Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1981, Page 53

Frjáls verslun - 01.03.1981, Page 53
athugasemdir en þær sem hann er raunverulega með í huga. Undir niðri er áhugi fyrir vörunni. Þá kemur til kasta sölumannsins að fiska hinar raunverulegu athugasemdir upp á yfir- borðið. Stundum getur verið um það að ræða að kaupandinn skammist sín fyrir að gera þær athugasemdir sem engu að síður eru nauðsynlegar, t.d. vegna þess að hann er hræddur um að koma upp um ókunnugleika sinn á einhverju tilteknu sviði. En hvernig er bezt að bregðast við í slíku tilviki? Árangursríkast hefur reynst að spyrja spurninga í ,,af hverju" dúr. Sem sagt: Af hverju telur þú vöru x vera betri en okkar, í hverju felst mismunurinn? Eða: Af hverju skipta meiri gæði vörunnar minna máli fyrir þig? Af hverju ertu ekki til í að reyna okkar vöru þér að kostnaðar- lausu í ákveðinn tíma? Að baki þeirrar fullyrðingar aö vara x sé ódýrari og jafnvel betri, kunna að vera allt aðrar ástæður en að svo sé í raun og veru í augum kaupandans. Það geta verið önnur tengsl þar á milli, það getur verið áunnin mótstaða gegn öllu sem er nýtt og ekki nákvæmlega eins og það sem kaupandinn er vanur. Það er mikils vert að komast að kjarna málsins með lagni. Spurningar sem byrjuðu t.d.: en getur ekki verið að það sé einnig vegna þess að x bjóði uppá . .. Finndu út hvað liggur að baki, því það sem x getur boðið er oftast einnig á þínu valdi að bjóða. Frestunaráráttan Ekki ósjaldan eru það frestanir en ekki athugasemdir sem sölumaður þarf að glíma við: Ég geri eitthvað í málinu strax á næsta ári, talaðu við mig í næstu viku o.s.frv., eru svör sem allir kannast við. Orsakirnar eru oftast þær að við- komandi á erfitt með að taka ákvarð- anir, en stundum einnig þær að mál- efnið er þannig fyrir væntanlegan kaupanda lagt, að það höfðar ekki til þess notagildis sem hann er fær um að meta strax og í stað þess að segja sölumanninum að fara til fjandans er mun huggulegra að slá málinu á ótímabundinn frest og losna þannig við hann. Þess vegna er það mikilvægt að sölumaður, sem verður var við það á einhverju stigi viðtalsins, að honum hefur ekki tekist að sannfæra kaup- andann með því sem hann hafði fært sem fullgild rök að sínu mati, byrji uppá nýtt og reyni aö komast að því hvað það var sem ekki gekk, leggja það fram í öðrum búningi, sem hæft gæti betur. Þegar ganga á frá sölu Að ganga frá sölu þýðir einfaldlega að koma af stað fyrstu pöntuninni. Þjálfaður sölumaður dregur aldrei við sig að spyrja, en þeir sem eru græn- jaxlar í faginu eru oft allt of tregir og hikandi við að spyrja, og spyrja alls ekki nógu oft. Það er mikill misskiln- ingur að halda því fram að kaupandi, sem oft er hringt til og honum boðið uppá viðtal eða vöru finnist það trufl- andi, jafnvel þótt svarið hafi ávallt fram að þessu verið nei, og að hljóðið í honum sé dálítið ergilegt, Innst inni finnst kaupandanum þægilegt að vita til þess aö einhver man eftir honum og metur það að haft hefur verið fyrir því að hringja til hans eða líta inn, sér- staklega af því að hann hefur fram að þessu ávallt verið andsnúinn. Stærsta atriðið sem hafa verður í huga þegar gengið er frá sölu, er að líta á pöntunina sem eölilegt og fullkom- lega rökrétt framhald á því sem sölu- maðurinn var að segja, en ekki ein- hvern lukkupott eða óskadraum sem snögglega verður að veruleika. Sölu- maður á ekki að láta í Ijósi neitt sem bent gæti til að hann varpaði nú önd- inni léttar þegar salan er um garð gengin, heldur er honum miklu gagn- 53

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.