Frjáls verslun - 01.03.1981, Síða 43
Steinn Sveinsson: Flutningaþjónusta
frá framleiöanda í skip eða flug-
vél.
Iþjoðleg
flutningsmiðlun
nær fótfestu á íslandi
Helga Ingólfsdóttir
Fyrir tæpu ári, nánar tiltekið í
apríl 1980, var opnað í Reykjavík
þjónustufyrirtæki, sem er hið
fyrsta sinnar tegundar hér á landi.
Það er Flutningsmiðlunin (Freight
Forwarders), og er hún til húsa að
Klapparstíg 29. Framkvæmda-
stjóri fyrirtækisins er Steinn
Sveinsson.
Flutningsmiðlunin hefur umboð
fyrir hollenska fyrirtækið Frans
Maas og vinnur með því fyrirtæki.
Frans Maas er alþjóðleg flutn-
ingamiðlun sem starfrækir um 60
skrifstofur og vörugeymslur í
Evrópu og hefur auk þess sam-
bönd í öllum heimsálfum gegnum
eigin skrifstofur eða umboðs-
menn, en höfuðstöðvarnar eru í
Rotterdam. Fyrirtækið á og rekur
sjálft um 3000 vöru- og flutninga-
bíla (trailers) sem eru yfirbyggðir
og allt að 12 metra langir.
Þjónustan við íslenska
inn- og útflytjendur
„íslenskum innflytjendum
bjóðum við upp á flutning og alla
skylda þjónustu frá framleiðanda
og um borð í íslensk skip eða
flugvélar, og gildir þá einu með
hvaða skilmálum varan er keypt —
svo sem frítt um borð (FOB), frí
landamæri (Free Boarder) eða frítt
frá verksmiðju (Ex Factory). Við
gerum þeim tilboð í slíka flutninga
og innifalið í þjónustunni er frá-
gangur allra nauðsynlegra skjala
og annars sem ganga þarf frá áður
en varan er komin um borð í skip
eða flugvél. Við fylgjum síðan
pöntuninni eftir, veitum upplýs-
ingar um hvar varan er á ferðinni
og hvenær, og bókunarlista fáum
við vikulega að utan. Að sjálf-
sögðu er telexið ómissandi þáttur í
þessu sambandi. Við getum tekið
vörupantanir — stórar og smáar
— svo til hvar sem er, því umsvif
Frans Maas eru mikil, flutninga-
netið stórt og feröir tíðar, og þjón-
ustan gengur fljótt fyrir sig.
Einnig bjóðum við þann mögu-
leika að safna saman á einum stað
vörupöntunum frá fleiri en einum
aðila erlendis og flytja í flutninga-
bílum okkar í skipshöfn eða flug-
höfn hvar sem er. Þá standa svo-
nefndir ,,frá húsi til húss“ gáma-
flutningar viðskiptavinum okkar til
boða, þ.e. að flytja vöruna alla leið
frá framleiðanda í sömu gámum
sem við sjáum um að útvega á er-
lendri grund og flytja í áfangastað.
Gámarnir eru af tveimur stærðum,
43