt þeim. Það þótti ekki
viðráðanlegt og var því ráðizt í
endurhönnun, sem lauk nú fyrir
fáeinum vikum. Þeir Helgi Ágústs-
son, forstöðumaður varnarmála-
deildar utanríkisráðuneytisins, og
Garðar Halldórsson, húsameistari
ríkisins, hafa að undanförnu kynnt
teikningar og framkvæmdaáætlun
fyrir þeim aðilum, sem málið varð-
ar. Hönnun flugstöðvarinnar hefur
í meginatriöum verið sameiginlegt
verkefni embættis húsameistara
ríkisins, Almennu verkfræðistof-
unnar h.f. Fjárhitunar h.f. Raf-
hönnunar h.f. og Shriver & Holland
Associates.
Gler og gróður
Flugstöðin á Keflavíkurflugvelli
á að rísa vestan við byggðina í
Keflavík, uppi á heiðinni norðan
flugvallarins. Nýr vegur verður
lagður yfir oliugeymasvæðið sem
nú er milli Keflavíkurbyggöar og
vallarins. Leiðin verður um 4—5
km lengri úr Reykjavík en að nú-
verandi flugstöð.
Nýja byggingin er þannig hönn-
uö að auðveldlega má stækka
hana til norðurs um helming og
með tiltölulega litlum kostnaði.
Þaö sem fyrst vekur athygli í útliti
hennar eru miklir gluggar á tveim
hliðum, sem eiga að skapa skil-
yrði fyrir skemmtilegt andrúms-
loft í veitingasölum og gróður-
skála, sem skipulagður verður í
námunda við þá. Hér er um að
ræða vandmeðfarið hönnunar-
atriði og hefur upplýsinga verið
aflaó um nýjustu tækni erlendis frá
viö gerð slikra glermannvirkja,
sem eiga með notkun nýjustu efna
og tækniaðferða að þola þenslu
og álag í þeim veðrum, sem vænta
má á þessum slóðum. Verður
byggingin gerð úr gleri, stáli og
steini. Útboð byggingarfram-
kvæmdarinnar verður einskorðað
við íslenzka og bandaríska aðila.
„V.I.P.“-herbergi og
góður aðbúnaður
starfsfólks
Gerð flugstöðvarbyggingarinn-
ar gerir ráð fyrir inngangi brottfar-
arfarþega við vesturhlið bygging-
arinnar en komufarþegar munu
ganga út við austurhlið. Byggingin
verður tvær hæðir. Á neöri hæð-
inni er afgreiðsla farþega og far-
angurs auk tolleftirlits og þjónustu
við farþega, svo sem upplýsinga-
þjónusta, kaffistofa, banki, póst-
hús, bílaleiga o.fl. Fyrirhugað er að
bjóða þennan rekstur út. Á efri
hæð verða verzlanir eins og Frí-
höfnin, íslenzkur markaður auk
biðsalar, einkastofu fyrirmanna
meðal farþega (V.I.P.-herbergi,
veitingarrekstrar, flugeldhúss,
skrifstofuhúsnæðis, flugvallar-
þjónustu flugfélaga og verður-
stofu, auk aðstöðu fyrir starfsfólk-
ið. Áherzla hefur verið lögð á góð-
an aðbúnað starfsmanna í hví-
vetna og farið í því efni eftir
ákvæðum úr reglugerðum í ná-
grannalöndum um aðbúnað á
slíkum vinnustöðum. Allur farang-
ur verður t.d. fluttur með rafknún-
um vögnum inn í bygginguna, þar
sem losun fer fram. Þá verða
rúllustigar fyrir farþega til að kom-
ast á milli hæða auk venjulegra
stigaganga og sérstakt tillit hefur
verið tekið til fatlaðra við hönnun
byggingarinnar, m.a. með lyftu,
sem flutt getur fólk í hjólastólum á
milli hæðanna.
70% meira rými en nú
Núverandi flugstöðvarbygging
er að nýtanlegu heildarflatarmáli
um 700 m:. Báðar hæðir nýju
flugstöðvarinnar eru samtals að
nýtanlegu flatarmáli 11900 m2. Að
rúmmetratali er byggingin um
85000 rúmmetrar, sem er um 70%
stækkun í samanburði við núver-
andi aðstæður. Er þar að stærst-
um hluta um að ræða svæði, sem
ætluð eru til að bæta aðstöðu fyrir
starfsfólk og þjónustu við farþega.
Burðarkerfi hússins er á þann veg
að það býr yfir góðum möguleikum
til innanhússbreytinga og stækk-
unar. Reiknað er með að um 400
farþegar geti verið í afgreiðslu
samtímis.
Samdráttur — ekki
afgerandi áhrif á
stærð
Þessi bygging eins og hún lítur
nú út á fullfrágengnum teikning-
um, er um 30% minni en teikningar
danskra hönnuða gerðu ráð fyrir
árið 1974. Núverandi utanríkis-
ráöherra fól byggingarnefndinni
að taka hönnunarforsendur bygg-
ingarinnar til ítarlegrar endur-
skoðunar í febrúar 1980, einkum
með tilliti til mats á stærð, kostn-
að og breyttum aðstæðum í
millilandaflugi íslendinga. Álit
nefndarinnar var að samdráttur í
Norður-Atlantshafsfluginu hefði
ekki afgerandi áhrif á fyrirhugaóa
stærð og var tekið fullt tillit til
þessa samdráttar í sambandi við
nýtingu einstakra svæða í bygg-
ingunni. Til dæmis er nú gert ráð
fyrir flugeldhúsinu á efri hæð
byggingarinnar en áður hafði því
verið ætlaður staöur í sérstakri
byggingu. Með aukinni flugumferð
má síðar byggja sérstaklega yfir
þessa starfsemi og þar með
stækka biðsal farþega og önnur
svæöi. Ef innanlandsflug yrði flutt
til Keflavíkurflugvallar mætti koma
afgreiðslu þess fyrir íbyggingunni.
Fjöldi farþega um Keflavíkur-
flugvöll hefur verið sem hér segir á
undanförnum árum:
Inn og út
úr landinu
1977 275.000
1978 292.000
1979 292.000
1980 260.000
Transit Samtals
255.000 530.000
267.000 559.000
261.000 553.000
138.000 398.000
Flugleiðir gera ráð fyrir í rekstr-
aráætlun fyrir yfirstandandi ár að
farþegum í Evrópuflugi fjölgi um
2,3% en 41,1% fækkun á Norður-
Atlantshafsleiðinni.
Teikningarnar gera ráö fyrir að
hægt verði að afgreiða fjórar flug-
vélar í einu. Að tveim þeirra munu
liggja yfirbyggðar landgöngubrýr
með biðstofu fyrir farþega úti við
vél. Auk þess verða tveir veniulea-
ir, opnir útgangar. ®
29