Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1983, Page 5

Frjáls verslun - 01.01.1983, Page 5
frjáls verz/un Sérrit um efnahags-, viðskipta- og atvinnumál. Stofnað 1939. Útgefandi Frjálst framtak hf. STJÓRNARFORMAÐUR: Magnús Hreggviðsson RITSTJÓRI: Magnús Hreggviösson SÖLU OG MARKAÐSSTJÓRI: Sveinn R. Sveinsson AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfn Sigurgeirsdóttir Auglýsingasími: 31661 LJÓSMYNDIR: Jens Alexandersson SKRIFSTOFUSTJÓRN: Þórunn Þórisdóttir Tímaritið er gefið út ísamvinnu við samtök verzlunar- og athafnamanna Skrifstofa og afgreiðsla: Ármúla 18 Símar 82300 — 82302 SETNING OG PRENTUN: Prentstofa G. Benediktssonar BÓKBAND: Félagsbókbandið hf. LITGREINING A KAPU: Prentmyndastofan hf. Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir FRJÁLS VERZLUN er ekki ríkisstyrkt blað ■ \ i' n i; n ■L’íu .'ia bréf frá útgefanda fslensk fyrirtæki 1983 komin út Uppsláttar- og handbókin íslensk fyrirtæki er nú komin út í þrettánda sinn. Frá því hún kom fyrst út hefur bókin tekið miklum breytingum. Hefur hún verið þróuð eftir þörfum notenda eins og frekast hefur verið kostur og á hún eflaust eftir að taka frekari breytingum í samræmi við breyttar þarfir. Að þessu sinni skiptist bókin í eftirfarandi kafla: 1. Efnisyfirlit og leiðbeiningar um notkun bókarinnar. 2. Iceland today. Þessi kafli hefur að geyma upplýsingar fyrir erlenda kaupsýslumenn um viðskiptamál á íslandi, auk upp- lýsinga um íslenskar útflutningsvörur og útflytjendur þeirra. Þar er skrá yfir sendiráð Islands og helstu ræðismannsskrif- stofur erlendis. 3. Umboðaskrá. Þessi kafli er á gulum síðum og veitir upplýsingar um nöfn um það bil fjögur þúsund erlendra fyrirtækja, sem eiga viðskipti við ísland og greinir frá umboðsmönnum þeirra hér á landi. 4. Vöru- og þjónustuskrá. Þessi kafli er á bleikum síðum og er þar að finna um tvö þúsund flokka vörutegunda og þjónustu. Hann inniheldur upplýsingar um hvaða aðilar versla með tiltekna vöru eða tiltekna þjónustu. 5. Sýningar erlendis. Þessi kafli er með helstu vörusýningar er- lendis á árinu 1983. 6. Dagbók. Hún er einkum ætluð smærri fyrirtækjum til skipu- lagningar á tíma. 7. Fyrirtækjaskrá. Hefur þessi kafli að geyma skrá yfir fyrirtæki, félög, sveitarfélög og stofnanir á öllu landinu. I honum er að finna nöfn starfandi fyrirtækja, stofnár þeirra, heimilisföng, símanúmer, nafnnúmer, söluskattsnúmer, telexnúmer, starfs- svið, stjórnir, nöfn helstu starfsmanna, starfsmannafjölda, um- boð, þjónustu og framleiðslu. Þar er einnig fjöldi firma- og vörumerkja. Þessi skrá er kjarni bókarinnar. 8. Skipaskrá. Hún ernú gagnlegasta skráá landinu yfirskipokkar íslendinga. Ætti hún að koma að miklum notum fyrir útgerðar- menn, sjómenn, hafnaryfirvöld, og alla þá, sem skipta við út- gerðarfyri rtæki. Vinnsla þessarar útgáfu hófst eftir að eigandaskipti uröu á Frjálsu framtaki í maí ífyrra og er bókin því að öllu leyti unnin undir stjórn undirritaðs. Var hér um nýtt og spennandi verkefni að ræða og vona ég að vel hafi til tekist. Þegar vinnsla bókarinnar hófst sl. sumar var gerð ítarleg áætlun yfir framleiðslu hennar og er mér óhætt að fullyrða að hún hafi staðist að öllu leyti. Ritstjóri Islenskra fyrirtækja 1983 er Guðný Hinriksdóttir. 378051 ÍSLANQS

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.