Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1981, Síða 57

Frjáls verslun - 01.03.1981, Síða 57
Má bjóða ykk kampavín? Helga Ingólfsdóttir Kampavín er hátíðadrykkur sem menn hafa yfirleitt ekki um hönd nema þegar tilefni er sérstakt, svo sem í brúð- kaupsveislum, svo dæmi sé nefnt. Þó mætti hugsa sér að stjórnendur fyrirtækja gripu til þess í viðurkenningarskyni við góða starfsmenn á tímamót- um, því ekkert er heppilegra til að skapa hátíðarstemningu en hið klassíska, franska kampa- vín, og fáir fá staðist töfra þess og gáskafullan leik þegar því er hellt í glösin. En sá galli er á gjöf Njarðar að frönsku kampavínin eru dýr— og á heimsmarkaðnum hafa þau hækkað úr hófi fram hin síðari ár. Ástæðan er m.á. sú að í kampa- vínshéruðum Frakklands hefur vínþrúguuppskeran ekki verið góð nema eitt af þremur undanförn- um árum. Það var árið 1979. Aftur á móti var uppskeran léleg á árunum 1978 og 1980 þannig að heildarframleiðslan þessi tvö ár var kringum 185 milljón flöskur, sem er meðalframleiðsla á einu ári. Á síðasta ári hækkaði t.d. verð á vínþrúgum til kampavínsfram- leiðslu um helming frá árinu áður. Ráð við þessum vanda er að láta ódýrari freyðivín nægja. Sé það til of mikils mælst og menn kjósa heldur að halda sig við ekta frönsk kampavín, er mönnum hollt að gefa gaum að því hvernig með- höndla á slík gæðavín og fara sparlega með innihald hverrar flösku. Hafa menn t.d. leitt hugann að því hvernig á að bera fram þessar guðaveigar og í hvernig glösum, hvernig á að drekka þau og með hvaða réttum? Það eru líka til kampavín sem framleidd eru úr vínþrúgum sömu uppskeru, svo- nefnd vintagevín, og önnur sem eru úr fleiri en einni uppskeru og nefnast non-vintage. Fleira mætti nefna sem leikmenn kunna yfirleitt ekki skil á, en fagmenn þekkja. Nokkrar ábendingar þeirra ættu því að koma öllum til góða. 57

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.