Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1981, Qupperneq 38

Frjáls verslun - 01.03.1981, Qupperneq 38
Hver var tilgangurinn með stofnun námskeiðahalds við skólann? Fólk er þjálfað til starfa á tvenn- an hátt. í fyrsta lagi með skóla- göngu á unglingsárum áður en það hefur störf, og í öðru lagi með námskeiðum og þjálfun eftir að það hefur störf. Staðgóð undir- búningsmenntun er að sjálfsögðu alltaf nauðsynleg en á hraðfara breytingatímum fer mikilvægi sí- felldrar menntunar og þjálfunar alltaf vaxandi, og það var því ákveðið 1977 að Samvinnuskólinn skyldi koma á fót reglubundnu námskeiöahaldi fyrir félagsmenn, félagskjörna trúnaðarmenn og starfsmenn samvinnuhreyfingar- innar. Og hvert er svo markmið nám- skeiðanna? Markmið með námskeiðunum er tvíþætt. Fyrra markmiðið snýr að atvinnuveitandanum, samvinnu- hreyfingunni, og felst í því að auka starfshæfni starfsmanna þannig að samvinnufyrirtækin skili betri efnahagslegum árangri. Síðara markmiðið snýr að starfsmann- inum sjálfum og miðar að því að auka það sem við getum kallað starfslega sjálfsvirðingu hans, auka færni hans og möguleika á stöðuhækkun. Fær fólk þá launahækkanir fyrir að sækja námskeið Samvinnu- skólans? Þetta er ekki óalgeng spurning. Okkar svar við henni er þetta: Það er eðlilegur hluti af starfi hvers manns að halda við og auka þekkingu sína og færni, og þar af leiðandi er þátttaka á námskeið- unum ekki ástæða til launahækk- unar. Hins vegar er augljóst að sá maður sem iðinn er við að sækja námskeið og auka færi sína er þar með að auka möguleika sína til að ráðast til ábyrgðarmeiri og þar með betur launaðra starfa. Allir þátttakendurá námskeiðum okkar fá skírteini fyrir þátttökuna, og við höfum þegar séð mörg dæmi þess að menn sem komið hafa alloft á námskeið hjá okkur hafa ráðist til ábyrgðarmeiri starfa. Hvaða námskeið eru það sem Samvinnuskólinn býður nú upp á? [ fyrstu lögðum við aðaláherslu á námskeið fyrir verslunarfólk og nú bjóðum við upp á sex mismunandi verslunarnámskeið. Síðan hafa stjórnunarnámskeið bæst við, fé- lagsmálanámskeið, námskeið fyrir endurskoðendur kaupfélaga, stjórnarmannanámskeið, nám- skeið um útgáfustörf, sjónvarps- námskeið, kjötvörunámskeið, námskeið í samvinnufræðum, námskeið um ávexti og grænmeti auk sérstakrar námskeiðaseríu sem við erum með fyrír Iðnaðar- deild Sambandsins. Hvernig eru námskeiðin skipulögð? Námskeiðin standa frá fjórum klukkustundum og upp í eina viku. Skipulag námskeiðanna hefur verið byggt upp frá grunni af Samvinnuskólanum og annast kennarar skólans kennslu á mörg- um þeirra, en einnig er leitað út fyrir raðir skólans í sambandi við kennslu á hinum ýmsu sérhæfðari námskeiðum. Kennarar skólans fara út í kaupfélögin og halda þar námskeið í eitt eða tvö kvöld einu sinni til tvisvar á ári, og á síðasta ári vorum við með námskeiö á yfir 40 stöðum á landinu. Lengri nám- skeið eru hins vegar haldin að Bif- röst, í Reykjavik eða á öðrum hentugum stöðum. Hvaða atriði eru það sem mest áhersla er lögð á? Við leggjum aðaláherslu á fjögur atriöi. í fyrsta lagi að auka faglega þekkingu fólks á starfi sínu, í öðru lagi að þjálfa fólk í vinnuþrögðum, í þriöja lagi að skaþa jákvæð við- horf til starfsins, vinnustaðarins og þeirrar starfsemi sem þar fer fram, og í fjórða lagi að efla samlög- unarhæfileika fólks, því mest öll vinna fer jú fram í einhvers konar hópum. Hvað eru námskeiðin orðin mörg hjá ykkur? Námskeiðunum fjölgar ár frá ári sem og þátttakendum. Auk þess eru þau alltaf að lengjast og verða ítarlegri. Að öðru leyti vil ég vísa til töflu sem hér fylgir. Hvernig hafa svo viðtökurnar verið? Viðtökur hafa verið ákaflega góðar. Að sjálfsögðu eru menn mismunandi skoðunar á þýðingu námskeiðahalds fyrir starfsfólk. Sumir líta á námskeið sem skemmtilega tilbreytingu, en við í Samvinnuskólanum, og raunar sí- vaxandi fjöldi stjórnenda, lítum á námskeiðahald sem eitt af tækjum sem stjórnendur hafa til þess að bæta rekstur sinna fyrirtækja. Við erum sannfærð um það að þótt námskeiðahald kosti vissulega peninga þá komi þessir peningar til baka til fyrirtækisins í betri rekstri. Sérstaklega mun þetta koma fram eftir að fyrirtæki eru farin að skipuleggja á kertisbund- inn hátt starfsmannaþjálfun og mannaaflaþróun, en því miður skortir töluvert á að þessum þætti sé sinnt innan íslenskra fyrirtækja. gg 38
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.