Frjáls verslun - 01.03.1981, Side 47
það okkur t.d. mikið, að enginn umboðsmaður var
starfandi í Lyon.
— Eru skilyrði fyrir hendi til að fara með sýningar
víða um lönd þannig að þær skili fljótlega árangri?
Sveinn: Það er hægt að gera miklu meira á sviði
vörukynningar. En aðgerðirnar hljóta að miðast við
getu manna heima á íslandi. Framleiöslufyrirtækin
eru yfirleitt ekki stór og þau ráða yfir takmörkuðum
mannafla til að sinna kynningarmálum. Víða eru
menn komnir inn á góða markaði, sem þeir vilja leggja
betri rækt við fremur en að flengjast víðar.
Hulda: I Ijósi þessara skorða sem smæðin setur
fyrirtækjum heima hefur verió mjög ánægjulegt aö
fylgjast með aukinni viðleitni þeirra til að vinna saman
að undirbúningi sýninga í stað þess að hvert fyrirtæki
væri eitthvað að pukrast út af fyrir sig. Það sparast
miklir peningar ef 2—3 aðilar taka sig saman, ráða
sameiginlega sýningarstúlkur til að sýna vörur frá
þeim öllum og dreifa síðan upplýsingaritum frá öllum
viðkomandi fyrirtækjum.
— Hvernig hafið þið skipulagt þessa kynningu
hér á Aerogolf? Hvað fer hér fram?
Hilmar: Þetta er fyrst og fremst hótelkynning, sem
stendur í 14 daga. Ég hef verið fenginn til að aðstoða
starfsmenn eldhússins við að matreiða úr íslenzka
hráefninu meðan þettaeraðfara af stað. Ég kom með
um 650 kíló af íslenzkum mat með mér að heiman, lax,
reyktan og nýjan, kavíar, rækjur, hangikjöt og osta.
Næstu tvær vikurnar verður því sérstakur, íslenzkur
matseðill kynntur hér í veitingasölunum. Landkynn-
ingarbæklingar munu einnig liggja frammi. Þessu til
viðbótar höfum við sýnishorn af íslenzkum útflutn-
ingsvörum, og margs konar veggskreytingar til að
minna á landið.
Það verður móttaka fyrir blaðamenn og fulltrúa frá
ferðaþjónustufyrirtækjum kl. 18—20 íkvöld. Sýning-
arstúlkurnar tvær, sem hingað komu með okkur, sýna
þá nýjustu tízkuna í prjónavörunum og auk þess
kynnum við land og þjóð eftir megni fyrir gestunum.
— Hvaða árangurs er að vænta af svona mat-
vælakynningu í beinhörðum tekjum fyrir íslenzk út-
flutningsfyrirtæki?
Hulda: Tilgangurinn er fyrst og fremst sá aö vekja
athygli á islandi. Fólk kaupir líka gjarnan matvörurnar
í verzlunum þegar það hefur bragðað á þeim hér á
hótelinu, ef þær eru þá á annað borð fáanlegar.
Þetta undirstrikar enn mikilvægi þess að hafa um-
boðsmann og dreifingu á vörunum svo hægt sé að
svara þeirri eftirspurn sem vaknar við kynninguna
Menn þurfa að geta staðsett (sland, ef svo mætti
segja, og læra meira um land og þjóð, til þess að
kunna betur að meta þær vörur, sem við seljum á
mörkuðum erlendis.
Hilmar: Mér er kunnugt um mann í Þýzkalandi, sem
smakkaði íslenzkan mat á hótelkynningu þar í landi,
og vildi ólmur hefja innflutning á kavíar og skyri. Ég
veit nú ekki hvernig þetta gekk með skyrið. En hann
fékk allar uþplýsingar hjá okkur á staðnum um þá
aðila heima, sem hann ætti að leita til.
Oft snúa þessir aðilar sér ekki til fyrirtækjanna
heima fyrr en nokkru eftir kynningarnar, og það er
ekki einu sinni víst að þeir taki nokkurn tíma fram að
þeir hafi fyrst komizt ( snertingu við vörurnar á kynn-
ingu af þessu tagi.
— Höfðuð þið árangur sem erfiði af sýningunum í
Frakklandi í fyrra?
Sveinn: Það tel ég alveg tvímælalaust. Við sýndum í
París, Lyon, Strasbourg, Grenoble og Boulogne. Þaö
er talsvert um ísland og íslenzkar vörur fjallað í blöð-
um og sjónvarpi á þessum stöðum, nema í París. Þá
buðum við 60 fréttamönnum til móttöku þar en það
komu ekki nema 5. Fjölmiðlum í höfuðborginni finnst
þetta ekki nógu merkilegt og sinna því þess vegna
ekki. En við þurfum ekki endilega að ráðast inn í París.
— Áttu við að meiri árangurs sé að vænta í borg-
um í „dreifbýlinu"?
Sveinn: Að sumu leyti, já. I Lyon fengum við mjög
mikla og góða umfjöllun í blöðum, útvarpi og sjón-
varpi. Einar Benediktsson, sendiherra í París, notaði
tækifærið og þáði boð um opinbera heimsókn til
borgarinnar, sem vakti athygli. Hann heimsótti borg-
arstjórann og sýslumann héraðsins í tengslum við
vörukynninguna og frá því var ítarlega greint í fjöl-
miðlum.
Hulda: Mér fannst það merkilegast við sýningarnar í
Frakklandi, hvað gæði íslenzku vörunnar komu fólki á
óvart. Það virtist hafa óljóst hugboð um að frá fornu
fari hefðu Islendingar getað prjónað lopapeysur og
sokkaleista. En að við skyldum framleiða svo mikla
gæðavöru og í samræmi við nýjustu tízku kom heldur
flatt upp á menn.
Sveinn: Ég varð þessa mjög áskynja, þegar ég fór í
undirbúningsferðir á staðina fyrir sýningarnar. Þá hitti
ég hótelstjóra og fleiri. Menn tóku mér svo sem vel, en
ég hafði á tilfinningunni að þeir gerðu sér ekki grein
fyrir getu okkar á þessu sviöi. Þeir áttu von á einhverju
frumstæðu og fremur ,,sveitó“. Af þessum sökum
urðu þeir ekki aðeins ánægðir, þegar þeir sáu um
hvað þetta snerist, heldur líka alveg undrandi. Fólk frá
fínum tízkuverzlunum varð t.d. stórhrifið.
— Hver borgar brúsann?
Hulda: I þessu tilviki, sem um er að ræða hér í
Luxemborg hafa iðnfyrirtækin, sem þátt taka í kynn-
ingunni, fengið styrk frá iðnrekstrarsjóði. Hann
nemur um helmingi af kostnaði þeirra við kynning-
una. Hinum helmingnum skipta þau á sig. Yfirleitt
skiptist útlagður kostnaður í ákveðnu hlutfalli eftir
hagsmunum fyrirtækjanna.
Hilmar: Flugleiðir leggja af mörkum ókeypis ferðir
eða drjúgan afslátt fyrir þá sem starfa beint að kynn-
ingunum. Einnig landkynningarbæklinga og skreyt-
ingar. Fyrirtækin borga starfsmönnum sínum laun og
dagpeninga. Þau ráöa sýningarstúlkurnar og borga
kaup þeirra. Þegar um hótelkynningar er að ræða fá
matreiðslumaður og sýningarstúlkur gjarnan ókeypis
gistingu og aðrir verulegan afslátt. Annars er þetta
fyrirkomulag eins misjafnt og ferðirnar eru margar.
Sveinn: I' sumum tilfellum tíðkast það líka, að um-
boðsmenn íslenzkra fyrirtækja erlendis standi fyrir
kynningu. Þannig var það í Grenoble. Umboðsmaður
fyrir íslenzkar ullarvörur stóð að meginhluta straum af
kostnaði við þá sýningu.
47