Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1983, Síða 25

Frjáls verslun - 01.01.1983, Síða 25
„&%X£&$Æ/&Ö“. Er þetta sú umsögn sem fslenskar útflutningsvörur hljóta i vaxandi mæli? Möðkunum blandað saman við á nýjan leik! Ekki er hún fallegri sagan af út- flytjandanum á skreið til suður- landa, þeim er blandaði maðkaðri skreið saman við heila. Þannig var að útflytjandi nokkur hugðist senda út 1100 balla af skreið, en við eftirlitsferð matsmanna kom í Ijós, að af þessum 1100 voru 500 svo illa farnir af maðki, að þeir voru dæmdir ónýtir og óhæfir til útflutnings. Maðurinn fékk því að- eins leyfi fyrir 600 böllum. Ekki var hann þó af baki dottinn, því frekar en að fleygja hinum maðkétna og maðksmogna fiski, tók hann 500 heila balla, en blandaði 100 skemmdum við. Þóttist hann nú heldur betur hafa leikið á kerfið, og komið villi- mönnunum suður í heimi til að éta það sem þeim væri skammtað, með illu ef ekki með góðu. — Honum yfirsást aðeins eitt atriði: Þeir sem skyldu borða „krásirnar" voru engu hrifnari af maðkinum en íslensku matsmennirnir. Var mót- töku því hafnað, góssinu fleygt og um greiðslu þurfti ekki að ræða.— Varla þarf heldur að ræða þann greiðasem hinn slóttugi útflytjandi gerði sjálfum sérog löndum sínum með hinu „snjalla herbragði" sínu. Skipt um miða á gallaðri vöru Því miður má nefna margar sögurekki betri en þessa. Skammt ertil dæmissíðan heill skipsfarmur var sendur til (slands vegna galla í framleiðslu. Var þar um að ræða niðursuðuvöru frá verksmiðju einni norður í landi. Ekki voru for- ráðamenn verksmiðjunnar þó á því að láta útlenda menn segja sér hvað væri mannamatur og hvað ekki. Brugðu þeir því á það ráð að setja nýja miða yfir þá sem fyrir voru á dósunum, og skyldi nú Mörlandinn sjálfur eta varninginn. Ekki hafði varan þó lengi verið á markaði hér á landi, er kvartanir tóku að berast, og neyddust stjórnendur fyrirtækisins til aó játa sig sigraöa yfir ósvífni landa sinna, og innkalla vöruna. Ýmsir glöggir neytendur töldu sig á hinn bóginn sjá af merkimiðunum undir þeim með íslensku áletruninni, að eitt- hvert samhengi myndi vera á milli skemmda áleggsins og blaðafrétta nokkrum vikum fyrr, þar sem sagt var frá því að gerður hefði verið afturreka skipsfarmur gaffalbita er ætlaður hafði verið þjóð nokkurri austur á Volgubökkum. Vonandi enn undantekning en ekki regla Vonandi eru dæmi af þessu tagi þó enn undanteknig en ekki regla, og raunar er víst að svo er. Enn er útflutningsiðnaður okkar að mestu leyti framúrskarandi vara, og flest- ir stjórnendur fyrirtækja leggja metnað sinn í að láta aðeins frá sér fara úrvals vöru. Á Akranesi gerð- ist það til dæmist í sumar, vegna mistaka í frystihúsi, að um 1100 fiskblokkir að verðmæti um 600 þúsund krónur, reyndust svo gall- aðar að ekki var unnt að senda þær á Rússlandsmarkað. Stjórn- endur frystihússins gripu þá til sinna ráða, fiskurinn var settur í gúanó, og viðkomandi verkstjóri var rekinn. Með slíkum hætti á auðvitað að takast á við vandamál af þessu tagi, vandamál sem alltaf hljóta að koma upp. Mergurinn málsins er sá, að allt veróur að gera til að koma í veg fyrir mistök af þessu tagi. Verði mistökin samt sem áð- ur, þá verður að leggja ofurkapp á að þau mistök fari aldrei út úr við- komandi fyrirtæki. Lengi vel var sagt um íslenska útflytjendur, að þeir svöruðu ekki bréfum er bærust frá útlöndum og hirtu ekki um aó senda prufu af vörum sem þeir höfðu á boðstól- unum. Þess í stað biðu menn eftir því að kraftaverk gerðust eða þá að hið opinbera fyndi fyrir þá markaði erlendis. Nú svara íslensk fyrirtæki bréfum, en ekki má það verða til þess að senda út gallaða eða skemmda vöru. Þá er að- gerðaleysið betra. Margir málsmetandi menn hér á landi hafa þungar áhyggjur af þeirri þróun sem hér að framan er gerð að umtalsefni, og ef til vill máluð full dökkum litum. Nú verð- ur að snúa vörn í sókn í þessum efnum, of mörg mistök hafa verið gerð, þau mega ekki vera fleiri. Leggja verður meiri áherslu á vöruvöndum, og um leið þarf að hvetja menn til áræðis í markaðs- leit og vörukynningu. Þar getur vel verið að tími sé kominn til að taka til gagngerrar endurskoðunar allt það umsvifamikla kerfi, sem nú ræður nánast öllu í útflutningi landsmanna. Getur ekki verið, að tími sé til kominn að fækka og minnka áhrif liinna stóru útflutn- ingshringa, en auka ábyrgð og hlutverk framleiðendanna sjálfra, sem þannig kæmust sjálfir í beina snertingu við neytendur vörunnar. Svo mikið er að minnsta kosti víst, að átaks er þörf í þessum efnum. 25
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.