Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1981, Qupperneq 50

Frjáls verslun - 01.03.1981, Qupperneq 50
Listin að selja: okkur minnisatriði Listin, sem kallast sölu- mennska, felst í því að komast að því hvað fólk vill eignast og hjálpa því til þess að eignast það. Góður sölumaður er sá sem á auðvelt með að sannfæra aðra. Sé hann ekki sannfærður sjálfur á hann miklu erfiðara með að sannfæra aðra, en það þýðir einfaldlega að sölu- maður verður að vita út í ystu æsar hvað það raunverulega er sem hann er að reyna að selja og hverjum það kæmi að gagni eða yrði til ánægju. Það er ekki hægt að ætlast til þess af tilvonandi kaupanda (fórnarlambi ef um bílasölur er að ræða) að honum séu Ijós þau atriði sem máli skipta, þótt sölumaðurinn sé búinn að telja upp öll aðalatriði málsins. Sumt af því sem hann telur vera allt að því aukaatriði, getur verið þau atriði sem ráða úrslitum hjá kaupandanum. Fyrst er að finna út hvaða atriði kaupandinn telur vera mikilvægust Salan er undir því komin að sölu- maðurinn geri þeim atriðum sem gleggst skil. Samanburður getur verið mjög gagnlegur sé honum beitt á hógværan hátt. Með því að bera saman kosti þeirrar vöru sem selja á og svipaðrar vöru sem kaupandinn er kunnugur eða á fyrir, er hægara að fá kaupandann til þess að gefa þeim upplýsingum gaum, sem sölumaðurinn hefur á hendinni. Smá dæmi af kemíska sviðinu um virkni samanburðar: Kaupandinn: Oh, blessaður vertu öll saltsýra er nákvæmlega eins, ég hlusta ekki á svona píp. Sölumaður: í grófum dráttum er það rétt. En þú sem gjörþekkir timbur, þú myndir ekki mæla með því að ég notaði hvíta furu í timburgólf í stofunni hjá mér, er það? Kaupandinn: Nei, ertu alveg snar? hún mundi verpast upp eins og þvottabretti. Sölumaður: Einmitt, en sjáðu það er það sama meö saltsýru. Ódýrari gerð- irnar líta alveg eins út og okkar salt- sýra. En á tvennan hátt eru þær öðru vísi. I fyrsta lagi minnkar styrkleiki þeirra mjög fljótt. Okkar saltsýra gerir það ekki. í öðru lagi mundi ódýrari saltsýran einungis skila sér 25% til baka í framleiðslunni hjá þér vegna óhreininda og skúmmyndunar. Okkar saltsýra skilar sér hinsvegar 90% til baka vegna þess að hún er mun betri, sem þýðir að 100 lítrar af saltsýru frá okkur eru á við 190 líltra of ódýrari salt- sýrunni. Dæmið sýnir hvernig skírskotun til 50
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.