Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1983, Side 22

Frjáls verslun - 01.01.1983, Side 22
innlent Eins gott við framleiðum islendingar hafa um áratugaskeið — ef ekki alla tíð — talið að útflutningsvörur þjóðarinnar væru betri og vandaðri en sam- keppnisvörur frá öðrum þjóðum. íslenskur fiskur hefur verið sagður mun betri en fiskur frá Norðmönnum, Kanadamönnum eða öðrum þjóðum, er selja sjávarafurðir á sömu mörkuðum og við gerum. Um íslensku ullina hefur verið sagt að hún sé einstök í heiminum, og engin önnur ull hvað þá gerfiefni geti komið í stað hennar. íslenskt lambakjöt höfum við sagt að sameini kosti villibráðar og húsdýrakjöts, og það á að taka langt fram lamba- kjöti frá Nýja-Sjálandi, Ástralíu eða Guð má vita hvaðan. Svipað höfum við talið okkur trú um að eigi við um húsgögn og hrossa- kjöt og allt þar á milli. Þegar saman fari annáluð gæði íslensks hráefnis og íslenskt hugvit og verkmenning, standi fáir eða engir okkur á sporði. — Helst að verðbólgan og hið óstöðuga gengi geti gert okkru skráveifu, en annað höfum við varla talið að bæri að óttast. Margt virðist hins vegar benda til að þetta sé að breyt- ast og að íslendingar þurfi í rauninni að leggja hart að sér á næstunni, eigi útflutningsvörur landsmanna ekki að fá á sig vafasaman stimpil, þar sem allir verða látnir gjalda undantekn- inga eða minnihluta. ,,Það eru sífellt aö berast fréttir af skemmdum vörum og gallaðri framleiðslu, þar sem í nánast öll- um tilvikum er um að kenna leti, vankunnáttu eða trassaskap" sagði einn þeirra er starfa að markaðsöflun erlendis, í samtali við Frjálsa verzlun fyrir skömmu. ,,Þegar ég hugsa um öll þau mis- tök sem við höfum verið að gera í þessum efnum undanfarin ár og misseri, verður mér sífellt oftar á að hugsa, að það sé þó að minnsta kosti bót í máli, að við framleiðum ,,aðeins matvæli" en ekki ein- hverja enn viðkvæmari vöru, svo sem þotuhreyfla! — Sannleikurinn er sá“ bætti þessi viðmælandi blaðsins við, ,,aö viö verðum nú að taka á honum stóra okkar í þess- um efnum og stórbæta og vanda útflutningsvörur okkar, ef ekki á illa að fara. Innan tíðar getur það orðið of seint." Þessi ummæli rifja upp fjöl- margar fréttir í fjölmiðlum að und- anförnu, þar sem getið hefur verið um furðulegustu tilvik, sem upp hafa komið í sambandi við útflutn- ingsiðnaðinn. Ofteru þessarfréttir þess eðlis að engu er líkara en verið sé að segja frá einhverri vanþróaðri þjóð í þriðja heiminum, sem enn hefur ekki tekst að feta sig fram til 20. aldarinnar, eins og við teljum þó aö okkur hafi tekist. Lakari gæði og minni vöruvöndun valda meiri og meiri áhyggjum 22

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.