Frjáls verslun - 01.03.1981, Qupperneq 31
Er Steingrímur Hermannsson að gjörbreyta flugmálastefnu
íslands? Þessarar spurningar hafa margir spurt sig frá því að
núverandi ríkisstjórn settist að völdum og Steingrímur Her-
mannsson varð samgönguráðherra. í ráðherratíð Steingríms
hafa verið meiri sviptingar í flugmálum en sjálfsagt hjá nokkr-
um öðrum samgönguráðherra. Þar ber auvitað hæst erfiðleika
Flugleiða og þær endalausu umræður sem þeim hafa fylgt,
samfara því sem aðrir aðilar á flugmarkaði hafa sótt í sig veðrið.
Það, sem þó kann að vera athyglisverðara eru opinskáar yfir-
lýsingar Steingríms um að þörf sé breytinga á fyrirkomulagi
flugs til og frá íslandi.
Pétur J. Eiríksson
Þegar haft er f huga aö stefna
yfirvalda hefur a.m.k. frá sam-
einingu Flugfélags (slands og
Loftleiða veriö sú aö Flugleiðir
væru hið opinbera flugfélag ís-
lendinga en hin félögin, Arnar-
flug og Iscargo væri til, án þess
aö þau nytu sérstakrar viöur-
kenningar, þá brá mörgum í brún
þegar Steingrímur Hermannsson
gaf til kynna aö um fleiri aðila
gæti verið aö ræða í íslenskum
flugmálum. Flestir töldu aö hér
ætti ráðherrann við Arnarflug, en
stjórnendur þess höföu sýnt
talsverða drift í rekstri og m.a.
sótt þaö aö komast inn í áætlun-
arflug. það kom þó í Ijós að Is-
cargo var jafn líklegur kandidat,
því félaginu var veitt leyfi til
áætlunarflugs meó farþega milli
Reykjavíkur og Amsterdam, þótt
þaö heföi ekki stundaö farþega-
flug áður. í sama mund gerði
ríkisstjórnin þaö að skilyrði fyrir
ríkisábyrgð á lánum til Flugleiða
að fyrirtækiö losaði við eignar-
hlut sinn í Arnarflugi, þannig að
það starfaði sjáfstætt gagnvart
Flugleiðum.
Voru öflin í fluginu þar með
orðin þrjú. Var hugmyndin að
þrír aðilar kepptu á hinum litla
íslenska markaði? Var hér um
algera stefnubreytingu að ræða í
flugmálum? Frjáls verzlun bar
þetta undir Steingrím Her-
mannsson.
„Þegar ég hef talað um fleiri
aðila í íslenskum flugmálum,
hefur það ekki verið bundið við
neitt sérstakt flugfélag nema
hvað Flugleiðir eru einn þessara
aðila að sjálfsögðu. Ég hef aldrei
farið dult með þaö að ég tel
varasamt að allt flug til og frá
landinu sé á einni hendi. Þetta
kom strax fram í þingræöu, sem
ég hélt 1974, þegar sameining
Flugfélagsins og Loftleiða var til
umræðu.
Eins tel ég fyrir mitt leyti vara-
samt hvað Flugleiðir hafa orðið
yfirgnæfandi á hótelmarkaðnum
og teygt sig inn í bílaleigu og
ferðaskrifstofurekstur. Ferða-
skrifstofur hafa kvartað við mig
um einokun, sem þær telja sig
verða að þola af hálfu Flugleiða.
Ég er það mikill maður hinnar
frjálsu verslunnar að ég tel að
svo sterk staða eins aðila sé
vafasöm. Þess vegna vil ég
stuðla að því, sem ég tel skyn-
samlega stefnu, að hér séu tveir
aðilar í farþegaflugi þar af annar
aðallega í leiguflugi, og kannski
þriðji aðilinn í fraktflugi. Það er
auðvitað Ijóst að Flugleiðir yrðu
stærsti aðilinn og hefðu okkar
helstu áætlunarleiðir, svo sem
Nörðurlönd og Bretland og svo
eitthvað leiguflug til uppfyllingar.
Leiguflugsaðilanum mætti hins
vegar skapa einhverja festu með
örfáum áætlunarleiðum.
Hvað Iscargo varðar þá hef ég
aldrei farið leynt með að það kom
eins og skrattinn úr sauðalegg
að Flugráð mælti með því að þeir
fengju leyfi til áætlunarflugs.
Forráðamenn Iscargo leituðu til
mín en ég lýsti mínum efasemd-
um um að þeir fengju að fljúga
áætlunarflug með farþega. Ég
kvaðst hins vegar ekki mundu
standa á móti ef Flugráð féllist á
það. Svo fór í Flugráði að fjórir
greiddu atkvæði meö umsókn
Iscargo en enginn á móti. Þá var
loforöið hermt upp á mig og ég
sá mig skyldan að standa við
það. Ég lít hins vegar á þessa
leyfisveitingu, sem undantekn-
ingu og tel reyndar að þetta flug
geti orðið erfitt í framkvæmd. Ég
vil þó taka fram að ég tel Iscargo
vel aó þessu komið ef unnt reyn-
ist að auka hagkvæmni með
blönduöu vöru- og farþegaflugi.
Sá vilji stjórnvalda að Flug-
leiðir selji Arnarflug og að félagið
verði sjálfstæður aðili byggist
fyrst og fremst á þeirri stefnu að
hér verði leiguflugsaðili, óháður
Flugleiðum, sem ferðaskrifstof-
urnar geta leitað til. Það er rétt að
minna á að þegar Arnarflug fékk
leyfi til innanlandsflugs var það
skilyrði sett að flugið yrði rekið
óháð Flugleiðum. Ég er ekki að
segja að svo hafi ekki verið í inn-
anlandsflugi en ég lít svo á að
31