Frjáls verslun - 01.03.1981, Síða 69
En þótt þessar, og fleiri minni
framkvæmdir, séu góðra gjalda
verðar þá munu þær ekki duga til
þegar framí sækir. Bæjarstjórn
Húsavíkur veröur að sjálfsögðu að
hugsa til þeirra sem koma inn á
vinnumarkaðinn á hverju ári.
Bæjarstjórnin gerir sér að um 70%
hvers árgangs skili sér heima og
það þýðir að fjörutíu ungir menn
og konur koma út í atvinnulffiö á
ári. Þessu fólki þarf að finna störf.
í dag eru ýmis samdráttarein-
kenni á Húsavík, eins og annars-
staðar á landinu og það er því ekki
seinna vænna að fara að hugsa til
einhvers sem getur haft veruleg
áhrif á atvinnulíf og framleiðni.
Það yrði nánast bylting ef
pappírsverksmiðjan fyrrnefnda
yrði reist á Húsavík. íbúar þar eru
rétt innan við 2500 og stærsta at-
vinnufyrirtækið á staðnum, sem er
Fiskiðjusamlagið, er með um 250
manns í vinnu. Sú vinna er þó dá-
lítið stopul, eins og gengur og
gerist um fiskvinnslufyrirtæki. Það
er að vísu ekki búið að ákveða
neitt um verksmiðjuna en miðað
við hugsanlegar stærðir sem hefur
verið rætt um ætti hún að taka
200—300 manns í vinnu. Þar að
auki er alltaf geysimargt og mikið í
kringum atvinnufyrirtæki af þess-
ari stærð. Svona verksmiðja
verður auðvitað ekki reist á einni
nóttu, frekar en Róm, en það þarf
mikinn mannafla og tækjakost til
að koma henni upp, þannig að hún
myndi byrja að hafa áhrif á at-
vinnulífið um leið og framkvæmdir
hæfust.
Finnum líst vel á sig
Finnarnir eru þegar búnir að
skoða staðhætti á Húsavík og leist
vel á sig, en rétt er að taka fram að
þetta var aðeins frumathugun.
Hagkvæm orka er grundvallarskil-
yrði fyrir því að verksmiðjan verði
reist á Húsavík og í því sambandi
eru miklar vonir bundnar við há-
hitasvæðið á Þeistareykjum.
Orkustofnun hefur fengið hálfa
milljón króna til rannsókna þar. Og
iðnaðarráðuneytið hefur ráöið
Edgar Guðmundsson, verkfræð-
ing, til að kanna ýmsa þætti máls-
ins. Þegar hefur verið hugað að
stað fyrir verksmiðjuna og koma
Húsavik á vetrarkvöldi.
þrír til greina, en af þeim er
Bakkahöfði talinn líklegastur,
hann er rétt fyrir utan bæinn.
Ekkert hefur verið rætt um það
að ráði hve mikill hluti framleiðsl-
unnar færi fram á Húsavík ef verk-
smiðjan yrði reist þar. Fram-
leiðslustigin eru mörg og til dæmis
þarf að taka ákvörðun um hvort
heilir trjábolir yrðu fluttir til Húsa-
víkur og teknir til vinnslu, eða hvort
hráefnið kæmi kurlað. Einnig
getur svona verksmiðja skilað frá
sér verkefninu mismunandi mikið
unnu.
Eins og Húsvíkingar leggja
mikla áherslu á, er þetta allt á
frumstigi. Og jafnvel þótt ákvörðun
yrði tekin í dag, um að reisa verk-
smiðjuna fyrir norðan, tæki mörg
ár að koma henni í gang. En
byggingarframkvæmdin sjálf hefði
auðvitað aukna atvinnu í för meö
sér.
Hvort sem verksmiójan verður
reist á Húsavík eða ekki, verður
haldið áfram við rannsóknir á
Þeistareykjasvæðinu. Taldar eru
mjög góðar líkur á að þar sé mikla
orku að finna og þá orku hyggjast
Húsvíkingar nýta sér í sambandi
við uppbyggingu atvinnulífsins.fg
Stöndug iðnfyrlrtæki eru þegar til á Húsavík; trésmiðjan Fjalar hefur sótt sér
verkefni um landið þvert og endilangt.
69