Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1981, Qupperneq 55

Frjáls verslun - 01.03.1981, Qupperneq 55
legra að líta á það sem algjörlega sjálfsagðan hlut, til þess var jú leikur- inn gerður. Meðal fagfólks á sölusviðinu er gjarnan rætt um tvenns konar sölu; óbeina sölu og beina sölu. Bein sala kallast það þegar kaupandinn hefur mikinn áhuga og sölumaðurinn tekur af skarið og segir: Hvora tegundina óskarðu að taka?, eða hann bendir á einn hlutinn og segir. ég skal láta senda þetta til þín strax í dag. Yfirleitt borgar sig ekki að spyrja spurninga sem líklegasta svarið við er annað hvort já eða nei. Sem dæmi skulum við taka eftirfarandi: Hafiö þér áhuga á aö kaupa jólakort? Kaupand- inn svarar nei. Þar með hefur hann tekið ákvörðun, sem honum finnst undir niðri að hann þurfi að standa við til þess að vera ekki álitinn auli. Eftir það er salan ekki á færi annarra en kraftaverkamanna. Alveg á sama hátt borgar sig ekki að nálgast sölulokin með slíkum spurn- ingum, heldur þarf að ítreka séreigin- leika og gæði vörunnar, og leggja til að hann kaupi mesta magn sem sölu- maðurinn telur að sé hagkvæmt fyrir kaupandann. Þar með er kominn grundvöllur til að ræða um magnið og um leið vísir að sölulokum. Þegar um óbeina sölu er að ræða, eða nánara skilgreint: óbein sölulok, þá er það sölumannsins að vera á varðbergi og taka eftir öllum tilburðum kaupandans, sem á einhvern hátt gefa til kynna að hann sé sammála sölu- manninum. Þetta geta verið handa- hreyfingar, höfuðhreyfingar eða setn- ingar sem benda til að kaupandanum sé Ijós þörf sín fyrir tiltekna vöru. Þegar svona ábendingar eða tilburðir koma fram þarf sölumaðurinn að notfæra sér það. Þaö getur meira en verið að rétt sé fyrir sölumanninn að slaka svolítið á talfærunum. Það hefur komið fyrir oftar en einu sinni að sala hefur farið for- görðum vegna málæði sölumanns, eftir að honum mátti vera Ijóst að saia var klár. í þessum tilvikum geta óbeinar spurningar komið að góðu gagni. Dæmi: Hvor liturinn fellur þér betur, sá Ijósblái eða sá dökkblái? Eða: viltu láta senda vörurnar beint hingað í verslun- ina eða til vörugeymslunnar? Það er einnig til í dæminu að tillögur geti komið að meira gagni en spurn- ingar. Dæmi: Ef þú kallar á þann starfsmann sem kemurtil með að vinna við tækið, þá get ég skýrt fyrir honum ákveðna hluti á staðnum. Annað dæmi: Ef til vill gætirðu hringt á lagerinn og spurt þá hvort henti þeim betur, að fá sendinguna í dag eða næsta þriðju- dag? Meðal sölufólks er oft talað um hin 5 mismunandi stig óbeinna söluloka: Sölumaður: Ég sendi þér 3 eintök af bókinni. (Sölumaðurinn er sannfærður um að það sé hámark fyrir kaupand- ann.) Kaupandinn: Heyrðu vinur, hægan, hægan, ég var búinn að segja að verðið væri alltof hátt. (þetta bendir til að tilhlaup sölumannsins hafi verið of stutt, og aó enn skorti á að kaupandinn sé sannfærður um að hann þarfnist bókarinnar. Sölumaðurinn verður að taka fullt tillit til allra athugasemda. Þar sem það kom tram að verðið er Þrándur í götu er næsta skrefið að gera það aðgengilegra. Sölumaður: Mundi það henta þér betur að greiða bækurnar eftir einn mánuð án vaxta, eða mundi þér finnast hagstæðara að greiða bækurnar á 6 mánuðum með jöfnum afborgunum auk vaxta? Kaupandinn maldar enn í móinn og gerir fleiri athugasemdir. Sölumaðurinn svarar athugasemd- unum og skýrir enn málið. Sölumaður: Hvort líkar þér betur rauði liturinn á bókunum eða sá græni? Kaupandinn maldar enn í móinn og gerir aftur athugasemdir. Sölumaður: (Svarar fyrst athuga- semdunum.) Hvort hentaði þér betur að fá bækurnar sendar til þín á skrif- stofuna eða beint heim? Takið eftir því að hér hefur sölu- maðurinn í rauninni óskað eftir pönt- uninni 5 sinnum, en á mismunandi vegu. Það verður enginn óbarinn biskup í sölumennsku frekar en öðrum störfum, sem krefjast ákveðinnar hæfni. Vanur sölumaður notfærir sér óafvitandi þá tækni sem hér hefur verið drepið á, en aðrir sem skemmra eru komnir á brautinni þurfa að æfa sig og þjálfast. En af dæminu hér á undan sést, að í hvert skipti sem sölumaðurinn skiptir um aðferð, þá svaraði hann ávallt at- hugasemdunum áður. Þetta ætti alltaf að gera, því að öðrum kosti getur kaupandinn tekið það sem móðgun að ekki sé hlustað á það sem hann segir. Það þarf ákveðinn hæfileika til þess að geta hlustað, en einmitt sá hæfileiki er sölumanninum mikils virði. En hvernig á sölumaöurinn að vita hvort hann er að ná lokastigi sölunnar? Sumir finna slíkt á sér, en aðrir telja að bezta vísbendingin um slíkt sé ef kaupandinn svarar játandi einhverri spurningu sem snertir eitthvert auka- atriði. Dæmi úr dæminu hér á undan: Hvort hentaði þér betur að fá bækurnar sendar til þín á skrifstofuna eða beint heim? Ef kaupandinn svaraði t.d. ,,á skrif- stofuna", þá er salan 90% klár. En takið eftir að hún er þrátt fyrir þetta ekki 100% kiár. Tvær meginreglur gilda á þessu sviði: 1. Sölumaðurinn ætti ekki að segja orð til viðbótar eftir að kaupandinn hefur óskað eftir prufupöntun. 2. Sölumaður á ávallt að steinhalda kjafti á meðan kaupandinn undirritar sölusamning eða pöntun. Hvenær er rétti tíminn til að draga upp eyðublöð? Sölumaður sem er að selja vöru þar sem þörf er fyrir undirritaða pöntun eða kaupsamning dregur aldrei upp þau eyðublöð fyrr en komið er að sölulokum. Hann dregur þá fyrst upp eyðublaðið úr pússi sínu þegar honum hefur tekist að sannfæra kaupandann, og umfram allt byrjar hann sjálfur að útfylla það, en það gefur í skyn að hann telji fullkomlega eðlilegt að nú sé tími til kominn að gera út um kaupin. Sé eyðublaðið hannað af viti, þ.e. í samráði við reynda sölumenn, þá er þannig frá því gengið að talið berst ekki að peningunum fyrr en allra síðast. Hið fullkomna eyðublað er þannig úr garði gert að sölumaðurinn fyllir það út sjálfur, en allt sem kaupandinn þarf að gera er að skrifa nafnið sitt undir. Það er góð regla að tefja ekki lengi eftir að sala hefur farið fram, en búast til brottfarar strax og undirskrift er fenginn og upplýsingar hafa verið gefnar um það sem kaupandinn kann að spyrja um eftir að hann hefur skrifað undir. Sögulok ( öllum sölumálum eru tveir pólar: kaupandinn og seljandinn. Þótt kaup- andinn segi nei, í eitt eða tvö skipti þýðir það ekki að hann segi alls ekki já í þriðja skiptið, ef sölumaðurinn er nógu iðinn við kolann. En til þess að sölu- maðurinn fari ekki að verka uppá- þrengjandi og hundleiðinlegur, þá verður hann að læra af reynslunni og hafa eitthvað nýtt til málanna að leggja í næsta skipti sem hann lætur heyra í sér. Hvað hann þolir mörg nei í röð fer eftir þolrifum sölumannsins. En til þess að geta haft eitthvað nýtt á takteinum næst þegar haft er sam- band við kaupandann, verður sölu- maðurinn að muna hvað hann lét út úr sér síðast. þess vegna er það engin tilviljun, að þeir sölumenn sem ná mestum árangri, eru þeir sem halda spjaldskrá yfir sína væntanlegu kaupendur auk sinna föstu kaupenda. Með því að skrá hjá sér viðbrögð kaupandans, fæst tæki- færi til að undirbúa næsta viótal. Skipulagning er nefnilega eitt af töfra- orðunum á þessu sviði, ekki síður en á svo mörgum öðrum. Gangi ykkur vel. 55 Dv)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.