Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1981, Qupperneq 72

Frjáls verslun - 01.03.1981, Qupperneq 72
ekki grundvöll fyrir slík fyrirtæki í svo fámennum byggðum, sem nyrðra eru. Ekkert gullæði Þá líta margir hýru auga á þá verkþekkingu, sem myndi skapast í héraði í kjölfar virkjunarinnar, sem síðan myndi nýtast viö uppbygg- ingu iðnaóarins. Óneitanlega hefði þetta einhver félagsleg áhrif í för með sér, en staðurinn virðist vel búinn til að taka við auknu þjón- ustuhlutverki svo væntanlega yrði ekki um neitt heljarstökk að ræða. Menn virðast ekki óttast neitt gull- æði þótt öllum sé Ijóst að pen- ingamagn í umferð muni stórauk- ast. Jafnframt virkjuninni horfa menn til bættra samgangna í hér- aði þar sem fyrirhugað er að aðal- uppskipunarhöfn vegna fram- kvæmdanna verði á Skagaströnd. Það leiddi af sér uppbyggingu vegarins til Blönduóss og til virkj- unarinnar. En heimamenn svífa ekki á ein- hverju óraunverulegu draumaskýi þeir líta líka til þess að með virkj- uninni færu 56 ferkílómetrar lands undir vatn, að verulegum hluta gróið beitiland. Er það metið á 2400 ærgildi, en hvert, ærgildi er talin beit fyrir eina á og 1,4 lömb í eitt ár. Hinsvegar eru uppi hug- myndir um að rækta upp nýtt beitiland, á svæði, sem er örfoka nú. Tilraunir með það lofa góðu. Annað, sem talið er valda spjöllum á landi og nytjum er að jökulvatni yrði veitt um Þrístiklu, Austara- Friðmundarvatn og Gilsvatn. Það myndi spilla silungsveiði þar. Orkustofnun, Veiðimálastjórn, Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins og Náttúrugripasafnið á Akur- eyri hafa gert rannsóknir á lífríki vatna og lífríki og nytjum heið- anna. Nú liggur fyrir umsögn Náttúruverndarráðs og leggst það ekki gegn virkjuninni. Ýmsir leikir menn þenda líka á að laxagengd í Blöndu neöan virkjunar kunni að stóraukast þar sem hin miklu uppistöðulón muni hita vatn árinnar langt umfram það sem nú er og það skapi laxinum mun þetri skilyrði. í því samþandi benda þeir á Laxá á Ásum, ein- hverja bestu laxveiðiá hérlendis. Hún rennur úr stórum lónum, sem hita ánna upp. Þótt hér hafi fyrst og fremst verið fjallað um áhrif Blönduvirkjunar fyrir uppbyggingu Blönduóss og nágrennis, líta fleiri björtum aug- um til rafmagnsöryggis í framtíð- inni, verði Blanda virkjuð, því virkjunin myndi þjóna Norður- landi, Vestfjörðum og hluta Vest- urlands. Ef til eldsumbrota eða jarðhræringa á virkjunarsvæðun- um sunnanlands kæmi, gæti Blönduvirkjun einnig orðið þýð- ingarmikil miðlunarstöð fyrir Suð- urland á neyöartímum, sem þá kynnu að skapast. Þrátt fyrir að menn fallist á þau rök að sé einblínt á arðsemissjón- armið eingöngu, kunni Sultar- tangavirkjun að vera hagkvæmari, telja þeir ofantalin rök vega það þungt að örlítið meiri arðsemi Sultartanga réttlæti ekki forgang þeirrar virkjunar framyfir Blöndu- virkjun. Ráðgerðir um Blönduvirkjun má rekja allt aftur til ársins 1949, en ávallt hefureinhversnurða hlaupið á þráðinn svo sem mótmælaraddir ýmissa heimamanna. Þeim virðist þó fara ört fækkandi í síðari tíð, þótt enn séu þær til.— gg Húnvetningar - Ferðafólk Vér bjóðum yður góða þjónustu í verzlunum vorum: Matvörudeild: Úrval matvara, búsáhöld. Vefnaðarvörudeild: Sportfatnaður, skór, gjafavörur. Byggingavörudeild: Veiðarfæri, viðleguútbúnaður. Essó-skáli: Veitingar, matvörur, bensín, olíur. Útibú á Blönduósi og Skagaströnd. Eitthvað af öllu. KAUPFÉLAG HÚNVETNINGA BLÖNDUÓSI 72
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.